þriðjudagur, desember 31, 2002

Hér verður ekki bloggað aftur...
...á árinu 2002. Ég er kominn aftur til Kebblaíkur eftir fremur tíðindalausa ferð til Akureyris. Ég fór ekki á Lord Of The Rings því enginn nennti með mér. Ákvað frekar að reyna að komast í Lúxus-sal í Álfabakka, en mér er tjáð að það sé auðveldara að fá hjartaígræðslu í Íran heldur en að taka frá miða á sýningu fljótlega. Ég er því á leiðinni til Íran og tjékka hvað ég get gert í málunum og ég er mjög vongóður.

Ef einhver vill finna mig í kvöld, eða í nótt réttara sagt, þá verð ég í samkomuhúsi í Njarðvík sem kennt er við Stapa. Þar munu Will Smith og Tommy Lee Jones leika fyrir dansi. Mér er tjáð að Willi munir rappa og Tommi verði íklæddur gógódansara búning og dansa inní búri fyrir viðstadda. Hlakka ég ómælt til að sjá þetta og mun eflaust æla innyflum af hlátri. Eða einhverju öðru, ég er ekki viss.

Þetta er semsagt síðasta bloggið mitt á þessu ári. Þessu blogg ári mínu verður sem minnst minnst. Minnstar áhyggjur hef ég af því enda er öllum sama hvort ég bloggi eða ekki. Það eru allir svo leiðinlegir sem ég þekki að annaðhvort kíkja þeir á þessa síðu og fara svo án þess að skrifa neitt, chat, gestabók eða comment, eða þá að það mætir bara ekki. Ooog ég hef komist að þeirri niðursuðu að mér er skítsama! Ég myndi örugglega halda áfram að blogga þótt enginn nennti að lesa bloggið mitt. Aðrir segja að þetta hafi nú þegar gerst.

Ég hata pólitík. Ég hef mínar ástæður og tel minn rétt til að hata pólitík alveg jafn mikinn og réttur annars fólks til að stunda hana. Síðar, líklegast fljótlega á nýju ári mun ég kanski gefa upp ástæðurnar fyrir því hvers vegna sú tík sem við pólí er kennd fer í mínar fínustu taugar. En ég er farinn að sturta mig og svo í mat til ömmu og góðvinur fjölskyldunar er víst búinn að kaupa flugelda fyrir 50 þús. kall og ætlar að skjóta þeim upp hjá okkur! Vúppí! Cy'all og GLEÐILEGT ÁR!!!
..:: magchen ::..

mánudagur, desember 30, 2002

Ég er enn á Akureyri, en örvæntið ekki. Ég fer heim í málið fyrra. Tókst ekki að blogga neitt á Sigló, við rétt skutumst þangað til að kíkja á ömmu og afa sem eru snillingar miklir. Auðvitað er málið núna að fara á ballið í Stapa á morgun, annað gengur nottla ekki. Vonandi sé ég ykkur öll þar sem lesið þetta. Annars held ég að allir séu hættir að lesa bloggið mitt. En mér er alveg sama, held ótrauður áfram eins og ekkert hefði í skorist.
..:: ótrauður ::..

sunnudagur, desember 29, 2002

ÉG ER AÐ FARA TIL SIGLUFJARÐAR! JIBBÍ! ;)

laugardagur, desember 28, 2002

Voðalega eru allir óduglegir við að blogga um jólin. Ég hélt að það væri einmitt sá tími þegar fólk hefði ekkert annað að gera en að sinna afþreyingu. Hmmm... skil ekki. En manni er ekki ætlað að skilja allt. Ég er farinn að hallast að því að það sé rétt sem þeir segja, Ignorance is bliss. Sælir eru fattlausir því þeir fatta ekki hvað þeir eru vitlausir.
..:: red ::..

föstudagur, desember 27, 2002

Þá er maður bara mættur til Akureyris og tekinn til við skriftir. Faðir minn á einmitt fyrir einskæra tilviljun heima hér í bæ og tók ég því þá ákvörðun að dvelja hjá honum fram á þriðjudag sem er síðasti dagur ársins, af einskærri tilviljun líka. Ég ætlaði að taka ferðatösku með sem systir mín á, en ferðataskan gleymdist og litla systir kom óvart með í staðinn. Þvílíkar tilviljanir allt saman. Ég var að ljúka við að hompa glæsilegan og gómsætan mexíkóskan rétt sem faðir minn og móðir kennd við stjúp útbjuggu hér rétt í þessu. Var hann góður og kom það engum á óvart enda ættaður frá Mexíkó. Ef einhver hváði þegar sögnin hompa bar hér á góma ekki alls fyrir löngu þá á það orð sér skemmtilega skýringu. Maður nokkur var staddur á Svínafelli um haust og dáðist að smæð Eiffel-turnsins í Kína þegar hálf-fatlaður sonur hans heyrði eiturslöngu segja orðið fyrst manna. Þannig var nú það. Aðrir segja að orðið sé komið frá bróður Rúdólfs, einnig stundum nenfdur Guðlaugur, þar sem heyrist oft í teiknimyndapersónum þegar þær gæða sér á kræsingum, "homp homp". Ekki ber að taka mikið mark á þeim sögum enda er sannleikurinn kanski sagna bestur en engan vegin skemmtilegastur, nema stundum. Núna er stundum.

Ringt hefur yfir mig bréfum æstra aðdáenda síðunnar og kvartað undan leti minnar og Kristins nokkurs skáta við "vikulegu" keppnina okkar. Veðurstofan kann engar skýringar á þessum veðurtilbrigðum og vísaði fyrirspurn minni til Pósts og síma. Þegar ég spurðist fyrir um þá, komst ég að því að það fyrirtæki var lagt af fyrir nokkrum árum og var mér bent á að tala við Davíð Oddsson. Hringdi ég þá persónulega í einræðisherrann og sagðist hann standa bak hrekknum og að rigning bréfanna stæði að minnsta kosti fram á mitt næsta ár. Ég sagðist ekkert eiga í þessu ári, það væri eign allra landsmanna, en gaf hann mér þá formlega lykilinn að næsta ári og mun það vera þekkt sem ár Magnúsar. Til að milda bræði mína breytti hann nafni Morgunblaðsins í Maggablaðið og sagði stríð á höndum Búlgaríu. Hjálpræðisherinn stendur því í ströngu um þessar mundir og verða engir flugeldar gefnir svöngum fjölskyldum um þessi áramót.

Annars bar það til um þessar mundir að Saddam Hússein var boðið í teboð fyrir einskæra tilviljun því boð-skortið átti að fara til Maddam Hússein, ömmu Saddams. Mætti Saddam í boðið klæddur í rósóttan ömmukjól og hlógu hinar ömmurnar svo dátt að hausinn á einni þeirra sprakk og fyrirskipaði Saddam að sprengja skyldi alla hausa sem tilheyrðu ömmum í landinu. Höfuðlausar ömmur ráfa því um ölls stræti og torg og stefna í vestur. Talið er að mikil plága sé í uppsiglingu. Sigling þessi var farin í tilefni af hundrað ára afmæli ársins 1903 sem er á næsta leyti. Fyrirliði siglingarinnar er Jómbi og talið er að ef honum verði leyft að lesa á siglingakortin þá endi hersingin á hafsbotni. Aðrir segja að þetta hafi nú þegar gerst. En ég þakka fyrir áheyrnina. Þið hafði verið afskaplega þöglir og girnilegir áheyrendur. Góðan dag.

..:: þetta háð var í boði jólasveinsins ::..

miðvikudagur, desember 25, 2002

--> Gleðileg jól! <--

Jæja, þá er aðfangadagskvöld liðið, og hvað gerir maður!? Fer beinustu leið í tölvuna og bloggar! Þetta verður nú ekki langt hjá mér í þetta skiptið þó. Ég er bara helvíti ánægður með jólagjafirnar þótt það sé kanski ekki viðeigandi að segja "helvíti" í þessari setningu. Fékk 3 peysur og ætla að skipta einni. Geggjaða skyrtu, 2 styttur og 5 bækur + eitthvað hárdót. Djöfull verður maður vel klæddur um jólin. Tvær af þessum bókum voru stórskrítnar og efast ég um að ég lesi þær. Jóhann (og þess má geta að kóngurinn er byrjaður að blogga aftur! praise the lord!) gaf mér Bresku Konungsfjölskylduna og ævisögu Evelyn Stefánsson Nef! Þetta var nú bara djók hjá honum eins og hann segir á blogginu sínu. (og Jóhann, ef þú hefðir séð svipinn á mér þá hefðiru örugglega skellt uppúr því ég var ekkert smá hlessa á þessu!)

Vildi bara kíkja og óska ykkur öllum gleðilegra jóla og ánægjulegs djamms yfir hátíðarnar! Sjáumst hress, og þá meina ég HRESS í Stapanum á öðrum í jólum!
..:: jólamag ::..

þriðjudagur, desember 24, 2002

<- Aðfaranótt aðfangadags ->

Setning dagsins; "Ég þori að veðja að ég er að grínast!". Systur segja stundum skrítna hluti. Annars hefði setning dagsins líka getað verið frá Joey sem sagði: "...happy thanksgiving." og það var ógeðslega fyndið. Sá nýjustu Friends þættina sem búið er að sýna úti og Þolli náði í á netinu. Nýjasta serían er helvíti fín, byrjar ekki jafn vel og síðasta en sumir þættirnir eru æðislegir og þegar maður sér þá þá langar mann að þessir þættir haldi áfram að eilífu. Eilífu segi ég! Ég elska Friends.
Herbergið mitt er orðið svaðalega fínt fyrir jólin, en ég lagði ekki í að taka skúffurnar í skrifborðinu mínu eða skápana í gegn. Ég er hræddur um að finna einhverjar áður óþekktar lífverur í skápnum mínum. Held að það ætti bara að innsigla hann og leyfa lífríkinu þar að þróast í friði. Kanski væri svo málið að opna hann eftir milljón ár og ég yrði frægur sem gaurinn sem skapaði þróaðasta lífríki í alheimi því hann nennti ekki að laga til í skápnum sínum. Kúl.
Ég er oft að hugsa um orðatiltæki og hvað þau eru fáránleg. Að vísu sný ég ekki bara útúr orðatiltækjum. Ég sný stundum útúr því sem sumir segja. Það er að segja ef þú breytir "stundum" í "alltaf" og "sumir" í "allir!". Ég er orðinn rosalegur í þessu. Ég er alltaf að reyna að hemja mig því ég er örugglega að gera fólk vitlaust með þessu. Ef það er mögulega hægt að skilja eitthvað vitlaust sem einhver segir (og það er alllltaf hægt) þá segi ég það fyrsta sem mér dettur í hug í 70% tilvika. Kanski heldur (eða veit) fólk almennt sem umgengst mig að ég sé eitthvað klikkaður. Ætli ég verði ekki bara að sætta mig við það. Hvað er svona slæmt við að vera klikkaður ég bara spyr!?
Amma spurði í dag hvort ég hafi fitnað. Ég var svoldið hissa svo vægt sé til orða tekið því ég var bara "What the F * * K!!!?". Ég var svona hissa því ég held að ég hafi aldrei verið spurður að þessu áður. Ég var ekkert móðgaður eða neitt, bara stoltur af hreinskilni ömmu minnar. Afi gerði það stundum að ganni sínu að spyrja litlu systur hvort hún væri að fitna því hann vissi að þá má ALLS EKKI segja við stelpur á þessum aldri, og svo skemmti hann sér við að hún væri alveg brjáluð. Já, en svo sagði mamma að ég væri bara orðinn meira þrekinn, og ég var aðeins sáttari við þá skýringu en að ég væri búinn að fitna. Það er þó amk hrós. I hope, nema að mamma hafi verið með svona vörn fyrir mig, "Nei nei, hann er bara orðinn "þreknari"..." (wink wink við ömmu) og hún kinkar kolli. Sjitt, djöfuls samsæriskenningar eru þetta... bíddu... er þetta smá spik sem liggur hérna uppá skrifborðið! Ég sem hélt að mamma hefði keypt þennan fína gelpúða fyrir lyklaborðið! Neeeeeeiii!!!
Jæja, held að ég fari bara að sofa núna svo maður verði nú hress í jólamatinn á morgun og svona! Djöfull verður étið maður! Ég mun éta meira af jólamatnum en sundstelpur éta af sælgæti rétt eftir mót! Og þá er nú mikið sagt skal ég segja þér!!! :) Ó, já, gleðilega aðfaranótt aðfangadags!
..:: hamborgarhryggur... mmm... ::..

mánudagur, desember 23, 2002

Jég ætla að reyna að skrifa eitthvað þótt klukkan sé kortér í fimm á aðfaranótt þorláksmessu! Djöfull er maður klikkaður, akkuru er maður að þessu? Vaka svona og sofa svo af sér daginn!? Þetta er klikkun. Ég sem ætlaði að fara snemma að sofa í kvöld. Það er nú heldur seint í rassinn gripið núna! En ég var samt bara rétt að koma heim. Það er alltaf svo mikið að gera hjá manni sko. Ætli ég geri ekki bara það sem ég er búinn að reyna að forðast hér á þessarri síðu. Renni yfir það sem ég er búinn að vera að gera undanfarið. Af einhverjum ástæðum þá hef ég ekki haft tíma né nennu (flott orð) til að vera neitt í tölvunni. Ég er nottla búinn að vera svo busy, eins og allir eru í desember. Allavega, here it goes.

