miðvikudagur, desember 24, 2003

GLEÐILEG JÓL!

Jæja, aðfangadagur runninn upp og allir komnir í gott skap og hungrar í jólamatinn og pakkana. En ekki borða pakkana. Það lærði ég '93. Hittumst hress! :)
..:: magchen in christmas action ::..

miðvikudagur, desember 17, 2003

Samfélag

Æi hvað íslenskt samfélag er eitthvað að fara meira í taugarnar á mér þessa dagana heldur en vanalega. Allt þetta með eftirlaunafrumvarpið og það dót er bara fáránlegt. Björn Bjarnason og fleiri gera sig að fíflum í sjónvarpinu. Ég er næstum kominn á þá skoðun að Björn sé ekki bara ljótasti maður á landinu heldur að hann sé innrættur í stíl. Hef sem betur fer ekki séð mikið af honum en í viðtölum um þetta mál kom hann út eins og leiðinlegur hrokagikkur, spilltur af völdum og eigin spegilmynd.

Ég las söguna hans Togga sem birtist í Mogganum og hún snart mig auðvitað eins og flesta. Það er alveg ótrúlegt að þetta samfélag, sem að mínu viti hefur möguleika á að vera betra en flest önnur, getur hundsað svona mál og fleiri. Ekki bara mál geðveikra, heldur líka fatlaðra og fátækra til dæmis. Það þarf ekki svo mikinn pening til þess að redda þessum málum ef mið er tekið af veltu þessa samfélags. Mér finnst að menn sem skaffa sjálfum sér og samstarfsmönnum mörg hundruð milljónum hver í eftirlaun á meðan svo mikil eymd er ríkjandi í þjóðfélaginu ættu að skammast sín. Þetta eru mennirnir sem ráða og segjast auðvitað vera í góðum tengslum við þjóðfélagið.

Æi, ég kemst alltaf að sömu niðurstöðu þegar ég fjalla um stjórnmál. Eins barnaleg og auðveld þér þykir sú skoðun mín vera, þá hef ég bara óbeit á stjórnmálum yfir höfuð. Auðvitað hef ég mínar skoðanir, en ég reyni að leiða hjá mér svona vitleysu því ég er bara einn maður og get litlu breytt. Auðvitað er hægt að segja að ef allir hugsuðu svona þá væri sjálfkrafa engu hægt að breyta, en ég leyfi mér að fullyrða að mín skoðun er ekki sú sem kemur öllu í samt lag. Það er auðveldara að þykjast vita betur úr fjarlægð.
..:: maghcen ::..

fimmtudagur, desember 11, 2003

Hopla!


Ég fór í fótbolta á þriðjudaginn og tognaði á hægri ökla. Það var vont, og ég er búinn að vera ýmist haltrandi eða hoppandi á vinstri útum allt. Var að spá í að fá mér staf og kannski hatt líka og vera svoldið töff á því, en svo hætti ég við. Þetta er allt að koma til, ég get þó amk stigið í löppina núna.

Það var líka ákaflega gaman að haltra útum allt eins og fíbbl fyrir framan mörg þúsund manns í gær í höllinni. Ég fór á MUSE og tónleikarnir voru frábærir! Þvílíkt flott show, og það var sko ekki hægt að heyra á Matthew Bellamy að hann væri með kvef. Og djöfull getur hann líka spilað á píanó! Mikið var lagt uppúr því að sýna hvað hann er mikill snillingur á píanó, og ég fékk gæsahúð oft og mörgum sinnum við að heyra þessa snilld sem öll lögin þeirra eru. Ótrúlega gaman og vel peninganna virði. Það eina sem hægt er að setja útá er að þeir spiluðu of stutt, hefðu alveg mátt hafa prógrammið hálftíma lengur, þá hefði maður verið orðinn mettur, en mann langaði virkilega í meira þegar þeir voru búnir.