Coldplay voru geggjaðir. Betri enn í fyrra, og ég veit ekki hvort að það hafi bara verið af því að ég var núna fremst fyrir framan sviðið allan tíman eða hvað því ég var í stúku síðast. En ég hef heyrt þetta frá flestum sem sáu þá í bæði skiptin. Þessir tónleikar voru betri. Og þeir voru líka æðislegir. Nenni ekki að lýsa þessu öllu, þetta var bara allt geggjað. Rosalega mikið lagt í að hafa þetta flott og skemmtilegt, og það tókst bara einfaldlega algjörlega! Ash voru líka mjög góðir og allir mjög ánægðir með þá.
Svo var ég ógisslega duglegur á föstudaginn og tók tvær aukavaktir og skellti mér svo í djammið um kvöldið. Kíkti til Kristins en fór fljótlega til Írisar þar sem var sundpartý dauðans! Það var alveg all svakalega gaman, héngum þar 10 saman í pottinum að bulla og rugla hvert í öðru og hlógum eins og fávitar. Það var ýkt gaman. Svo dró ég Ödda með mér til Kristins (meiri bjór) og þar heilsuðum við uppá liðið. Þar voru allir hinir hressustu og skemmtileg gítarstemning í gangi. Svo drifum við okkur á ballið, þar sem voru heldur fáir. Samt bara nokkuð gaman.
Tók aukavakt eftir hádegi á laugardeginum (dugnaður maður vá!) og var allur hinn hressasti, þótt ég hafi líka verið allur hinn hressasti kvöldið áður líka. Já! Ég gleymdi að segja ykkur snilldar setningu kvöldsins áður. Það var Már nokkur er kenndur er við Guðlaug sem átti hana og var hún á þá leið: "Það er mest lítið af henni...". Var hann að tala um ónefnda manneskju sem er ekki vel í holdum. Þetta kætti mig óheyrilega. Mun ég reyna að koma með setningu dagsins alltaf þegar ég man hér eftir, því það er mjög gaman. Setning dagsins í dag (sunnudags) er: "Hvað er þrisvar sinnum fjórir...?" og ætla ég ekki að minnast á hver sagði þetta, Jómba vegna. Hehehehe. En áfram með laugardaginn. Ég ætlaði í tvö partý þetta kvöld, en komst aldrei í annað þeirra sökum bílaleysis. Enda var mjög gaman hjá Einari Þ. þar sem háskólastrákarnir komu saman og héldur litlu jól með hugvekju, pökkum og tilheyrandi. Björk var heiðursgestur ef svo má segja því hún er búsett í danaveldi og var að sækja Ísland heim rétt yfir það heilagasta. Við spjölluðum öll langt fram á nótt og endaði ég ekki niðrí bæ heldur bara heima uppí rúmi sökum ofþreytu. Hitt partýið sem ég komst ekki í var útskriftarpartý sem nýjasti aðallinn hélt í Garðinum. Vil ég af því tilefni óska Andrési, Eyjólfi og Steinari kærlega til hamingju með stúdentsprófið!
Í dag vaknaði ég og tók enn aðra aukavakt (vá hvað ég er ógislega duglegur!) og enn og aftur var ég eldhress og helvítis skógarhöggsmennirnir höfðu vit á því að halda sig fjarri. Var að koma heim núna eftir að hafa verið hjá Bigga að spila Trivial og Pictionary og svona. Það var voða gaman þótt ég og Einar Freyr höfðum tapað í Pictionary eftir að hafa reynt í klukkutíma eða meira að lenda á endareitnum. Vil ég að þessu tilefni óska Bigga og Jómba kærlega til hamingju með glæstan og óverðskuldaðan sigur.

Vonandi kemst ég yfir þessa öskrandi bloggfælni mína því takmark mitt var og er að uppfæra á hverjum degi. Það takmark helst kanski ekki alveg yfir það allra heilagasta en það er aldrei að vita nema maður taki eitthvað fllipp milli jóla og nýárs og bloggi áttatíu sinnum á dag. Bless og takk, ekkert snakk! (sá fyrsti sem skrifar í comment kerfið hvaðan þessi síðasta setning kemur, fær óvæntan glaðning frá Magga!)
..:: magwind ::..

föstudagur, desember 20, 2002

Coldplay RÚLAR!
Vááá hvað var gaman!! Þetta voru geggjaðir tónleikar. Ég og Norsararnir vorum alveg fremst fyrir miðju næstum allan tímann og það var alveg geggjað! Þetta er engin smá tónleika-törn hjá mér þessa dagana! Ekkert nema gott um það að segja. Skrifa meira á morgun (ef ég sef ekki allan daginn!), ég er nebbla að fara að vakna kl. 4.30 (vinna) og klukkan er 1.30 núna! Jay, það verður gaman að vakna! Góða nótt! Og til hamingju þið sem höfðuð vit á að fara á Coldplay! Þetta var æðislegt. (Have yourselves a merry little christmas! ;) )
..:: coldmag ::..

fimmtudagur, desember 19, 2002

Ég er ekki búinn að ná laginu með Brain Police úr hausnum á mér síðan í gær á X-MAS tónleikunum. Ætli það sé þess vegna sem þeir heita það? Brain Police. Allavega, mér fannst þetta alltaf ömurleg hljómsveit. Þegar þeir unnu Rokkstokk hér um árið (ekki um daginn, svoldið langt síðan) þá þoldi ég þá ekki. En nú er öldin önnur. Þeir eru komnir með nýjan söngvara og eru bara að gera svona líka stórgóða hluti. Ég tók því upp úr útvarpinu á MD-spilarann minn topplistann á RadioX og tróna þeir þar á toppinum með lagið sem þeir tóku á X-MAS. Ég er greinilega ekki einn um að fíla það í ræmur! Ég skellti því inn á tölvuna og henti því á netið fyrir ykkur hin að heyra snilldina. Það er smá suð í þessu, ekki mikið, en þeir sem vilja fiffa þetta eitthvað þá er lítið mál að láta suðið hverfa í WinAmp með því að fara í equalizer lækka síðustu tvo sleðana vel. Þannig að án frekari tafa: Jacuzzi Susie með Brain Police! Verði ykkur að góðu. :)
..:: brainmag ::..
Þetta var virkilega skemmtilegt kvöld. Norsararnir voru búin að panta miða fyrir okkur öll á LOTR II en svo var búið að selja þá alla þegar við ætluðum að borga þá! Soldið seint í rassinn gripið, en það var bara betra. Ég er ekki búinn að sjá Two Towers, en ég er búinn að eiga góða kvöldstund með gamla aðlinum mínum! Maður getur séð þessa bíómynd hvenær sem er. Við ákváðum meira að segja að fara bara í staðinn á Coldplay á morgun!!! Jay! Ég er á leiðinni á Coldplay með aðlinum mínum! Það verður örugglega æðislegt. Þessi tónleika-törn er búin að vera svakaleg. Á einni viku fer ég á þrjá risatónleika, og ef mér skjátlast ekki með Coldplay þá verða þeir allir æðislegir!

VÁÁÁ!!! Úff... ég hef bara aldrei lent í öðru eins! Ég var að blogga, semsagt skrifa þetta hér fyrir ofan og þess á milli að spjalla við Einar Þ. á MSN, og svo var ég að hlusta á Coldplay á mp3 disk sem Þolli vinur minn á. Og þá heyri ég eitthvað bang! Spái ekkert í það, en svo fær Chris Martin söngvarinn í Coldplay þetta líka svakalega hikstakast! Ég loka WinAmp og opna geisladrifið og þá er bara lítill bútur af disknum í drifinu! Geisladrifið mitt tók sig til og sprengdi diskinn í loft upp!! Vá, ég hallaði tölvunni og þá duttu út nokkrir bútar í viðbót, en stærsta hlutann sem var helmingurinn af disknum þurfti ég að fiska út með puttunum! Diskurinn liggur nú hér fyrir framan mig í sex bútum! Ég held að tölvan mín sé að segja mér að fara ekki á Coldplay. Ég ætla samt ekki að hlusta á hana. Þótt ég hafi ekki fengið nægilega upphitun fyrir Coldplay því diskurinn sprakk, þá verð ég galvaskur fyrir framan sviðið og öskra með öllum lögunum sem ég kann þar til Chris segir mér að þegja. Ég er að spá í að segja honum þessa sögu, "hey Chris, my computer really hates you!!". Hvað ætli hann myndi segja? Hvernig getur maður reddað sér baksviðspassa!?
Og Þolli, sorry. Ég vona þín vegna (og mín vegna!) að þú eigir backup af þessum lögum. Hehehehe...
..:: coldmag ::..

miðvikudagur, desember 18, 2002

Jæja, þá er maður á leiðinni á Hringadróttinssögu. Ætli turnarnir tveir verði ekki bara betri en fyrsta myndin? Ég spái því að minnsta kosti. Svo ætlar aðallinn minn að kíkja á Duus (ætli þeir hleypi mér inn eftir síðustu helgi? say no more, say no more..) og spjalla um... tjah, allt barasta og myndina þar á meðal. Ég get ekki ákveðið mig hvort ég eigi að spreða í Coldplay tónleikana. Fór síðast og það var helvíti gaman, en ég er búinn að vera á svo miklu tónleikastandi núna undanfarið og ég er nýbúinn að sjá þá læv (í fyrra), er ekki bara málið að vera heima? Það er nú stóra spurningin, verðlauna sig fyrst maður er búinn að kaupa allar jólagjafirnar og svona! Ég sé til...
..:: jólamag ::..
X-MAS!
Ég er ekki búinn að fyrirgefa gaurnum hjá blogger.com þannig að ég er ekkert búinn að vera über duglegur að blogga undanfarið. En ég get bara ekki orðum bundist yfir snilld kvöldsins í kvöld.
Í kvöld fór hersing úr Keflavík til höfuðborgarinnar í þeim til gangi að hlusta á rokkgrúppur leika lög sín og jólalög annara. Þetta gerist einu sinni á ári og nefnist þessi æðislega hefð X-MAS. Það voru engar smá hljómsveitir sem voru að spila, og voru þær hver annari betri (í flestum tilfellum). Þær sveitir sem helst ber að nefna sem stóðu sig vel eru Brain Police, Moonstyx, Maus, Botnleðja, Sign, Ensimi, Búdrýgindi, Stjörnukisi og Mínus. Hinir voru ekki að standa sig alveg jafn vel (að mínu mati) og voru það Leaves og Vínill ásamt Singapore Sling sem voru ööömurlegir. Fyrir utan þá, þá voru þessir tónleikar rosalega góð skemmtun og voru allir sem ég talaði við sammála um það.
Sérstaklega komu Brain Police á óvart og voru rosalega góðir. Moonstyx voru líka mun betri en ég bjóst við. Nær allar hljómsveitirnar voru með æðisleg jólalög og toppaði hvert jólalag það sem á undan kom (nema Leaves í endann). Semsagt, snilldar tónleikar og ég er hér með formlega orðinn aðdáandi Brain Police og Moonstyx! :)

Annars lítið að frétta af mér. Nenni ekki að skrifa meir því ég er ööörþreyttur. Jú að vísu, helgin hjá mér verður örugglega eitthvað skrautleg því það er alllt of mikið að gera hjá mér. Tvö partý og útskriftarveisla á föstudagskvöldið ásamt tveimur böllum sem mig langar endalaust mikið á, og þrjú partý á laugardaginn! Þetta verður örugglega bara endalaust gaman! Vúppí!
..:: rock 'n roll magchen ::..

mánudagur, desember 16, 2002

Djöfull var ég brjálaður í gær. Ég var búinn að skrifa líka þessa fínu færslu og eyða fullt af tíma í hana og þá ákvað einhver fáviti hjá blogger.com að gera sér það til skemmtunar að troða færslunni uppí rassgatið á sér og hefur hún ekki sést síðan. Ég var ekki sáttur. Ég nenni ekki að skrifa upp aftur það sem ég skrifaði, ekki sjens. Ég skal segja ykkur nokkurn vegin hvað stóð þarna áður enn fyrrnefndur maður ákvað að hún væri ekki þess virði að fólk mætti berja hana augum.
Ég skrifaði um hvað David Blaine er mikill snillingur. Ég skrifaði um að ég hafi farið á jólaglögg IGS á föstudaginn og að í mig hafi hlaupið skrattakollur og var ég því hundleiðinlegur það kvöld. Ég skrifaði líka mitt innlegg í nýja keppni mína og Kristins, en þar sem hann er ekki búinn að pósta sínu þá ætla ég að láta það bíða að pósta mínu. Ég skrifaði líka eitthvað fleira en ég man ekki hvað það var þannig að þú munt aldrei vita það.
Ég er í vondu skapi núna því þetta var leiðinlegur dagur í vinnunni og svo fór ég strax á erfiða sundæfingu. Sama hvað ég reyndi, ekki það að ég sé að reyna, þá gæti ég ekki mögulega verið skemmtilegur. Því hef ég ákveðið að þessi færsla mín í þessa vef"dagbók" verði bara hundleiðinleg, en ég hef ekkert betra að gera en að skrifa hérna. Þannig að nú skalt þú hætta að lesa og fara að gera eitthvað af viti. Ekki lesa það sem stendur hér að neðan.