Ég var í stúku og það hefur sína kosti og galla. Ég hefði nottla ekkert getað verið á gólfinu í gær sökum fötlunar minnar þessa dagana, en maður hefði samt alveg viljað hoppa og slamma með flestum lögunum. Í staðinn dillaði maður sér bara með í sætinu og söng hástöfum með lögnum. Það var rosalega flott að sjá í tveimur af síðustu lögunum að allur salurinn, og þá meina ég sko ALLIR sem voru á gólfinu, hoppuðu samtímis við allt viðlagið! Það var rosalega flott sjón, mörg þúsund manns og allir samtaka og nottla þvílíkt ljósashow í gangi. Mikið um hopp og skemmtilegheit þessa dagana. Það styttist í helgi og ég veit ekkert hvort ég komist í vinnuna, ekki líklegt að maður geti gert nokkurn skapaðan hlut þegar maður getur ekki stigið almennilega í löppina. Sérstaklega í svona vinnu þar sem geta verið mikil átök.

Ég er alveg kominn í jólafílinginn, en ekki búinn að kaupa eina einustu gjöf. Aðallega búinn að vera að stússast í því að fá mér myndavél fyrir jólin. Bjarney vinkona og Brasilíuferðafélagi ætlar að kaupa hana fyrir mig í Ameríku og koma með hana heim fyrir jólin. Það verður nú gaman og þá get ég farið að sýna ykkur einhverjar ódauðlegar myndir sem ég tek á flottu stafrænu vélina mína. :þ Gleðilegan jólaundirbúning!
..:: magchen ::..

fimmtudagur, desember 04, 2003

Jólin eru tími bjórs og friðar

Já það styttist í jólin, að vísu styttist í jólin alla daga ársins. Um leið og jólin eru komin þá er farið að styttast í næstu jól. En það er aukaatriði. Ég er nottla farinn að skipuleggja jóladjammið sem verður með óhefðbundnu sniði þetta árið. Ég kemst líklegast ekki til Akureyris því ég verð að vinna alltof mikið. :( En maður verður bara að gera það besta úr hlutunum. Ég er t.d. að skipuleggja litlu jól og bústaðarferð meðal annars. :)

En núna um helgina er jólabolla í vinnunni. Og það er ekki nóg með það, heldur eru tvær! Ein í flugstöðinni og ein í bænum. Við helstu djammararnir ætlum auðvitað að reyna að fara á báðar, og verða sótölvaðir. Vonandi komumst við bara heim. Ég hef ekki góða reynslu af því þegar það er frítt áfengi, sérstaklega þegar vinnan býður. Þá ætlar maður sko aldeilis að nýta sér 'gestrisnina' og sturtar í sig. En ég ætla að passa mig í ár, það sem gerðist í fyrra fær sko ekki að endurtaka sig. Ég held ég hafi aldrei séð jafn mikið eftir einu fylleríi eins og þá. En það er leiðinleg saga.

Ef þig vantar að komast í jólafílinginn þá þarft þú bara að kíkja hingað og sækja Jólalag Baggalúts 2003. Það er rokkaðasta jólalag í heimi og er bara ýkt flott! Allir að sækja það og stilla græjurnar í botn blasta jólagleði um borg og bý!
..:: mag ::..

miðvikudagur, desember 03, 2003

Líf á minni hraða en 200 km á klst. er ekkert líf


Ég er búinn að eyða síðustu dögum í að spila Need For Speed Underground, sem er nýjasti bílaleikurinn fyrir ykkur sem ekkert vitið. Þetta er frekar undarlegt því ég er ekki vanur að spila leiki í tölvunni minni, og hvað þá að festast algjörlega í þeim sem ég þó prófa. En þessi leikur er bara algjör snilld! Þið sem þekkið mig vitið hvernig ég er, ég er algjör fanatic. Þegar ég fíla hluti þá er það bara gert á einn veg, algjörlega ýkt útí gegn. Að vísu er það líka með hluti sem ég hata, en sem betur fer eru þeir fáir. En þennan leik fíla ég í tætlur og er búinn að nauðga honum alveg útí eitt. Hann er svo ótrúlega hraður að adrenalínið flæðir allan tímann, og hjartað hamast á milljón þegar maður er að koma að síðustu beygjunni í brautinni á 250 kílómetra hraða með þrjá bíla nokkrum sekúntubrotum fyrir aftan sig og þá er nítróið gefið í botn! Alveg brilliant!