Í guðanna bænum ef þú ert ennþá að lesa þetta, gerðu það þá, þó ekki nema ef væri fyrir þína eigin geðheilsu, hættu að lesa. Í gær eftir að þessi fáviti hjá blogger.com var búinn að nota færsluna mína sem klósettpappír þá skrifaði ég aðra færslu. Sú færsla var um hvað ég væri í brjáluðu skapi og önnur eins blótsyrði og skammarorð hafa sjaldan steymt í jafn stríðum straumum fram á lyklaborðið mitt. Á tímabili rauk svörtum reyk undan lyklunum á lyklaborðinu. Eeennn... ég í fávitaskap mínum og skapofsa ýtti aftur á post takkann án þess að kópera textann! Og áður en ég gat svo mikið sem stunið upp helvítis andskotans drullu pussu lesbíska dverghóru ógeðslega fávita úrkynjaða skrípi þá var sami gaur hjá blogger.com búinn að taka færsluna mína og brenna hana og nota öskuna til að baka köku sem hann svo notaði til að kæfa nokkra litla hvolpa til dauða. Ég er að segja ykkur þessi maður er eitthvað sjúkur. Það eru nokkrir (ok bara tveir, og samanlagt hafa þeir athyglisgáfu á við gullfisk sem keðjureykir hass) sem hafa kvartað yfir því að ég skrifi of langar færslur í þessa blessuðu dagbók (sem ég undrast stundum að nokkur heilvita maður eyði dýrmætum tíma sínum í að lesa). Þannig að ég, verandi jafn þrjóskur og óþroskaður einstaklinur og raun ber vitni í stóru morðmáli, þá ætla ég að hafa þessa færslu eins langa og ég nenni að skrifa. Það er aldrei að vita nema að ég setjist niður í nótt og bæti við þessa einstalega löngu og leiðinlegu færslu. Ég er ekki að reyna að láta þér leiðast með því að skrifa þetta kjaftæði, heldur er þetta einfaldlega svona "brainstorming-session" hjá einstaklingi í afar vondu skapi (svona ef þú ert ekki búinn að taka eftir því!). Ég hef tekið eftir því að vont skap magnast upp hjá mér ef ég þarf að vera í miklum hita. Af þeirri ástæðu verð ég yfirleitt algjörlega óviðræðuhæfur af leiðindum ef að ég byrja að vaska upp þegar ég var í vondu skapi fyrir. Annars er þetta uppvasksdæmi búið að venjast betur en ég hélt. Þannig er nefnilega mál með vöxtum (10% árlega) að móðir mín hví hví setti það fyrir sig að ég væri ekkert að gera þessa dagana og skellti því á mig öllum uppvasksdögum sem fyrirfinnast á dagatalinu. Ef þú ert að hugsa núna "djöfull getur maðurinn röflað, þetta er huuundleiðinlegt" þá segi ég bara á móti, "af hverju í andskotanum ertu að lesa þetta fíbblið þitt!? ég sagði þé að hætta að lesa svona þúsund línum hér fyrir ofan! Eða tuggði ég það ekki nógu vel ofan í þig???". Já svona getur maður verið andstyggilegur. Annars var færslan sem ég skrifaði í gær (þú manst, sem gaurinn tróð uppí rassgatið á sér? nei annars, auvitað manstu það ekki því það er enginn að lesa þetta lengur!) ekkert það merkileg færsla sko. Málið var bara það að ég var búinn að eyða fullt af tíma í að skrifa hana og var því (vægast sagt) ekki sáttur þegar títtnefndur maður tók þessa mikilvægu ákvörðun í sínu lífi. Það eina sem skipti einhverju máli var það sem ég skrifaði fyrir keppnina okkar Kristins en það bjargaðist því ég mundi svona nokkurn vegin hvernig það var. Keppnin er í styttra lagi þessa vikuna en þeim mun skemmtilegri. Hefur annars einhver gaman að þessari keppni nema ég og Kristinn? (og ég efast um að hann hafi gaman að þessu lengur því ég vinn alltaf! hehehe lúser). Að vísu sagði Hlemmi Racer mér um daginn að hann hafi gaman að henni þannig að það er kanski smá ljós í myrkrinu. Annars er ég búinn að vera lesa sexy loser svoldið mikið undanfarið og er, eins og Jóhann, farinn að vera hræddur um að ég sé svolítið sick. Þessi húmor er bara svo sick að það er ekki eðlilegt! En samt finnst mér þetta ógeðslega fyndið, og ég legg áherslu á ógeðslega. Ef þú ert svona sick þá ráðlegg ég þér að kíkja á sexylosers.keenspace.com og lesa nokkar klippur. Já ég var ekki búinn að segja það, þetta eru myndasögu klippur, nema að það er ekki sjens að nokkurt blað muni birta þetta þannig að ég held að þetta haldi sig bara við netið. Vá, þessi færsla er orðinn svolítið löng. En ég gefst ekki upp! Ef einhver segir mér að hann/hún hafi lesið alla þessa færslu þá verð ég fúll! Damn! Þeir sem nenntu að lesa svona langt eru núna komnir með eitthvað quest að staulsast í gegnum þennan texta. Jæja, bara erfiðara fyrir mig, and I like a challenge! Jæja, núna skánaði skapið örlítið því það er sjens að ég komist á X-mas á morgun. Æi fokkit. Ég nenni ekki að skrifa þessa leiðinlegu færslu lengur. Mér tókst svo vel upp að meira að segja ég er búinn að fá leið á henni. Vonandi var enginn sem nennti að lesa svona langt. Ég lofa að gera þetta ekki aftur... ekki næstu vikuna amk...
..:: mag ::..

sunnudagur, desember 15, 2002

Ég veit að ég hef ekki bloggað í smá tíma. Ég er enn að safna í mig kjarki til að segja frá gærkvöldinu (fös). Þeir vita sem vita.
Þessi færsla er tileinkuð Jóhanni Má, sem vill ólmur láta kalla sig Jóa. Honum finnst færslurnar mínar of langar.
..:: mag ::..

föstudagur, desember 13, 2002

Jæja, hefuru einhverja hugmynd um hvað ég er að fara að skrifa???
( SigurRós )
Í kvöld gerðist merkur atburður. Í kvöld fóru fram fjórðu SigurRósar tónleikar sem ég hef sótt. Og þeir voru hreint út sagt frábærir!!! Váááá hvað var gaman. Ég sat í sætinu mínu og hafði varla augun af sviðinu og trúði varla að sundin sem ég hef beðið eftir í alla þessam mánuði og öll þessi ár væri loksins runnin upp. Og þrátt fyrir miklar væntingar fóru þessir tónleikar fram úr þeim öllum.
Upphitunar atriðið var ekkert sérstakt. Mér þótti það afskaplega fyndið þegar Siggi Ármann ruglaðist í byrjun eins lagsins og sagði "ég byrja bara uppá nýtt!" og Kristinn byrjaði að klappa fyrir þessu mistökum og fullt af fólki í salnum tók undir. Lögin sem hann tók með meðlimum SigurRósar og Anima voru allt í lagi, svoldið sérstök músík (ekki það að SigurRós sé eitthvað normal!). Drengurinn tók ein níu lög og þótti mér það full mikið. Svo kom pása.
Eftir pásuna steig SigurRós á svið fæstum til mikillar furðu. Þeir byrjuðu á þremur fyrstu lögunum af ( ) án þess að stoppa á milli. Þau voru öll ótrúlega flott, og þá sérstaklega fyrsta lagið, Vaka, enda er það í miklu uppáhaldi hjá mér. Fjórða lagið var nýtt, og kom það ekki á óvart að það var alveg frábært. Betri en sum lögin á ( ), og hlakka ég mikið til að eiga það á disk. Það heitir Salka samkvæmt öruggum netheimildum. Þá var komið að Ný batterí af Ágætis byrjun. Það var rosalega flott og öflugt, enda rosalega flott og öflugt lag. Orri var svo duglegur á trommurnar að hann rústaði sneriltrommunni sinni og þurfti að skipta á meðan hinir kláruðu lagið (hans partur var búinn). Njósnavélin fylgdi á eftir og tóku þeir það mjög vel enda væntanlega í góðri æfingu eftir 2ja mánaða túr. Röddin á Jónsa hefur þó verið betri og náði hann ekki allra hæstu tónunum sem ekki voru sungnir af fullum krafti, heldur áttu að vera lágir. Það hafði þó mjög lítið að segja í nær öllum lögunum. Það var nokkuð skondið í Njósnavélinni að hann andaði að sér og ætlaði að koma af krafti inn í lagið, en áttaði sig á því að það átti ekkert að vera þarna í laginu, heldur eftir 8 beat eða svo. Þá fór hann bara að hlægja, en auðvitað heyrðist það ekki, fólkið sem var að horfa á hann akkúrat þá tók eftir þessu.
Svefn-G-Englar voru næstir, og var það nokkuð flott hjá þeim. Ég hef heyrt það áður live og var það flottara þá verð ég nú að segja. Sérstaklega þegar Jónsi söng í gítarinn, það var bara eins og hann væri að syngja í míkrófón, röddin breyttist voða lítið. Það var flottara á Skothúsinu '99, þeir tónleikar voru líka æðislegir. Þótt það hafi einhverntíman verið flottara var það auðvitað geðveikt flott og vel tekið hjá þeim enda hafa þeir spilað það á öllum tónleikum í 3 eða 4 ár eða eitthvað. Næst kom lag sem ég þekki ekki en heitir víst Mílanó. Það var helvíti flott og svoldið sérstakt. Hafssól var næst, og var það alveg frábært. Geggjuð útgáfa af lagi sem var á Von, fyrsta disknum þeirra. Allt tryllist í endann og maður vorkennir næstum hljóðfærunum, en sándið er ekkert smá flott. Orri var aftur alveg á flippinu á trommunum og lamdi svo fast á eina skífuna í lokin að hún þeyttist af trommusettinu og hann þurfti að festa hana aftur. Það hefði átt að standa í auglýsingunni fyrir tónleikana: "Orri úr SigurRós þeytir skífum!".
Olsen olsen er svakalega gott lag og tóku þeir það mjög vel eins og öll hin lögin. Þeir spiluðu sama settið og þeir gerðu á öllum hinum tónleikunum í haust, og eru greinilega orðnir helvíti góðir í því, því þetta rann mjög vel í gegn hjá þeim. Þá var komið að lokalaginu, sem er líka lokalagið á nýja disknum. Það heitir Popplagið og er alveg svakalega gott lag. Ég sat eins og í leiðslu allan tíman, og þegar lokaparturinn kom þegar allt ætlar um kolla að keyra, vissi ég ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Það var svo ótrúlega öflugt og svo ótrúlega flott að mig langaði að gráta og hlægja og öskra og þegja allt í einu. Mér hefur barasta aldrei liðið svona, þetta var svo svakalega flott og tilfinningaþrungið að ég hef aldrei vitað annað eins. Enda stóðu áheyrendur upp og klöppuðu örugglega í tíu mínútur fyrir þessum æðislegu snilldartónleikum. Hljómsveitirnar komu tvisvar fram til að hneygja sig og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Og sjálfum langaði mér ekki að hætta að klappa, því það þýddi að ég þyrfti að viðurkenna að þessi æðislega kvöldstund væri liðin.
Ég þakka öllum þeim sem komu með mér (ellefu manns) fyrir frábært kvöld, og SigurRós þakka ég fyrir æðislega tónleika. Nú er bara að fara í það mál hvort maður geti ekki reddað sér miðum á showið á morgun líka! Ég fer ef ég kemst, það er engin spurning.
..:: sigurrós fan #1 ::..

fimmtudagur, desember 12, 2002

"There is no such thing as a weird human being. It's just that some people require more understanding than others."
Tom Robbins.
Ætli þessi maður hafi þekkt mig?
..:: mag ::..
ps. ég bjó til brandara. hann er svona:
"Have you heard of the shrink that dissapeared?"
Kúúúúl.
Ég var að horfa á snilldar bíómynd. Það kemur æ oftar fyrir að ég tek myndir eða fer í bíó á myndir og ég bara veit... ég bara veit, því það sem ég hef heyrt um myndina segir mér það, að ég muni elska þessa mynd. Ég er maður sem neitar að trúa því að það geti verið slæmt að búast við því besta. Af hverju ættum við að búast við því versta? Það gerir okkur bara óhamingjusöm á meðan biðinni stendur. Að velta sér uppúr því slæma sem gæti mögulega gerst? Það er heimskulegt í mínum augum. Frekar að vera bjartsýn og hugsa; ég held að þetta verði frábært. Þá líður okkur vel. Og ef það sem við vonuðum að yrði svona frábært verður það ekki, hvað með það? Það er engin ástæða fyrir því að velta sér uppúr því heldur. Taka hlutunum eins og þeir eru. En umfram allt vona það besta.
En þetta er ekki það sem ég ætlaði að tala um. Ég var að sjá Mullholland Drive í fyrsta skipti. Það eina sem ég var búinn að heyra um hana var að hún væri góð en óskiljanleg. Ég elska myndir sem láta mann hugsa, segja manni ekki allan sannleikann og jafnvel ekki alla söguna. Þessi mynd gerir það og svo miklu meira. Hún er listaverk, eins og allar bestu bíómyndirnar eru.
Ég fór nottla beint á netið (fíkill þú skilur) og skoðaði það sem ég fann í fyrstu atrennu um myndina. Ég las mjög skemmtilegt viðtal við David Lynch, leikstjóra myndarinnar, og þar kom ýmislegt skemmtilegt fram um hann sem og gerð myndarinnar. Hann var spurður um hvað myndin þýddi og komið var með tilgátu um hvað hún ætti að þýða en hann bara hló og sagði að það væri fyrir áhorfandann að komast að niðurstöðu (ef það er hægt) fyrir sjálfan sig. Ég er farinn að bera meiri og meiri virðingu fyrir þeim sem svara spurningum um verk sín á þessa leið. Ég man að í 10. bekk þegar Einar Már Guðmundsson kom til okkar og las uppúr Englum alheimsins. Eftir upplesturinn fengum við að spyrja hann um það sem við vildum, og sama hvað við reyndum gátum við ekki veitt neitt uppúr honum hvað þetta og hitt í bókinni þýddi. Hvað hundurinn og hestarnir stóðu fyrir o.s.frv. En hann vildi ekki segja neitt, sagði bara að það væri okkar að skilgreina ef við vildum, og að okkar útskýringar væru engan veginn verri en hans! Mér þótti þetta frekar skrítið á þeim tíma, en auðvitað var hann að segja okkur að við sem lesedur ættum að læra að túlka hlutina útfrá okkur sjálfum, ekki fylgja einhverri formúlu sem er matreidd ofan í okkur.
Mullholland Drive átti upprunalega að vera sjónvarpsþáttur og myndin er eignilega "pilot" þessarar seríu sem aldrei varð til. David Lynch er nefnilega sjónvarpsleikstjóri líka, gerði meðal annars Twin Peaks þættina. En ABC sjónvarpsstöðin hataði pilotinn algjörlega og neitaði að sýna hann eða framleiða þættina. Þá kom upp sú hugmynd að gera úr þessu bíómynd. David Lynch settist niður og bætti við atriðum og breytti myndinni verulega. Hann sagði í þessu viðtali góða sögu og held ég að svona hlutir einkenni stíl hans sem leikstjóra. Það var nefnilega þannig að umboðsmaður hans með unga spænska söngkonu til að syngja fyrir hann lag eftir Roy Orbison (sem hann hafði mikið dálæti á). Um leið og þau komu í heimsókn hentust þau inn í upptökuver á heimili Davids og hún söng spænska útgáfu af þessu lagi. Það var einmitt þessi upptaka, sem var gerð fimm mínútum eftir að þau hittust í fyrsta skipti, sem endaði í myndinni. Og það er ekkert smá flott í myndinni þegar hún tekur lagið (í leikritinu). Allavega, allir sem hafa áhuga á svona myndum að sjá hana, en þeir sem ekki fíluðu eftirfarandi myndir ættu að halda sig frá henni! : Memento, Vanilla Sky og Pulp Fiction.

Annars eru SigurRósar tónleikarnir á morgun! Jibbí! Það verður gaman. Þú færð að heyra meira af þeim, það get ég sko sagt þér. En klukkan er orðin rúmlega tíu (kortér í fjögur) þannig að ég ætti að fara að sofa. Ég er internetfíkill, ég er alveg búinn að komast að því. Hlakka til þegar ég get keypt mér buxur eða gleraugu eða eitthvað með nettengingu. Það er kúl.
..:: maggholland drive ::..

miðvikudagur, desember 11, 2002

Jæja, mér tókst að koma myndunum inn. Þú getur sótt slideshowið hérna.

Og ég fékk loksins niðurstöðu í vangaveltur mínar með "Revolving door" dæmið. Svona snúningshurð eða hvað sem þetta er heitir víst hverfihurð! Fallega orðið. Þetta sá ég amk þýtt svona í That 70's Show! Já krakkar mínir, það borgar sig að horfa á sjónvarpið.
..:: mag ::..
Ó já, og ekki má gleyma ljóði næturinnar.

Svo langar mig að benda öllum á nýjustu hljómsveitina sem bæst hefur við tónlistarflóruna í þessum ágæta bæ sem þekktur er fyrir þétt rokk. Þeir heita Spik (ekki veit ég hverjum datt nafnið í hug) og eru komnir með lag á rokk.is og heitir það Nauðgun. Það er barasta helvíti gott lag verður nú að segjast og hvet ég alla til að sækja það og hlusta á hvað krakkarnir (þeir eru nú ekki nema 16 ára) eru að spila í kjallaranum heima hjá sér hérna í gömlu góðu Keflavík.
..:: mag ::..
Ég er svolítill áhugamaður um ljósmyndun og því þótti mér gaman þegar Ellert sendi mér fæl með nokkrum helvíti flottum myndum. Þetta voru fréttamyndir ársins og eru þarna nokkrar helvíti skemmtilegar. Allar eru þær góðar (auðvitað!) og því er það vel þess virði að fletta í gegnum þær. Ég ætla að setja þetta hérna inn en það mistókst eitthvað núna, FTP-forritið mitt er eitthvað að stríða mér. Þú kíkir bara aftur hingað fljótlega og færð að fletta í gegnum myndirnar.

Akkuru þurfti Ice Age að verða svona ógeðslega væmin í endann?! Það eyðilagði næstum fyrir mér myndina. Þetta var fínasta mynd, ágætis skemmtun (kemst samt ekki í hálfkvisti við Toy Sory 1&2 eða Monsters Inc.) en svo þurfti þetta að enda á algjöru væluatriði sem passaði alls ekki inn í myndina.
Það er sem kvikmyndagerðarmenn í henni Ameríku (norður þ.e.a.s.) barasta verði að fylgja einhverri formúlu sem segir meðal annars: "Myndin skal enda á væmnu ógeðisatriði og ef aðalpersónan deyr í lokaatriðinu til að toppa þetta allt þá verður myndin eflaust tilnefnd til óskarsverðlauna! Ef ein aðalpersónan deyr næstum því, en lifnar skyndilega upp frá dauðum þá er myndin þín líka algjört meisaraverk!" Ok, ég veit að það dó enginn í Ice Age (aðalpersóna það er), en að hann skuli ekki hafa dáið vondi-turned-2-good gaurinn er bara skandall.
Endirinn á Pay It Forward er eitt besta dæmið um svona þvælu. Ágætis mynd svosem og allt í lagi með það. En svo var allt nokkurnvegin fallið í ljúfa löð og tökum myndarinnar að ljúka þá fær leikstjórinn hugljómun og öskrar uppyfir sig: "Drepum strákinn! Drepum hann bara!!! Muhahahahahahaha!!!" og svo sendir hann son sinn inn á settið og hann dregur upp vasahníf og ristir Haley Joel Osment á hol! Þvílíkt meistarastykki! Fallega... það var nákvæmlega enginn tilgangur með því að drepa aumingja krakkann. Hann átti að vera voða hetja, bjarga stráknum því það var verið að stríða honum, en svo fékk hann bara hníf í magann og allt var búið. Myndavélunum pakkað saman, filmurnar sendar í klippingu og leikstjórinn plantaði leikstjórastólnum sínum fyrir framan bréfalúguna heima hjá sér og beið eftir boðskorti á Óskarsverðlaunahátíðina. Á hættu að hljóma eins og Einar vælukjói, þá fer amerísk kvikmyndagerð stundum í mínar fínustu...

Annars styttist í SigurRósar tónleikana... Ég hlakka svona 8,34 sinnum meira til að fara á þessa tónleika heldur en að fá að borða jólamatinn á aðfangadag. Að vísu hlakka ég alveg til jólanna. Aðfangadagur er alltaf góður dagur. Ég sef til hádegis og svo er maður bara að dunda sér eitthvað yfir daginn, sendast með nokkur jólakort og einhverja pakka. Ég fer alltaf í kirkju með ömmu og afa (því það nennir enginn annar) á þessum eina degi ársins sem ég er virkur í kristninni minni. Það kemur mér alltaf í rétta gírinn, alveg ekta jólaskap, og þegar maður kemur aftur heim í matarlyktina og óskar öllum gleðilegra jóla.... það toppar fátt þetta moment.
Við vorum alltaf langt fram á nótt (amk til svona eitt) að opna jólapakkana einu sinni því öll fjölskyldan safnaðist saman (13 manns eða e-ð), en í ár verður fámennt miðað við vanalega. Við verðum bara sex á aðfangadag, en svo er jólaboð hjá ömmu og afa á jóladag þar sem allir mæta og éta á sig gat. Svo á annan er það ball með Sálinni í Stapa, og held ég, nei, ég er viss um að það verði algjör snilld! Svo fer ég til pabba þriðja í jólum og verð fram á gamlársdag þegar ég kem heim til að horfa á alla vitleysingana sprengja í loft upp milljónir króna, og fara svo á brjálað áramótaball í Stapa! Það lítur allt útfyrir að jólin verði bara svona líka ótrúlega skemmtileg!
..:: jóla(maggi)sveinn ::..

þriðjudagur, desember 10, 2002

Ljóð næturinnar.
..:: mag ::..
The Royal Tenenbaums er skemmtileg mynd. Hún fær þrjár stjörnur fyrir frábæran húmor og persónusköpun.
Oh!! Helvítis! Ég var á IMDB og var að skoða info um myndina. Kíkti á gaurinn sem ég kannaðist við og vissi að hann hafði leikið í Freaks&Geeks... Og vitiði hvað!!? Það er hætt að framleiða þessa æðislegu þætti! Meira að segja löngu hætt. Þeir voru gerðir '99 og það var ekki einu sinni gerð heil sería. Bara 18 þættir og þeir verða örugglega aldrei sýndir aftur. Djöö maður. Þessir þættir voru frábærir. Jæja, þið sem misstuð af þeim fáið líklega ekki tækifæri til að sjá þá. 2 bad 4 u! Þótt IMDB (Internet Movie Database) sé nú algjör snilldar síða þá kemur hún greinilega stundum með slæmar fréttir.
Arne er með skemmtilegar pælingar í dag sem endranær.

Ef þú ert kjélling, stelpa, hnáta, rauðsokka, eða af öðrum óæðri kynstofnum, þá langar þig kanski ekkert að lesa áfram...:
Ég og Biggi fórum að tala um kjéllingar og hvernig þær vita ekkert hvað þær vilja (vegna hluta í myndinni). Og við komumst að niðurstöðu. Kjéllingar vita ekkert hvað þær vilja! Þetta er engin spurning. Og það sem verra er, það er ekki hægt að segja þeim hvað þær vilja eða hvað þá að láta þær viðurkenna að þær vita ekkert hvað þær vilja. Ég viðurkenni vel að karlmenn eru oft á tíðum lokuð bók (eða í sumum tilfellum óskrifuð) enda er það eðli mannsins. Maðurinn er orðinn svo miklu æðri öllu öðru lífi sem þrífst á þessar pínulitlu plánetu að hann er búinn að gleyma dýrslegu eðli sínu.
Ég er ekki að segja að við eigum að hætta að ganga í fötum og sveifla okkur í trjám. Hættu að snúa útúr því sem ég er að segja. Málið er bara að við erum ekki flókin dýr. Eða við eigum að minnsta kosti ekki að vera það. En svo búum við okkur til þetta plebbalíf sem við lifum öll og aðlögumst því bara ágætlega. Þetta flækir okkur og okkar tilfinningalíf óneitanlega mikið. Við teljum okkur vera ótrúlega merkilegar og flóknar lífverur og erum það eflaust, en við erum samt bara dýr. Dýr með hvatir. Ég er ekki bara að tala um kynferðislegar hvatir, hvað þarf ég að segja þér oft að hætta að snúa útúr fyrir mér!? Allvega, ég var að tala um hvatir. Ætli það sem við köllum tilfinningar sé ekki bara komið til af hvötum. Hvötum til að elska, vera hamingjusöm, lifa af og fjölga okkur. Karlmenn eru enn með sitt á hreinu. Þeir vita amk nokkurnvegin hvað þeir vilja. En konur eru búnar að flækja málin svo mikið að þær eru orðnar algjörlega villtar í sínum eigin tilfinninga heimi og vita sjaldnast sjálfar hvað snýr upp eða niður. Því er ómögulegt að lesa þær eða sjá fyrir hvað þær munu gera eða hvernig þær muni bregðast við. Þeir karlmenn sem halda að þeir skilji nokkurnvegin hvernig kjéllingarnar virka og hvernig þær hugsa, þá eru þeir að misskilja allt saman og lifa í sjálfsblekkingu.
Ég veit að þú skildir fátt af því sem ég var að reyna að koma frá mér, enda var þetta hálfgert brainstorm. Niðurstaðan er sú að við erum bara dýr. Viðurkenndu það bara, þegar ég segi orðið dýr þá hugsar þú um það sem eitthvað óæðra þér. Við setjum okkur á háan stall og höldum að heimurinn snúist um okkur þegar staðreyndin er sú að við erum bara heppin að hafa allt þetta í höndunum. Auðvitað eigum við hrós skilið fyrir að komast svona langt í þróuninni, eða hvað? Er það eitthvað okkur að þakka?
Ég kenni flækjunni sem við lifum í, bæði tilfinningalegri og samfélagslegri flækju, of hraðri þróun. Manneskjur eru félagsverur, því verður ekki neitað. En kommon, það sést bersýnilega að við höndlum ekki að búa í svona stóru samfélagi! Og þegar ég segi samfélag þá er ég að tala um allar þjóðir allra landa heims, því heimurinn er orðinn svo lítill með tilkomu allrar þessarar tækni.
Og er ég með töfralausn á öllum þessum vandamálum? Auðvitað ekki, því þá væri ég ekki einhver nóneim gaur á Íslandi að blogga fyrir nokkra vini sína. En ætli við getum samt ekki hætt að flækja hlutina svona og reynt eftir bestu getu að fylgja samvisku okkar. Ég efast samt um að það virki því samviska okkar er akvæmi nútíma lífsstíls og verður ekki breytt úr þessu.
..:: red ::..

mánudagur, desember 09, 2002

Magchen is ready for action! Can you handle a fraction of Machen's action?

Ég sá þátt sem var bara fyndinn áðan. Það er svo mikið af snilldar þáttum á Paramount Comedy að það hálfa væri helmingi meira en hellingur. Áðan sá ég þátt sem heitir því góða nafni The Sketch Show og vakti hann gríðar lukku fyrir líkamsstarfsemina mína því hláturtaugarnar í mér nötruðu sem aldrei fyrr, ég var við það að míga í mig af hlátri, og sumt var svo fyndi að ég ældi um alla stofu. Nei, nú má ekki ýkja svona mikið, en þátturinn var helvíti fyndinn engu að síður. Dæmi: Sölumaður bankar og kona kemur til dyra:
Sölumaður: I'm a fruitcake salesman!
Kona: What do you sell??
Sölumaður: Shoes! Aaargh!!! Bleah! Swoop! Weeee!
(kanski var þetta svona "you had 2 b there" dæmi, en sölumaðurinn öskraði þetta með miklum tilþrifum því hann var jú "fruitcake" sölumaður. Múhahahahaha!)
Ég rakst á annan þátt um daginn (að vísu var það um nótt, akkuru er ekki hægt að segja "um nóttina" eins og "um daginn"??) sem var eiginlega ennþá fyndnari. Hann hét The Bill Plympton Shorts og var svona stuttur þáttur þar sem eitthvað eitt eða tvennt er tekið fyrir í einu. Þetta er teiknað. Í þættinum sem ég sá voru bæði 25 ástæður hvernig á að hætta að reykja og líka 25 aðferðir við að njóta kynlífs. Þetta var ógeðslega fyndið, allt ýkt alveg svakalega, og róleg rödd í bakgrunninum að lýsa því sem var að gerast á ýkt fyndinn hátt án þess að æsa sig yfir því. Ég hélt ég myndi vekja alla á heimilinu, því helst langaði mig að hlægja eins hátt og ég gat en mér tókst að halda aftur af mér. Ég held annars að mér verði hent útá götu bráðum. Þegar ég og Þolli horfðum á Kung Pow þá hlógum við svo hátt að við héldum vöku fyrir öllum á heimilinu!

"This is a journey into sound. A journey witch will bring you new colors, new dimentions, new values."
Kanski er þetta einhver klisja sem svona staðir setja fram en mér fannst þetta amk kúl. Þetta var skrifað stórum stöfum á vegg á Flauel, nálægt dansgólfinu það sem fólk dillaði sér við harða house og techno tónlist sem hugarástandsmaðurinn DJ Frímann þeytti úr massívum hátölurum staðarins. Það er ekkert leiðinlegt hljóðkerfi þarna, og þótt það skipti minna máli þá er ljósashowið ekki af verri endanum heldur. Ég held að það sé engin spurning að þennan stað mun ég heimsækja aftur. Újeee...