Annars er lítið að frétta af mér, en afsakar það þó engan veginn bloggleti mína. Það hefur einmitt verið tilfellið þetta rúma ár sem ég hef verið að blogga, þegar sem minnst er að gera þeim mun meiri tíma gef ég mér til að leyfa bullinu að þjóta fram úr fingurgómunum og beint inn í skammtímaminnið ykkar þar sem það dvelur í örfáar mínútur, vonandi ykkur til yndisauka, og svo er það horfið um aldur og ævi. Þetta er hringrás bloggsins. Sem er þó engin hringrás því það vantaði alveg heilan kafla þarna inní. Þótt ég þoli ekki blogg sem snúast um hve latur bloggarinn er eða hversu litlu hann hefur að segja frá þá varð ég nú bara að rita um það nokkur orð. Ég held að málið sé líka að ég er ekki búinn að breyta útliti síðunnar nýlega, og hef fengið afskaplega lítið af commentum á það sem ég hef þó skrifað. Það boðar aldrei gott. En ég veit að einhverjir hafa þó verið að lesa því teljarinn heldur áfram að telja eins og honum einum er lagið. Ef þú hefur af einhverjum ástæðum gaman af að lesa bloggið mitt, þá máttu alveg skilja eftir smá fídbakk bara til að halda þessari síðu lifandi, svo þetta verði ekki bara eitthvað monolog hjá bitrum manni á þrítugsaldri.

En það er spennandi helgi framundan og nóg að gerast! Fylgstu með því hér á bloggsíðunni, því hér er alltaf opið! (eða ætti ég kannski bara alveg að sleppa því að reyna að koma með eitthvað slagorð? Jæja, það er amk of seint.) (ný könnun!)
..:: magchen ::..

laugardagur, nóvember 29, 2003

Idol


Það eru margir bloggarar búnir að blogga aðeins um Idol stjörnuleit, enda frekar heitt topic á landinu þessa dagana. Ætli maður verði ekki að gera slíkt hið sama. Jæja, gott að því er aflokið.
..:: maggi ::..

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

I wanna wake up 2 the rain...


...falling on a tin roof. Ég fór norður til Akureyris um helgina. Það var alveg frábært, þau eru flutt í nýtt hús (einhverntíman í vor, er ekki búinn að fara síðan þá) og það var gaman að sjá það, mjög fínt allt saman. Kíkti á djammið með Kristjönu stjúpsystur, hitti fullt af nýju skemmtilegu fólki og svona, voða gaman. Fórum á tónleika með Skyttunum, akureyrskri rapphljómsveit, og þar var bara hörku stemmning. Hefði getað verið búinn að skrifa þetta fyrir löngu en var bara ekki í stemmingu fyrir það einhvernvegin. Nóg komið í bili.
..:: moi ::..

sunnudagur, nóvember 16, 2003

Über helgi dauðans

Óvenju mikið búið að gerast síðan ég bloggaði síðast. Þetta var vinnuhelgi hjá mér en alveg þrususkemmtileg, bara sú skemmtilegasta í haust og vetur hingað til. Á miðvikudaginn fór ég á tónleika með Lena, Tommygun Preachers, Brainpolice og Mínus á Gauknum. Það var líka bara svona helvíti fínt, allar sveitirnar voru mjög góðar og góð stemmning enda frítt inn og slatti af fólki.

Ég var að vinna á föstudaginn og nennti ekki í bíó með strákunum þannig að ég kíkti á litlu strákana uppúr miðnætti sem voru bara að spila útí bæ. Spjallaði við þá og sötraði öl til svona tvö. Þá var kominn háttatími hjá þeim en ég nennti ekkert að fara að lúlla og fór því einsamall á Casino í von um að hitta einhverja sniðuga. Það gekk líka eftir, hitti fullt af vinnufélögum og átti fínasta djamm, var kominn undir sæng um átta leytið á laugardagsmorguninn.