Ég vildi að ég ætti litla kristalskúlu sem segði mér hvað í andsk**** ég mun gera í framtíðinni. Eða... nei annars, er það bara ekki það skemmtilegasta við lífið, að það skuli koma á óvart. Þessar pælingar eru farnar að minna mig á Ástæður alls. Ég skrifaði framhald af því, ekki alveg sömu pælingar, reyndar allt aðrar pælingar, en jafn heimspekilegar samt held ég. Ég var ekki alveg jafn ánægður með útkomuna úr því eins og ástæðunum, þannig að ég leyfði engum að lesa það. Kanski ætti ég að leyfa fólki að kíkja á það svona uppá grín. Jájá, hér með lýsi (lýsi?) ég eftir fólki sem vill lesa grein 2 og segja mér hvort það sé eitthvað vit í því og hvort ég eigi að birta það hérna líka. Skilyrði er að fólk hafi lesið ástæðurnar.
..:: mag pow ::..

sunnudagur, desember 08, 2002

"Ég gæti fyllt þessa kókflösku með typpinu á mér!!"
Já það var bara helvíti gaman í gærkvöldi. Jómbi hringdi í mig rúmlega átta og minnti mig á tónleikana með Jönu og pabba hennar. Ég var nottla búinn að steingleyma þeim, en hann kom og sótti mig og við kíktum á tónleikana. Það var bara mjög skemmtilegt, þau sungu saman og hann spilaði á gítar, næstum allt lög sem hann hefur samið sjálfur. Eftir tónleikana skutlaði Jómbi mér bara heim því hann var að fara í eitthvað Samfylkingarpartý og mér, mesta antipólitíkusi í heimi, var auðvitað ekkert boðið. (að vísu var Linda búin að bjóða mér en ég hefði samt ekki verið velkominn held ég...)
Ég fór bara að nördast eitthvað á netinu þangað til Þolli hringdi í mig kl. 12. Þá fórum við á rúntinn og tókum Hlyn með. Okkur þótti þetta nú frekar slappt laugardagskvöld þannig að við ákváðum að reyna að redda okkur í bæinn. Það endaði með því að Kristinn skáti og Árni Dojojong skutluðu mér og Þolla í bæinn á meðan við helltum í okkur á brautinni. Klukkan var orðin rúmlega þrjú þegar við lögðum af stað úr Kebblæk. Stefnan var tekin á Flauel eftir einn Laugarvegsrúnt. Þar héldum við Þolli okkur til sex og dönsuðum eins og mondgó við taktfasta tekknó tónlist eins og okkur er lagið. Það var helvíti gaman og passlega fátt á staðnum þannig að maður hafði hellings pláss til að hreyfa skankana.
Auðvitað fer enginn heilvita maður á djamm í bænum án þess að enda á Esso í Hafnarfirði og létum við ekki okkar eftir liggja á Esso nema Þolli sem fugladritaði um allt gólf mér og Kristni til ómældrar ánægju og yndisauka. Sjoppan var full og allir rónarnir gláptu á okkur eins og við værum skrítnir. Ég var kominn heim um það leyti sem ég skrifaði síðustu færslu hérna, semsagt að ganga átta. Þetta sannar að það er aldrei of seint í rassinn gripið þegar djamm er annars vegar.
4 dagar í SigurRósar tónleika.
16 dagar til jóla.

..:: christmag ::..
(ps: söguna um tiltiinn fáði ekki að heyra. hehehehe...)
Vá, ég hef aldrei bloggað svona seint/snemma!!! Klukkan er að verða hálf átta á sunnudags morgni. Gaman að þessu. Ég nenni ekki að segja ykkur frá viðburðum næturinnar núna! Of þreyttur til þess. Þið fáið að vita allt á morgun! (sérstaklega þið sem eruð í prófum og getið ekkert djammað!) Semsagt, bloggað frá kvöldinu í kvöld og nýtt flash á morgun! Og jafnvel spurning dagsins ef ég verð duglegur! Cya!
..:: mag techno ::..

laugardagur, desember 07, 2002

Ég er að spá í að koma með spurningu dagsins dæmi. Og kanski henda einhverju út af öllu þessu rugli. Ég er með of mikið hérna inni. Langar samt að hafa spurningu dagsins. Hey, ég fer bara og bý til skoðanakönnun á því! Bíddu...
Og það er komið! Kjóstu, þú mátt kjósa aftur ef þú vilt fleiri en einn valkost.
..:: mag ::..



Ég ákvað að taka út síðustu færslu. Ég vill ekki að fólk haldi að ég sé í sjálfsmorðshugleiðingum! Kræst, ég settist bara niður og fór að skrifa hluti og þetta kom út. Ekki þótti mér þetta dapurt nema kanski fyrsta fullyrðingin. En allavega. Ég skal passa mig að skrifa ekki það sem ég hugsa. En ég sem hélt að það væri það sem blogg snerist um! Vitlaus Maggi! Hvað varstu að spá! Að skrifa eitthvað sem þú varst að hugsa. Isss... svona fólk sko.
..:: mag ::..
!!!
..:: magchen ::..

föstudagur, desember 06, 2002

Hvaða fíbbl var að skrifa í Víkurfréttir? Allavega, sá bráðgáfaði maður var að reyna að tjá sig eitthvað um blogg. Svosem ekkert að því, fyrr en hann fór að tala um uppruna orðsins blogg. Ég veit að það voru fáir sem tóku mikið mark á kenningu minni um upphaf bloggsins, en þess gaur (að ég best veit) var að reyna að fá fólk til að trúa þessu kjaftæði! Hann sagði að orðið 'blog' væri komið af einhverjum latneskum orðum og sögnum og eitthvað rugl! Djöfull er sá hinn sami steiktur. Hann sagðist hafa fengið þessar upplýsingar af vefnum annall.is og tók ég mig til og heimsótti þá síðu. Greinina er þar að vísu að finna en finnst undirrituðum sú grein ekki mjög trúverðug. Þar stendur nefnilega skýrt og greinilega að einhverjir gaurar hafi tekið sig til og búið til orð á grísku og latnesku um blogg. Sannleikurinn er mun einfaldari. Orðið 'Web-log' var notað yfir dagbækur fyrstu bloggarana og skýrir orðið sig sjálft. Web=vefurinn, log=dagbók. Þetta var svo stytt úr 'weblog', í einfaldlega 'blog'.
Þetta sýnir að ekki er auðvelt að taka upplýsingar á netinu sem trúverðuglegar. Eða kanski sýnir þetta bar best vanhæfni fréttamanna Víkurfétta. Skömm að því að það skuli hafa verið mynd af mér í sama tölublaði og sem betur fer var bloggið mitt ekki sett undir þessa þvælu (enda kanski lítil hætta á því). Það er samt svoldið fyndið að í tilefni þessarar fréttar hafa amk tvær stúlkur dregið sig útúr bloggheimum, þær Íris og Gunnhildur. Þær hafa greinilega ekki viljað að almenningur sé að skoða bloggið þeirra! Halló stelpur! Þið voruð nú að birta líf ykkar á netinu! Það er ekki eins og þetta hafi verið mikið leyndarmál! Isss... svona fólk.

Ég sá eðalbíómynd áðan. Það var hin mexíkóska (ég get ekki sætt mig við þetta, mexíkanska hljómar betur) Amores Perros. Fær hún fjórar stjörnur af fjórum mögulegum (fólk sem gefur í fimm-stjörnu-kerfinu er bara skrítið!). Fjallar hún um, jah ýmislegt. En aðallega um hvað lífið getur verið skrítið og erfitt. Kaldhæðnin er mikil oft á tíðum eins og lífið sjálft er. Þremur mismunandi sögum er fléttað ótrúlega vel saman og alltaf koma fram fleiri tengingar. Allt annað í myndinni er ótrúlega vel unnið og hún er frábærlega leikin. Ég og Biggi fórum að tala um eftir myndina að svona myndir væru virkilega bíómyndir, ekki þetta venjulega sorp sem maður lætur mata sig með. Það er í raun skömm að því. Allir að sjá Amores Perros! Nei annars, ekki allir því sumir kunna bara ekki að meta svona myndir. Þeir sem fíluðu Pulp Fiction og Boondock Saints (must see) eiga að sjá þessa mynd!

Könnunin er komin upp um hvort ég eða Kristinn séum betri afhnakkarar! Farðu og lestu báðar sögurnar og kjóstu svo! Þetta er hér að neðan í bláu letri.
Finnst ykkur nýji teljarinn minn ekki kúl?! (Takk Nonni og Elísabet fyrir að sýna mér þetta!)
..:: magchen ::..

fimmtudagur, desember 05, 2002

Ég er í þessum skrifuðu orðum að horfa á auglýsingaplakat sem auglýsir tónleika SigurRósar núna í desember. Nei, ég er ekki á Laugarveginum með ferðatölvu að blogga eins og þú hefðir getað haldið væriru módel (hint hint). Ég er inní herbergi hjá mér, því á föstudagskvöldið gerðist ég svo djarfur að ráðast á saklausan rafmagnskassa niðri í miðbæ Reykjavíkur og hirða af honum það eina verðmæta sem hann hafði að bjóða. Þetta forláta plakat. Það prýðir nú vegg í herberginu mínu og mun gera um ókomna tíð. Ekki minnkar það tilhlökkun mína enda er það ekki tilgangurinn og er varla hægt.

"Revolving door" er eitthvað sem við könnumst öll við. Það er hurðin sem þú gengur oftast inn um þegar þú ferð inn í stórt verslunarhúsnæði eða aðrar byggingar sem hafa tileinkað sér þessa sniðugu/pirrandi (eftir því sem við á) uppfinningu. En hvað heitir þetta fyrirbæri á íslensku? Snúningshurð? Neeeii, það hljómar bara asnalega. Við í aðlinum mínum veltum þessari spurningu fyrir okkur og komum með nokkrar tillögur, en enga sem við vorum sátt við. Það virðist vera sem enginn viti hvað þetta fyrirbæri heitir á okkar ylhýra móðurmáli. Ef þú hefur einhverja hugmynd endilega láttu mig vita.

Ég hef undanfarin misseri sérhæft mig í afhnökkun manna. Afhnökkun snýst um að taka eitt stykki hnakka og snúa honum til betri vegar og heilbrigðari lífsstíls. Orðabók menningarsjóðs skilgreinir hnakka sem svo: "Maður á aldrinum 17-25 ára með aflitað hár og ekur helst um á kraftmiklum sportbíl þar sem hann blastar FM957 músík og daðrar við smástelpur."
Þótti mér nóg komið um daginn þegar ég sá að FM957 hyski var farið að yfirtaka minn heimabæ. Ég tók mig til og opnaði aðstöðu á Hafnargöfunni og kaus að kalla hana "Afhnökkun Magga". Þar getur fólk sem er komið í vandræði með hnakkann sinn mætt á svæðið, og með minni leiðsögn afhnakkað sína nánustu vini og ættingja.
Aðferðafræðin bakvið afhnökkunina er nokkuð flókin. Fyrst er hnakkanum komið fyrir í stól þar sem hann er reyrður niður. Þetta reynist yfirleitt auðvelt þar sem flestir koma með hnakka sína ofurölvi eða handrotaða, því flestir hnakkar sjá ekki villu síns vegar og vilja alls ekki láta afhnakka sig. Þetta breytist þó að sjálfsögðu og þakka mér allir "recovering hnakkar" fyrir að afhnökkun lokinni. En áfram með lýsinguna. Eftir að hnakkinn rankar við sér er útskýrt fyrir honum hvar hann sé og hvað muni eiga sér stað næstu klukkutímana. Hinn týpíski hnakki bregst þá við með öllum illum látum og hótar öllum viðstöddum lífláti, því hann þekki tuttugu sterabolta sem bíði bara froðufellandi eftir símtali til að fá að berja einhvern eða handrukka.
Þá komum við með inn í herbergið (eða dýflissuna eins og ég kýs að kalla það) tvær litlar átta ára stelpur sem fá að berja hakkann eins og þeim lystir á meðan ég og aðstandendur viðkomandi horfa á og hlægja sem mest þeir mega. Snýst þetta um að brjóta niður hnakkann til að byggja hann upp aftur í annarri mynd. Stelpurnar eru í engri hættu því hnakkinn er vel reyrður og köllum við jafnvel til skáta í verstu tilfellin. Þegar smástelpurnar hafa lokið við að lemja skátann er kveikt á skjávarpa sem lýsir upp þann vegg dýflissunnar sem er á móti hnakkanum. Á þessu stigi yfirgefa ég og aðstandendur herbergið því engum heilbrigðum manni er ráðlagt að sjá það sem hnakkinn er að verða vitni að.
Við spilum myndband í nokkrum hlutum. Fyrst er Brittney Spears sett á fóninn, hækkuð í botn, og á meðan lög hennar spilast eru sýnd ofbeldisatriði ýmiskonar og mikil og ógeðsleg myndskeið sýnd. Ekki geri ég lesendum það að fara í nánari útlistingu á því, því tónlist hennar er þvílíkur viðbjóður að það er ekki lesendum bjóðandi. Því næst tekur við Euro-popp af verstu gerð og enn er aukið við ofbeldið á skjánum. Við þetta brotnar einstaklingurinn niður og fær viðbjóð og ógeð á allri þeirri tónlist sem FM957 hefur á sínum playlistum. Þá er gert stutt hlé og einstaklingnum leift að gráta. Ég fer inn í herbergið og spreyja hár hans svart og festi gaddabelti um hálsinn á honum. Tekur þá við eðal-rokkmúsík af bestu gerð, gömul og ný. Leyft er að fljóta með hinum ýmsu tegundum tónlistar svosem hip-hop tónlist, jazz, ambient og fleira, því það sem einkennir hnakkann er grunnhyggja hans og einfaldleiki. Á meðan þessar tónlistarstefnur hafa fengið að njóta sín eru spiluð myndbönd hinna ýmsu sveita, og fallegar og einfaldar senur fyrir einfaldan huga hins iðrandi hnakka.
Hinn nýji einstaklingur er síðan leystur úr fjötrum af fjölskyldumeðlimum sínum og fellur undantekningalaust í faðm þeirra og þakkar þeim fyrir að opna augu hans. Fyrir þá sem telja sig þurfa er starfræktur klúbburinn Hnakkaholics Anonymus og hittast þeir hálfsmánaðarlega og ræða það sem liggur þeim á hnakka. Nú hef ég afhnakkað u.þ.b. 30 hnakka og fleiri eru á biðlista. Ef hnakki leynist á heimili þínu, ekki hika. Hringdu í 877-HNAK, og ég svara skilaboðum um leið og tími losnar.


Jæja, vonandi er enginn fúll. Hnakkar eru líka fólk. Eða svona næstum. Þessi texti var einungis innlegg mitt í nýjustu keppni "Kristinn vs. Maggi; Blogg Battle". Nú er málið að kíkja á bloggsíðu Kristins, lesa hans innlegg og kjósa svo hvor er betri afhnakkari!
..:: rauður ::..



miðvikudagur, desember 04, 2002

Ég held að Bond sé að reyna að slá úr xXx! Þessi mynd er stórlega ýkt af Bond mynd að vera meira að segja! Tvær stjörnur fyrir tæknibrellur. Og Halle Berry auðvitað.

Hehehe, afskaplega skemmtileg verðskrá hjá gleðikonu á þessari síðu. Það er greinilega mikil gleði á þeim bænum! Skemmtileg nöfn yfir mismunandi pakkatilboð. Jólatilboð og læti! Ótrúlegt.

Ég sá Trans World Sport í vinnunni í dag og þar var fjallað um "Parcour". Það er íþrótt sem einhver snillingur í Frakklandi fann upp og snýst hún um að komast yfir allar þær hindranir sem eru í veginum. Allt telst sem hindranir og er þetta leikið í úthverfum Parísar. Klifrað er yfir allt hvort sem það eru tré, hús, ruslatunnur eða hvað sem er. Stokkið útum allt og lent mörgum metrum neðar eins og ekkert sé sjálfsagðara! Þetta minnti mig allt of mikið á tarsan-leikinn sem maður var alltaf í í leikfimi í gamla daga! Sveifla sér í köðlum og hoppa yfir áhöld á fullu til að losna undan þeim sem "var hann".
Kvikmyndin Yamakazi eftir Luc Besson fjallar einmitt um gaura sem stunda þessa nýju íþrótt. Auðvitað skellti ég mér útá leigu áðan og tók hana. Mndin er sosem ágæt en þó hefði mátt sýna aðeins meira af gaurunum í aksjón heldur en var gert. Ógeðslega langar mig að geta gert svona! Eða að fljúga, það væri líka gaman. Mig hefur nokkrum sinnum dreymt um að geta flogið og það var það skemmtilegasta sem ég hef gert! Vá hvað það voru góðir draumar. Kanski er bara málið að henda sér í gólfið og gleyma því að maður sé að detta!

Ég hitti stundum fólk sem hefur verið að lesa síðuna mína og ég hafði ekki einu sinni hugmynd um að það vissi af síðunni! Þannig að ég hvet fólk til að skrifa í gestabókina mína ef það er að koma hérna í fysta skipti eða það hefur ekki enn séð sér fært að gera það!

Ég veit að ég var ekkert búinn að tala um hvað ég fékk útúr áhugasviðsprófinu mínu, og það er ástæða fyrir því. Það voru ósköp ómerkilegar niðurstöður. Helst ætti ég að vera "Broadcaster", semsagt vinna í útvarpi eða sjónvarpi. Mjög mikinn áhuga hef ég á að verða rithöfundur eða ljósmyndari samkvæmt prófinu og stemmir það bara mjög vel. Önnur störf á lista voru t.d. flugfreyja! Eða flugþjónn til að hafa þetta rétt. Líklegt finnst ykkur ekki!? Ef ég nenni að lesa þessa þykku skýrslu almennilega einhverntíman þá verðið þið þau fyrstu til að fá að vita ef það kemur eitthvað merkilegt útúr því. Annars er broadcaster ekkert svo fjarri lagi, því ég er eiginlega búinn að ákveða að kíkja í fjölmiðlafræði og kanksi heimspeki bara líka eftir áramót! Er ekki bara bæði betra?? Shout out hér að neðan!
..:: red 007 ::..

þriðjudagur, desember 03, 2002

Þá er Maggarinn farinn að blogga úr sínu eigin herbergi! Vá hvað það er ógislega langt síðan ég var með tölvuna inni í mínu herbergi. Það er gestur á heimilinu í viku, og fer hann fyrr að sofa en ég þannig að næturbrölt mitt væri ekki vel liðið. Því flutti ég tölvuna úr tölvuherberginu og inn í mitt herbergi! Vúppí!
Allavega, þarf að fara. Skrifa meir í nótt!

mánudagur, desember 02, 2002

Kebblæk!!!
Jæja, djöö.. er maður alltaf duglegur! Ég er nú svoddan internetfíkill að ég hef leikið mér ansi mikið í bloggheimum undanfarið. Hef ég rekist á ýmis skemmtileg blogg og það sem meira er, ég hef séð fulllt af keflvískum bloggurum. Ég ákvað því í athafnasemi minni að taka saman smá safn linka á keflvíska bloggara! Vona ég að þið hafið gaman af. Ég þekki ekki einu sinni allt þetta fólk, suma hef ég varla heyrt um, en ég er nokkuð viss um að allt þetta fólk sé úr Keflavík þótt ekki sé það nú allt búsett þar sem stendur. Endilega komið með ábendingar um fleiri Keflvíkinga sem blogga í comment kerfinu hér að neðan. Fyrst koma bloggarar sem standa mér næst, og fyrir neðan þá er fullt af allskonar skemmtilegu fólki. Vonum það amk!

--- listinn hefur verið færður í rauða kassann hér neðst til
vinstri og verður uppfærður eins og nenna leyfir ---
..:: red ::..
"Finnst þér þessi tónlist svona skemmtileg?" spurði móðirin á meðan hún frussaði rúðupissi yfir framrúðuna á bílnum því saltmagnið á Reykjanesbrautinni nægir til að gera grunnvatn Íslendinga saltara en Dauðahafið...
"Já." sagði sonurin.
Móðir: "Æ, mér finnst ekkert varið í þetta."
Sonur: (".)
Já merkilegt nokk. Seinna komst sonurinn að ástæðu bakvið þessar ærumeiðingar, ónenfdri móður þótti tónlistin þunglyndisleg, og þrátt fyrir leiðréttingu sonarins að tónlistin væri "tilfinningarík" en ekki þunglyndisleg þá bað hún um að slökkt yrði á þessari tónlist.

Nú sit ég hér í einni af byggingum H-skóla Íslands, nánar tiltekið Tæknigarði. "Hvað er Maggi að gera í H-skólanum!!!" hafa eflaust allir öskrað uppyfir sig sem blogg þetta lesa. Þannig er nú mál með vöxtum (20% árlega) að ég er að bíða eftir fundi þar sem farið verður yfir niðurstöðu úr áhugasviðsprófi sem ég tók alls fyrir löngu og borgaði fúlgur fjár fyrir. Í prófi þessu voru 330 krossaspurningar og spurt var um ýmislegt, aðallega þó hvaða störf maður gæti hugsað sér að sinna. Síðan er þetta sent til útlanda þar sem tölva sem er gáfaðari en íslenskar tölvur vinnur úr þessu og segir manni svo hvaða stöf maður getur hugsað sér að sinna. Svoldið stjúpid ég veit, en ef maður veit ekki hvað maður vill, þá er allt eins gott að skrifa það niður á blað og láta einhvern annan lesa það upp fyrir sig svo maður fatti það nú alveg.

Myndin af mér hér til hliðar er síðan núna um helgina. Ég tók uppá því að ætla að fjölga mér með frumuskiptingu líkt og ég gerði þegar ég var einungis lítil ok-fruma, og átti skiptingin að eiga sér stað á enninu á mér. Þetta mistókst eins og gefur að skilja, en afrakstur tilraunarinnar var hnúður á enninu á mér á stærð við Ekvador. Þetta þótti mér eigi skemmtilegt og ætla að hætta eins og skot öllum slíkum tilraunum. Frekar reyni ég að klóna sjálfan mig eða eitthvað.

Um helgina fór ég í ammæli. Taktu sérstaklega eftir því að ammæli er þarna í eintölu. Átti þetta að vera fleirtala, en sökum... jah, sökum misskilnigs og gunguháttar þá varð lítið sem ekkert úr för minni í annað ammælið. Biðst ég hér með formlega afsökunar ef ég hef sært litlar sálir með framferði mínu. En í hitt ammælið komst ég þó og var það ágætt. Það var amk ágætt þar til misskilnings fór að gæta þar líka á milli vina ammælisbarnsins og skyndilega hélt ég að ég væri á ítalska þinginu því allt ætlaði að brjótast út slagsmálum! Þeim var þó aflýst með samstilltu átaki annara partýgesta, en eftir uppákomu sem slíka er oft lítill áhugi á áframhaldandi partýstandi. Því fór vaskur hópur saman niður í bæ til að leita sér að einhverri skemmtan en greip í tómt. Bærinn var tómur. Því komu menn sér fljótlega heim og var helgin því frekar endasleppt að þessu leytinu til.
..:: red unicorn ::..

laugardagur, nóvember 30, 2002

Jæja, þá er maður kominn heim. Það var bara helvíti gaman í gær. Ég og Þolli fórum í bæinn og enduðum auðvitað á KFC þar sem gerðust undur og stórmerki! Ég fékk mér Tower Zinger Barbeque borgara, þann stærsta sem ég hef nokkurn tíman fengið, og ég náði ekki að klára hann! Skildi eftir einn bita. Það lýsir stærð borgarans kanski best að bara kjötið var svo stórt að ég koma því ekki upp í mig! Hann var svaðalegur!
En svo kíktum við á Einar Frey og sötruðum þar bjór. Fórum svo í partý til Unnar Olsen og Erlu Knudsen. Það var helvíti fínt, slatti af fólki sem ég þekki og svona. Fórum svo niður í bæ þar sem við flökkuðum milli Sólon og Nellýs (þess má geta að ég valdi ekki þessa staði enda eru þeir af hinu illa) og skemmtum okkur barasta ágætlega. Röltum svo aftur í íbúðina þar sem bróðurparturinn af partýinu sofnaði og svaf til hádegis. Þá voru pantaðar pítsur af dómínós sem af einhverjum ástæðum voru súrar en liðið hrúgaði í sig pítsunum samt. Svo fórum ég og Þolli í Smáralind þar sem var fullt af fólki (í fyrsta sinn svo ég viti til) og auðvitað kíktum við á KFC. Þar gerðust aftur undur og stórmerki því að í skömm minni að hafa ekki klárað borgarann í gær þá fékk ég mér ekki TZB-borgara!!! Prófaði Twister í staðinn og hann var fínn. Í kvöld er svo málið að kíkja í tvö ammæli og verður það vonandi svaka fjör.
..:: out ::..

föstudagur, nóvember 29, 2002

Ég frétti af bjórkvöldi hjá FS áðan og auðvitað þýddi ekkert annað en að skella sér. Alltaf gaman að sjá gömul og kunnugleg andlit á djamminu, þótt ekki hafi verið mikið af fólki. Gangstas without a face héldu uppi ágætis stuði, smá svona forskot á helgina. Og það eru fréttir af helginni komandi! Mér var boðið í partý í bænum á morgun þar sem verður fullt af skemmtilegu (kven)fólki sem ég þekki þannig að það ætti að verða andskoti gaman. Þar með er kominn grunnur að fyrstu djamm-helgi minni í alllt of langan tíma! Á laugardag verður svo sitthvað gert sér til dundurs og kemur það allt í ljós með tíð og tíma hvað það verður. En klukkan er næstum hálf þrjú og tími til kominn að fara að sofa ef maður ætlar að vakna og sjá nýjasta aðalinn dimmitera á sal! Það er alltaf gaman, sérstaklega þegar maður var að gera þetta sjálfur! Döfull var það ógeðslega misheppnað og æðislegt þegar ég útskrifaðist! Það kvöld og dagur mun lengi lifa í minningunni.
..:: likes 2 party ::..

fimmtudagur, nóvember 28, 2002

Ný keppni er hafin milli mín og Kristins. Ef þú lest lengra verður ekki aftur snúið. Þá ertu strax orðinn virkur þáttakandi í illkvittnum vélabrögðum okkar og losnar seint undann þeirri ábyrgð sem á þeim hvíla sem hætta sér lengra...

Blogg nefnist nýtt æði sem hefur tröllriðið landsmönnum undanfarin misseri. Er það á fárra vitorði hvaðan þetta merka fyrirbæri kemur, en á rölti mínu gegnum fornbókabúð eina í höfuðborg þessa skrítna lands varð ég margs vísari um fyrirbærið. Ég var að svipast um eftir gömlum kortum af Íslandi þegar lítil rykug bók féll fyrir fætur mér af einu borðanna í búðinni. Ég tók hana upp og opnaði varlega því hún virtist viðkvæm, en í henni stóð ekkert. Þó var eins og hún hefði verið lesin oft því hún var þvæld, en samt óskemmd. Þegar ég gáði betur á forsíðuna gat ég séð greypt í leðukápuna í einu horninu, " BLOGG ".
Ég kallaði á skrögginn sem átti búðina og spurði hvað gripurinn kostaði. Hann sagðist ekkert kannast við hana og sagði að ég mætti eiga hana ef ég vildi. Ég var orðinn mjög forvitinn, en gat ekki hugsað mér að hirða af gamla kallinum bókina, hann hafði eflaust bara gleymt að hann ætti hana til. Flest í búðinni leit út fyrir að hafa ekki verið hreyft í mörg ár. Því borgaði ég honum þúsund krónur og dreif mig út í þokuna.
Þegar heim var komið opnaði ég bókina aftur og var bókin þá alls ekki tóm. Þvert á móti var hún stútfull af texta, mjög gömlu letri og var hún öll handskrifuð. Sum orðin voru vart læsileg en þó gat ég skilið innihaldið nokkurn vegin. Þar var sagt frá listformi nokkru, svokölluðu bloggi. Fyrir um níu hundruðum ára var bóndi nokkur á austfjörðum í talsverðum vandræðum með lífið. Heimilisfólkið hegðaði sér undarlega, uppskeran var rýr, kýrnar mjólkuðu lítið og sjálfur var hann allur hinn undarlegasti, hálf veikur alla daga. Allt þetta hrjáði mjög huga hans, og fann hann ekkert sem létt gæti þessum álögum. Lítið dugði að tala við fjölskylduna því allir virtust uppteknir eða annars hugar og sömuleiðis starfsfólkið. Hóf hann því að rista rúnir á trjábút nokkurn sem hann fann og var tilvalinn til skrifta.
Hann hripaði fyrst nokkur tákn, sagði frá vandamálum sínum og hvað angraði hann, en fyrr en varði var hann farinn að sökkva sér ofan í djúpar pælingar um lífið og tilveruna. Hann lét ekki nægja trjábútinn heldur fann sér skinn stórt og mikið og tók að hripa niður hugsanir sínar. Þetta gerði hann daglega og leið betur og betur eftir hvert skipti. Heimilisfólkið komst í skriftirnar, og þeir sem kunnu að lesa rúnir lásu upp fyrir hina og höfðu allir gaman af. Fréttist þetta út um sveitir og tíðkaðist lengi vel hér á landi meðal bænda sem kunnu að rita rúnir.
Meira skildi ég ekki af því sem stóð í bókinni. Höfundur hennar var maður að nafni Jónas. Maðurinn sem ritaði fyrstu hugsanirnar á trjábútinn hét Björn Logmundur Oddverji Guðmundar gráa. Var því þessi siður nefndur blogg eftir upphafsmanni þess. Nú hefur þessi gamli og góði siður ratað aftur á borð landsmanna og geta þeir nú dreift boðskap sínum enn víðar með tilkomu internetsins. Megi sem flestir iðka þennan aldagamla sið í minningu forfeðra okkar.