Náði fjögurra tíma svefn, vaknaði á hádegi og drattaðist fljótlega í bæinn með Nong og Goldeneye þar sem við sáum bikarkeppnina í sundi, enda fyrrverandi eða amk verðandi fyrrverandi sundmenn. Það var fínt. Brunaði svo í Kef aftur í útskriftarveislu hjá Önnu Möggu (til hamingju Anna Magga! :) þar sem ég fékk voða gott að borða og spjallaði við fólk. Það var mjög gaman. Svo skelltum við strákarnir okkur í bæinn í partý til Jómba.

Það var þvílíkt gaman, ég var votur um augun af hlátri mest allt kvöldið, og vonandi fáið þið öll fljótlega að deila ánægjunni því hljóðbútur sem mikil kátína skapaðist í kringum er væntanlegur á netið von bráðar. Þar var líkt eftir samræði milli tveggja ónefndra vina minna, og það ýkt og stælt með hjálp tölvutækninnar. Mikið gaman mikið fjör.

Svo skutlaði ég strákunum niðrí bæ, kíkti með þeim á Dillons og Bæjarins Bestu og svona. Lenti nottlega í skutlerí og fann Grettisgötuna eftir lengstu og skemmtilegustu krókaleið í manna minnum. Kom mér svo heim um hálf þrjú, náði að sofna um hálf fjögur og svaf í góðan klukkutíma áður en ég mætti í vinnu og tók tólf tíma vakt. Þess má geta ég er frekar þreyttur núna.

En þetta var virkilega skemmtileg helgi og ég held ég taki alveg mánudaginn og þriðjudaginn í að jafna mig. Svo ætla ég að skella mér til Akureyris næsta föstudag og er búið að lofa mér mikilli skemmtun þar á bæ. Eflaust stenst það og ég hef nokkrar góðar sögur í pokahorninu. Eins og poki!
..::machen in über-action ::..

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Merkilegt


Skrítið hvernig það er, þegar maður sest niður og ætlar rétt svo að skrifa tvær línur til að láta vita af sér þá endar maður með því að skrifa átta þúsund orð um allt og ekkert og eymd og hamingju og allt þar á milli. En þegar maður hugsar með sér 'djöfull skal ég skrifa svaðalega færslu núna' og sest niður, þá er eins og það hafi bara verið skrúfað fyrir! Eða amk eins og maður sé að fara í sturtu en þá skrúfar einhver frá heita vatninu einhverstaðar annarstaðar í húsinu og stelur helmingnum af þessu heita og sturtan verður bara köld eða í mesta lagi volg, eða það sem verst er, köld og heit til skiptis þangað til mann langar til að öskra. Það getur ekki komið góð færsla útúr þessari samlíkingu.

Ótrúlegt hvað það virkar líka alltaf vel ef mann langar að fá fólk til að brosa að vitna bara í eitthvað sem flestir kannast við eða geta amk sett sig auðveldlega í spor manns þegar maður lýsir einhverju mjög grafískt. Bestu grínistar í heimi gera þetta svo mikið, en það þýðir ekki að það sé eitthvað auðvelt. Það sem þeir hafa framyfir alla hina er ekki gæði brandaranna sem slíkra, heldur hvernig þeim koma þeim frá sér.

Mér fannst svo fyndið um daginn það sem ég hugsaði að ég hló upphátt og fékk þann brandara á heilann. Ég hef leitað dauðaleit að þeim sem finnst hann líka fyndinn en án árangurs. Kannski er einmitt málið að ég spyr fólk þá 'ef ég myndi segja þetta við þessar aðstæður fyndist þér það þá fyndið?', en það er einmit það sem má ekki gera. Maður verður að segja þetta á réttum tíma. En fyrst að þetta rugl djók er svo svakalega 'out there' þá get ég alveg eins sagt ykkur það núna.

T.d. ef að yfirmaður minn myndi koma að mér einn daginn og segja við mig 'mikið djöfull ertu búinn að vera duglegur í dag Maggi' og þá myndi ég svara á móti 'já maður sævar... ég meina reynir.' Þetta er svo heimskulegt djók að vanalega þarf ég að útskýra það fyrir fólki, það trúir ekki að þetta eigi að vera eitthvað fyndið. Er ég sá eini?