Þessi saga var hluti af "Kristinn vs. Maggi, Blogg Battle!", og nú er það hlutskipti þitt að velja hvor stóð sig betur. Keppnin snerist einfaldlega um það hvor gæti komið með betri sögu um uppruna bloggsins. Nú skalt þú fara á heimasíðu Kristins, lesa söguna hans og kjósa svo hvor stóð sig betur!
..:: skáldar ::..


miðvikudagur, nóvember 27, 2002

"Mundu, það er enginn í heiminum sem er eins og þú. Þú ert einstakur, alveg eins og allir aðrir."
-MSJ
..:: ::..
Þetta er helvíti flott!
Ég hitti pabba í kvöld. Hann var að halda fyrirlestur í Heiðarskóla og við kíktum aðeins á hann eftir það. Hann leyfði okkur systkinunum að heyra svolítið sem var ansi flott. Hann var með vasadiskó með spólu sem á var tæplega fimm mínútna löng kynning á fyrirbæri sem nefnist Virtual Audio. Þetta er nýjasta tækni í upptöku á hljóðum og ekki þykir mér ólíklegt að innan fárra ára verði þetta mikið notað í upptöku á tónlist, hljóði í bíómyndum og fleiru.
Þú verður eiginlega að heyra þetta til að skilja hvað er svona sérstakt við þetta. Í kynningunni, sem ég ætla að leyfa þér að ná í hér á síðunni, færðu að heyra allskonar hljóð allt frá flugeldum til blaðaskrjáfurs og það er ótrúlegt hvað þetta er raunverulegt. Þetta er þrívíddarhljómur. Þú skynjar alveg hvaðan hljóðið kemur (eða þér heyrist það amk!) og þér finnst þetta vera að gerast allt í kringum þig en ekki bara í eyrunum á þér eins og með flestar upptökur.
Þegar ég heyrði þetta fyrst núna áðan þá skríkti ég bara eins og krakki því þetta var svo skrítið! Eftirá þótti mér ótrúlegt að öll þessi hljóð skuli bara hafa komið úr venjulegum stereo heyrnartólum og vasadiskói! Þetta er ekki surround eða neitt, bara miklu, miklu flottara! Það sem þú átt að gera er að ná í MP3 skrána hér að neðan, setja á þig heyrnartól, tengja þau við tölvuna og spila þetta passlega hátt. Passaðu að snúa heyrnartólunum rétt, semsagt að hafa vinsta og hægra við rétt eyra. Það er sniðugt að loka augunum og þá sérðu algjörlega fyrir þér hvað er að gerast og hvar. Þú verður bara að heyra hvað þetta er flott! Það er smá suð því ég tók þetta upp af vasadiskói en það breytir engu hvað hljóminn varðar.
Sæktu skrána hérna!
..:: nýjungagjarni ::..

þriðjudagur, nóvember 26, 2002

Íslandsmet!
Það linnir bara ekki góðu fréttunum! Við krakkarnir úr ÍRB tókum okkur til og settum hvorki meira né minna en sjö íslandsmet í kvöld! Þau voru öll í boðsundi og settum við strákarnir þrjú met í fjórum tilraunum, og stelpurnar settu met í öllum fjórum greinunum sínum! Greinarnar sem við tókum voru 4x100m flug, 4x100m bringa, 4x50m flug og 4x50m bringa (4x50 flug klikkaði hjá okkur strákunum). Við fórum á lítið meta- og lágmarkamót sem SH heldur alltaf eftir bikar bara til að setja þessi met og það var bara nokkuð gaman! Enduðum að sjálfsögðu á KFC þar sem við stútuðum sex Tower Zinger Barbeque borgurum, svakalega var það nú fínt.

Annars fór ég í dag og stóð í biðröð í tvo klukkutíma til að næla mér í miða á SigurRósar tónleikana sem verða 12. desember. Við fengum sæti á fínum stað, og ég er formlega byrjaður að bíða eftir þessari dagsetningu. Úff hvað það verður gaman! Þið hin, sem ekki farið af einhverjum ástæðum (aðallega fáfræði) getið setið heima og hafið flest ekki hugmynd um af hverju þið eruð að missa! Þið getið líka treyst því að ég mun skrifa helling um hvað var gaman á tónleikunum allan desember, þannig að stay tuned!

Niðurstöðurnar í fyrstu umferð "Kristinn vs. Maggi, Blogg Battle!" eru nú kunnar! Ég vann nauman sigur í þessarri fyrstu keppni með 56% atkvæða, en Kristinn fylgdi fast á hæla mér með 36% greiddra atkvæða. Restin, eða 6%, töldu þetta of heimskulega keppni til að veita henni nokkra athygli. Það fólk nefnist hér með formlega, fýlupúkar! (fyrir þá sem ekki muna þá var snerist keppnin um það hvor gæti drullað betur yfir Spræt/kók drykkinn okkar). Það væri vel þegið ef einhver kæmi með hugmynd að næstu keppni, og má það vera nokkurn vegin hvað sem er, helst innan óskynsamlegra marka! Afraksturinn munuð þið svo sjá hér á síðunni, og vonandi fljótlega.

Nokkur skemmtileg spakmæli höfð eftir konum svona í tilefni dagsins (því konurnar eru greinilega miklu betri en karlmennirnir í ljósi atburða kvöldins) ;

Whatever women must do they must do twice as well as men
to be thought half as good. Luckily, this is not difficult.
-Charlotte Whitton

I try to take one day at a time, but
sometimes several days attack me at once.
-Jennifer Unlimited

If you can't be a good example, then
you'll just have to be a horrible warning.
-Catherine Aird

Mig langar að minna fólk á gestabókina mína! (Gestapo-k?)

..:: ::..

mánudagur, nóvember 25, 2002

VIÐ UNNUM BIKARINN!!!
Djöfull var gaman um helgina. Það verður bara að segjast að þetta er eitt skemmtilegasta sundmót sem ég hef farið á, og eru þau nú orðin nokkuð mörg. Ég sagði ykkur frá því síðast að ég væri að fara að synda 1500 skrið, sem ég og gerði á föstudaginn. Það gekk nú ekki alveg samkvæmt áætlun, en var ágætt þó. Eitt lærði ég á því að synda þetta sund, 1500 skrið er komið frá andskotanum! Ég fer ekkert ofan af því, þetta er ein sú mesta pína sem maður lendir í. Þvílíkt erfiði að synda þetta sund. En þetta lofaði bara nokkuð góðu hjá mér, og fæ ég því örugglega að synda það aftur í framtíðinni. Úff.
Hin sundin liðu nokkuð fyrir það að ég hafi synt afkvæmi djöfulsins á föstudeginum, þannig að hin sundin sem ég synti voru ekkert sérstök þótt þau hafi ekki verið mjög langt frá því sem ég gerði mér vonir um. Ég synti 200 skrið og 100 flug og svo tvisvar sinnum boðsund. Fyrra boðsundið átti að vera bulletproof íslandsmet, en allt kom fyrir ekki, enginn stóð við sitt og við rétt misstum af því. Bætum það bara upp á morgun, mánudag, þegar við reynum við þrjú íslandsmet á móta- og lágmarkamóti SH!
Við enduðum svo helgina á því að borða saman á Ránni, fengum þar hinn fínasta málsverð í boði sunddeildarinnar, og kláruðum restina af raddböndunum með nokkrum öskrum (eitthvað lítið um góða raddbeitingju hjá mér í augnablikinu eftir læti helgarinnar). Við fylltum Ránna af sundfólki og velunnurum, og í þeirra hópi var Árni Sigfússon bæjarstjóri með meiru, og hann var meira að segja í sundhöllinni bæði á laugardaginn og sunnudaginn að horfa á sitt fólk! Það kalla ég nú almennilegan bæjarstjóra og fékk hann þónokkra punkta í kladdann hjá mér fyrir þetta! Hann hrúgaði líka inn punktum þegar hann gaf sunddeildinni 200þús. kall og fór svo að tala um byggingu 50 metra innilaugar hér í bæ í ræðu sem hann tók á Ránni. Ef eitthvað er að marka orð hans, mun fyrsta skólfustungan vera tekin árið 2004, og er ég mjög sáttur við það enda hljómaði hann mjög sannfærður um að hann gæti fengið fjármagn til þess.
Ég veitti Morgunblaðinu þann heiður eftir að við höfðum tekið við bikarnum glæsilega að taka við mig smá viðtal sem fyrirliða (þrátt fyrir að þeir hafi ekki viljað bita greinina mína um daginn!) þannig að þið getið líklegast lesið bullið í mér í íþróttablaðinu á þriðjudaginn. En helgin var í langflesta staði mjög vel heppnuð og liðið sýndi frábæra samstöðu og góðan móral. Á svona stundum langar mann barasta aldrei að hætta að æfa sund! Þykir mér nú samt hæpið að ég verði enn að busla í löginni þegar ég er orðinn hálf-fimmtugur, en hvenær ég mun leggja skýluna á hilluna er óljóst. Vonandi alls ekki strax.
..:: rauður svamlar enn ::..

föstudagur, nóvember 22, 2002

Það er víst greinilegt að ég á bara að sleppa því að fara að vinna og kíkja í háskólann í heimspeki eða eitthvað! Það er fínt að hafa svona skoðanakannanir, þá getur fólk sem í hálfkæringi ýtir á einhvern takka bara tekið fyrir mann risastórar ákvarðanir!! Hahahaha! Nú er allt miklu auðveldara. En samt, það var ekki allt tekið inn í myndina því ég veit ekki ennþá hvað mig langar að gera í framtíðinni og þar af leiðandi hef ég ekki hugmynd um hvað ég á að læra. Og ef ég fer að vinna get ég farið með vinum mínum í evrópureisu í vor! En á móti þyrfti ég að kíkja á fleiri fög svo ég geti kanski útilokað eitthvað eða hitt á það rétta. Það eru alltaf fleiri breytur inni í myndinni.

Nóg um leiðinleg málefni. Núna á eftir er ég að fara að synda erfiðustu sundgrein til er, og það á einu mikilvægasta sundmóti á árinu!! Og ekki nóg með það, ég hef ekki synt þessa grein í þrjú ár!! Sjiitt!!! En jæja, það verður samt örugglega mjög gaman. 1500 metrar (60 ferðir!) af skriðsundi á innan við 17 mínútum. Það er nú verðugt verkefni. Svo vinnum við barasta bikarkeppnina og komum heim sæl og glöð. Gaman gaman! Það verður semsagt ekkert bloggað hér um helgina, ekki fyrr en á sunnudagskvöld í fyrsta lagi.

En á mánudaginn, þá ætla ég að fara í höfuðborgina og standa í biðröð til að komast nú örugglega á tónleika með SigurRós, bestustu hljómsveit í heiminum. Ég er búinn að vera að hlusta á fyrsta diskinn þeirra nýlega (Von) og er búinn að uppgötva fullt af lögum sem ég fattaði ekki áður hvað voru geggjað góð! Vitlaus ég! En allavega, fyrir þá sem vilja byrjar salan kl. 13.00 í 12 tónum á Skólavörðustíg 15 á mánudaginn! Sjibbíí!!!
..:: rauður 1500 ::..

fimmtudagur, nóvember 21, 2002

Ég hef gaman að orðaleikjum.
Af hverju ætli allir þessir íslensku karlmenn fái sér konur frá Tælandi? Ég meina, þetta er auðvitað þeirra mál og ekkert meira með það, hverjum er ekki sama hvað mér finnst um það! En ég er að spá, af hverju Tælandi? Af hverju ekki Rússlandi eða eitthvað? Ég er búinn að velta þessu fyrir mér og ég hef komist að niðursuðu. Það er af því að gellurnar þaðan eru svo tælandi! Ekki myndi ég vilja gellu sem væri rússlandi! Eða hvað... Ég þekki þetta orð ekki nógu vel, en ég get ímyndað mér að gella sem væri alveg þvílíkt rússlandi dýrkaði vodka, talaði alltaf eins og hún væri alveg trallandi full (og væri það oftar en ekki), væri með svona búttað sætt andlit og væri heitt á ÍSlandi sama hvernig veðrið væri.
Hey! Ég var rétt í þessu að fá símtal frá gellu í Bláa Lóninu! Sjibbí! Ég fæ kanski vinnu! Ekki það að það sé einhver drauma vinnustaður, þótt það sé örugglega fínt, þá er bara orðið svoldið fúlt að vera atvinnulaus svona til lengdar. Þá er bara að mæta á mánudaginn og heilla mannskapinn uppúr skónum! (eftir að vera búinn að standa í vbiðröð til að kaupa miða SigurRós auðvitað!) Annars er ég að fara aftur, því ég fór í viðtal hjá þeim í vor og fékk vinnu, en tók frekar vinnunni í hlaðdeildinni. Nú er kanski málið að kíkja á hvort það sé eitthvað varið í að vinna þarna. Veist þú eitthvað um það? If só, tell mí!
..:: rauður í bláa ::..


miðvikudagur, nóvember 20, 2002



Hahahaha! Nú þarf ekki einu sinni að liggja í ljósabekk til að verða brúnn! Nehei, þú röltir bara inn í einhvern stálklefa, lokar augunum, og á sex sekúntum ertu úðaður með brúnkukremi úr öllum áttum! Þetta á víst að endast í sjö daga og er fyrir fólkið sem ekki nennti að liggja í ljósabekk, hvað þá að kíkja í sólbað! Lindarsól er sólbaðstofan þar sem enginn þarf að fara í sólbað frekar en hann vill.
Ég sé þetta alveg fyrir mér, fólk er orðið svo ógeðslega tímabundið. Ung athafnakona hleypur inn um hurðina og beint í átt að klefanum á meðan hún rífur sig úr fötunum, hendist inn í klefann og stendur þar í sex sekúntur, hleypur út aftur og þetta tók hana aðeins tuttugu sek. í það heila! Kanski eru þeir með svona keppni hjá reglulegum viðskiptavinum hver getur verið fljótastur. Allt er nú til.
..:: rauður, og stoltur af því ::..

Mechanical Android Generated for Galactic Infiltration: Maggi er vélmenni!
Nú hugsa allir, "ég vissi að það væri eitthvað skrítið við hann Magga..."





..:: rauður... eða hvað... ::..
Ég er með suð í eyrunum. "Af hverju...?" spyrð þú kanski, ef þú hefðir nokkurn einasta áhuga á því sem ég er að fara að segja, en það hefur þú ekki þannig að þú spyrð ekki. Ég ætla samt að segja þér það og þú ætlar að lesa það því það verður áhugavert (vonandi fljótlega). Ég hef verið með suð í eyrunum í all svakalega langan tíma, man ekki hvenær ég tók fyrst eftir því. En ég man að þegar ég fattaði það fyrst og sagði mömmu, þá sagði hún að það væri í ættinni. Gilli frændi er með svolleiðis og fullt af fólki. (soldið stúpid hlutur til að "vera í ættinni" en þannig er það nú bara.)
Ég er algjörlega búinn að venjast því og heyri það næstum aldrei því það er alltaf þarna. (svona svipað og röflið í henni mömmu, en það er annað mál, hehehe). Ég heyri það bara einstaka sinnum þegar það er alveg þögn og ég er ekki að hugsa um neitt. Málið með að segja þér frá þessu var að maður venst öllum andskotanum. Manni fer jafnvel að líka við þá hluti sem eru alltaf í kringum mann. Því yngri sem maður er, þá er maður því mun meira áhrifagjarn á svona hluti.
Það er ótrúlega erfitt að læra fullkominn hreim í flóknum tungumálum. En krakki, sama hvaðan hann kemur, sem elst upp í þjóðfélagi með það tungumál getur lært hann á ekki svo löngum tíma. Þegar við fæðumst er hægt að forrita okkur nokkurnveginn eins og fólkinu sem "ræður yfir okkur" þegar við erum smábörn. Yfirleitt eru það foreldrarnir, og er því hægt að kenna þeim um ef eitthvað fer úrskeiðis á ævi þessa einstaklings. Nei, nei, það er nú kanski ekki svo einfalt. En samt, við ættum að vera miklu duglegri að troða vitneskju í þessa litlu hausa sem vita ekkert skemmtilegra en að læra eitthvað nýtt.
Því fyrr sem er byrjað er betra. Krakkanum finnst gaman að læra hluti, því það er það sem hann þekkir, og hann lærir hlutina (eins og t.d. tungumál) miklu betur en ef hann hefði lært þá seinna á lífsleiðinni. Ég heyrði einhverntíman um stelpu sem kunni fjögur tungumál reiprennandi þegar hún var fjögurra ára! Ég trúi því staðfastlega að þetta gætu næstum allir krakkar. Ég er nú ekki að tala um svona ýkjur, en samt eitthvað í áttina. (Ég veit að ég byrjaði að tala um raddirnar í hausn... æ, ég meina suðið í eyrunum á mér, enda ætlaði ég að fara að tala um allt annan hlut. Þetta endaði bara svona. Sorry.)

Ég fór í bíó í kvöld (surprize surprize!) og sá Insomnia. Það er nú svosem ekki frásögu færandi, ágætis mynd og allt það (* * 1/2). En áður en myndin byrjaði bað Kristinn mig um að halda á sprætinu sínu. Ég var með kók, og prófaði að taka sopa af báðum drykkjunum í einu. Það hefði ég ekki átt að gera.
Þegar drykkirnir blönduðust í munni mér kom á mig mesti viðbjóðs-svipur sem nokkur maður hefur nokkurntíman sett upp! Ég henti frá mér drykkjunum um leið og þeir lentu á gaurnum sem var að rífa miðana (sem fór alveg örugglega í sturtu eftir þessa vakt) og allt sullaðist útum allt, og ég tók á sprettinn að klósettunum! Áður en ég komst hálfa leið gat ég ekki haldið niðri í mér viðbjóðinum lengur og ældi upp um heilan vegg öllu því sem ég hafði borðað nú í vikunni og þeirri sem er nýliðin!!! Ég hélt áfram sprettinum mínum, en ekki hætti að spúast útúr mér viðbjóðurinn með tilheyrandi óhljóðum, og kláraði ég að æla ölllu því sem ég hef látið ofan í mig síðastliðna þrjá mánuði loks þegar ég nálgaðist klósettið!
Æla var komin upp um alla veggi í andyri bíósins, og allir aðrir voru að því komnir að æla útaf megnu lyktinni sem umlukti staðinn. Þegar ég loksins staulaðist inn á klósett leit ég í spegilinn, og ég get svo svarið ég hafði elst um fimm ár, og fötin mín öll útí ælu. Ég heyrði að allt var að verða brjálað frammi, fólk öskrandi og aðrir ælandi í kór. Ég ætla ekki einu sinni að lýsa bragðinu sem var upphaf alls þessa viðbjóðs. Ég er ennþá með ógeðslega bragðið í munninum, öll ælan náði ekki einu sinni að yfirgnæfa það. Það eina sem ég get sagt, kók og spræt eiga ekki vel saman. Take my word for it!!!
Þessi saga var ýkt verulega af persónulegum ástæðum. Sumt af þessu gæti hafa gerst.

Annars er það af mér að frétta að ég hef hafið þátttöku (heimskulegt orð með þremur t-um í röð!) í einni frábærustu keppni sem um getur í sögu mannkyns! Nefnist hún "Kristinn vs. Maggi, Blogg Battle!" Í viku hverri munum við taka okkur til í og keppa í ákveðnum greinum. Sú fyrsta var hvor gæti drullað meira yfir sprók (spræt/kók drykkinn sem ég fann upp áðan). Yfirdrull Kristins má finna á síðunni hans! Þér skulið lesa bloggið hans yfir, og dæma svo um hver vann hér að neðan!
..:: rauður kúgast ::..


Könnun lokið. Úrslit: Maggi 56%, Kristinn 36%. Vúppí!

þriðjudagur, nóvember 19, 2002

Þú ert á sjó. Á einhverjum skítadalli sem þú hatar meira en lífið, og ef þú hatar eitthvað meira en þennan ógeðslega bát, þá er það áhöfnin sem er búin að velkjast með þér á bátnum undanfarnar sex vikur. Þú ert aðframkominn. Það eina sem þú hefur fengið að éta er lítt skammtaður soðinn fiskur, engar kartöflur, og bara vatn að drekka. Kokkurinn er vanhæfari en flestar rotturnar um borð. Þær sem eftir eru amk, því flestar gáfuðu rotturnar stukku fyrir borð strax í fyrstu vikunni. Þú hefur oft hugsað um að myrða kokkinn í svefni, og næstum látið verða af því, en hugsaðir á síðustu stundu að fangelsismaturinn væri örugglega lítið skárri. Þegar skipið leggst að bryggju í Hafnarfirði stekkuru strax frá borði og rýkur beint í bílinn þinn eins og óður maður og keyrir á 110 alla leið. Alla leiðina á eina staðinn sem þú hefur getað hugsað um síðan þú sást landið fjarlægjast fyrir allt of mörgum vikum síðan. Þú hleypur inn um hurðina og ryðst framfyrir alla í röðinni! Þú öskrar hástöfum: "ÉG ÆTLA AÐ FÁ SEX TOWER ZINGER BARBEQUE BORGARA! STRAX!!!" Þú sest niður, grípur um borgarann, lítill taumur af barbeque sósu rennur niður á diskinn þinn, og þú sérð bara hvað kartöfluskífan er stökk. Osturinn er örlítið bráðnaður, og salsa- og barbequesósu lyktin fyllir öll vit. Þú bítur stóóran bita og lygnir aftur augunum. Ahhh... Þetta augnablik var jafnvel yndislegra en þú hafðir getað ýmindað þér. KFC er himnaríki í þínum augum. Þú horfir brosandi á borgarann í hendi þér og segir: "Aldrei aftur, við skulum aldrei skilja svona lengi aftur."
Ertu nokkuð svangur? Þessi litla saga var tileinkuð Nonna Norska sem kemst ekki á KFC í Noregi. Aumingja hann. Ég hinsvegar kemst, daglega, og orð fá ekki lýst ánægju minni með það.
..:: r.e.d. = k.f.c. ::..
Ég sá Changing Lanes á sunnudaginn, og ég verð að segja að hún kom bara á óvart. Helvítí fín mynd barasta og ég mæli með henni. Hún fær tvær og hálfan borgara af fjórum mögulegum. Annars hef ég komist ítrekað að því að það sem öðrum finnst um myndir er yfirleitt bara prump, því mennirnir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Það er ekki nema að yfirgnæfandi meirihluti segji annað hvort bara gott eða bara slæmt að maður geti verið nokkuð viss hvað manni eigi eftir að finnast um myndina. Hins vegar getur maður varla séð allar myndir, þannig maður verður að reiða sig á eitthvað í kvikmyndavalinu. Nóg er úrvalið, það er víst.

Annars er Freaks And Geeks æðislegur sjónvarpsþáttur. Ég verð bara að koma því á framfæri. Hann er svona í anda Undeclared, sem var að ég held ekkert svakalega vinsæll, en ég fílaði hann í tætlur. Enginn hlátur sem segir manni hvað manni á að finnast fyndið (þótt það geti verið ágætt stundum), og ekta minn húmor. Freaks And Geeks er akkúrat svoleiðis. Svo er hann líka 40 mín, sem er meira en nær allir grínþættir. Þannig að kíkiði á PoppTV kl. 9 á mánudögum.

Ég fór í Álfabakkann á sunnudaginn, og það er eini staðurinn sem ég hef nokkurntíman séð eina skrítnustu auglýsingu í heimi. Það er verið að auglýsa einkamál.is, og það eru nokkrar myndir í röð. Sú fyrsta sýnir mann + konu. Önnur myndin er maður + maður, svo kona + kona, svo kona + maður + kona, og svo kemur maður + hestur!!! Svo stendur, "hvað gerir þú í frítíma þínum? er það ekki einkamál?" Þetta er frekar sick hestur. En dýr sem misnota fólk eru greinilega velkomin á þessari síðu, sem þýðir að ég ætla að halda mér frá henni. Ég meina pæliði í auglýsingunni! "Ég er fjögurra vetra foli og bý á Eystri-Rangá í Norður-Húnavatnssýslu. Hef gaman að útivist og heytuggum. Þykir gaman að fá bóndann í heimsókn, en væri til í eitthvað fjölbreyttara..." Eða eitthvað. Allavega, ég er ekki að fíla þetta. :)

Jón Erlendsson er merkilegur maður, það vita amk nokkrir sem lesa þessa síðu. Hann er kennari við H-skólann, og er afar sérstakur. Hann sagði eitt sinn góða setningu sem ég mun seint gleyma. "Það gerirst ekkert nema einhver geri það!" Þetta er mikil snilld, sérstaklega komandi frá afkastamesta og ofvirkasta manni Íslandssögunnar.
Önnur góð setning sem ég lagði á minnið eru úr 24 Hour Party People, þar sem aðalgaurinn (man ekki hvað hann heitir) var að tala um eitthvað plakat að mig minnir. En það var ekki málið. Já, alveg rétt, plakötin komu allt of seint til að auglýsa eitthvað kvöld sem var búið að halda, en þau voru samt mjög flott. Þá sagði hann: "Nothing useless can ever be truly beautiful." Þetta þykir mér flott setning, og á hún við í flestum tilfellum.

Já svo er gestabókin farin að virka, amk í bili. Þannig að... go nuts!
..:: rauður "quotes" ::..

mánudagur, nóvember 18, 2002

Hæ. Ég sá Changing Lanes í kvöld í bíó, en ég tala um það á morgun eða eitthvað. Það er svoldið sem var í þeirri mynd sem fékk mig til að hugsa "Hey, þetta kannast ég við! Ég þarf að fara og blogga um þetta og losna við þetta frá mér annars flippa ég!" Það sem þú ert að fara að lesa mun hjálpa mér að halda geðheilsu minni, þannig að; með fyrirfram þökk, Magnús Sveinn Jónsson.

Nokkrir vísindamenn tóku sig til fyrir nokkrum árum og ákváðu að stríða nokkrum hvítum músum í búri. Þeir voru voða fínir í nýþvegnu flottu hvítu tilraunasloppunum sínum, og með nokkur búr og í hverju þeirra var slatti af litlum hvítum músum. Þeir lögðu nokkur próf fyrir mýsnar, bæði krosspróf og verkleg, sem snérust um það að ná í ostbita eða eitthvað gómsætt fyrir mýsnar, hvort sem það var í enda völundarhúss eða falið einhverstaðar eða eitthvað álíka. Mýsnar voru nokkuð hissa á þessu framferði mannanna, en voru helvíti svangar þannig að þær létu sig hafa að gera það sem til þurfti til að fá matinn. A mouse has got to work, right?
Allavega, það voru nokkrar mýs sem virtust ná betri tökum á þrautunum en flestar, og aðrar sem ekki stóðu sig jafn vel og meirihlutinn. Ein músin var þó undantekning frá þessari meðalkúrfu, því hún gat talist til beggja hópa. Hún leysti þrautirnar ágætlega, rölti þetta á sínum hraða gegnum völundarhúsin, ekkert panik, og var bara á við mýsnar sem fóru frekar létt með þrautirnar. En þegar var komið á leiðarenda og músin sá glitta í feita ostbitann sem lá þarna girnilegri en allt, þá var það eina sem músin gerði var að þefa af honum, rölta í kringum hann nokkrum sinnum, lúta höfði, og rölta til baka sömu leið.
Vísindamennirnir í fínu hvítu sloppunum sínum voru furðu lostnir á þessu og gerðu endurteknar tilraunir sem allar fóru á sömu leið. Þessi eina mús gæddi sér aldrei á góðgætinu við enda þrautanna. Það sem vísindamennirnir vissu ekki var hvað músin hugsaði. Það var: "Nú er ég komin hér á leiðarenda. Hmmm... og þarna er oststykki! Vá hvað ég er rosalega svöng! En... hvað ef osturinn er vondur, eða eitraður! Hvað ef hann er ekki vondur en samt ekki jafn góður og ég hélt. Hvað ef hann er mun betri en hann lítur út fyrir að vera, en ég fæ bara aldrei að smakka jafn góðan ost aftur! Það væri nú ekki gott... Hmmm... Kanski ætti ég að smakka bara smá. Neeiii annars, ég tek ekki sjensinn. Betra að geta hugsað til baka til þessa augnabliks og ýmindað mér hvað hann hefði getað verið góður."

Niðurstaða: Ég þoli ekki þessa mús. En maður getur víst lítið sagt við mús til að breyta því hvernig hún hugsar, því hún myndi varla skilja mann. Ekki myndu aðrar mýs sannfæra hana heldur, því þær tækju bara ostbitann af henni og röltu svo feitar og sællegar til baka.
Þú ræður hvað þessi saga þýðir, því ekki ætla ég að segja þér það. Það skiptir svo sem ekki máli. Vísindamennirnir hefðu bara átt að sleppa þessu bulli. Mýs eru líka fólk.
..:: redrum ::..