Nú er það komið á hreint að Muse kemur. Ég svosem ekkert glaður að heyra það, ég var alveg kominn í gírinn með að þeir myndu koma, ég vissi það alveg innst inni. Vá hvað það verður gaman. En nóg komið af þessu. Ef þú gast þér þess til að ég hafi sest niður til að skrifa þessa færslu án þess að hafa hugmynd um hvernig hún yrði þá hafðiru rétt fyrir þér, en ef þú varst ekki búinn að giska á það og var nokkurveginn drullusama, þá skaltu ekki lesa þessa setningu sem nú tekur senn enda.
..:: max ::..

mánudagur, nóvember 10, 2003

Ég er í vinnunni!


Ég er að blogga inná frílager hjá Icelandair. Híhí, ég hef ekkert að segja,mig langaði bara að hafa bloggað héðan. Já, svona er maður nú skrítinn. :þ
..:: max ::..

laugardagur, nóvember 08, 2003

Ass usual


Ég kíkti á Bigga í kvöld og við horfðum á anime. Gaman að uppgötva eitthvað nýtt og fleyta ofan af því rjómann, drekka bara í sig það besta í byrjun, allt sem maður missti af því maður vissi ekki betur. Jómbi kom og við kíktum á Duus. Ég er ekki gaurinn sem kíkir á Duus á föstudagskvöldi. Aðallega af því að ég er ekki kaffihúsakall, og þoli ekki þessa línu sem Duus dansar alltaf á milli þess að vera kaffihús og bara plein djammstaður. Útkoman er eiginlega kaffihús þar sem er of þröngt til að sitja, of mikill hávaði til að spjalla og of lítið pláss til að dansa. En það var nú bara furðu ágætt í kvöld, því við vorum frekar snemma í því. Enda ekkert að fara á djammið.

Ég er semsagt kominn heim til að skrifa þessi orð, og náði að sötra tvo bjóra áður. Eiginlega versti bjórinn til að hætta á verð ég nú að segja. Ég er svoddan hæna að ég er farinn að finna smá á mér en er ekki orðinn fullur. Bara farinn að líta í kringum mig og taka eftir öllu fallega kvenfólkinu... eða bíddu, öllu ótrúlega fallega og áhugaverða kvenfólkinu sem ég á aldrei eftir að kynnast eða komast í tæri við. Það er ótrúlegt, og reyndar frekar magnað, að vera ég. En því miður ekki nógu oft á góðan hátt.

Þarna inni voru nokkrar sem ég kannaðist við. Ein sem er svo falleg að ég skil það ekki einu sinni. Ég gæti bara horft á hana í sólarhring og velt því fyrir mér hvernig hún gæti verið svona falleg. Það sem meira er að hún er alveg æðisleg manneskja og ég gæfi glaður annan handlegginn til að fá að vera með henni. Önnur sem að rétt slapp og er alveg frábær á allan hátt, ekki það að ég ég hefði gert eitthvað eða hún tekið við því, ef hún hefði ekki skyndilega verið 'out of my reach'. Enn önnur mjög falleg og flott sem ég þekki þó ekki (ég þekki hinar tvær!) sem var eitt sinn með strák sem ég þekki og hann hætti með henni. Ég vildi að ég gæti fengið að hætta með svona stelpu. And the list goes on.

Merkilegt hvað maður er eitthvað knúinn til að tala um kvenfólk þegar maður kemst þó ekki nema örlítið í glas. Ég gæti haldið áfram og skrifað langa harmræðu (er til eitthvað sem heitir harmræða?) um þetta málefni (reyndar er það það sem mig langar að gera) en mér finnst eins og ég hafi gert það oft áður. Ekki misskilja mig, ég er ekkert að deyja yfir þessu, en þetta er málefni sem mér er mjög hugleikið í dag sem alla daga, og því er ágætt að skrifa smá um það. En ég efast um að það sé gaman að lesa svona pistil dag eftir dag og því hlífi ég ykkur við því. Þangað til ég blogga næst eftir að hafa fengið mér í glas. :) Vonum bara að það gangi eitthvað á morgun þegar það verður aðeins dýpra niður í botinn á glasinu.
..:: shell ::..

föstudagur, nóvember 07, 2003

SigurRós VANN!!!


Ég trúði ekki mínum eigin augum í kvöld þegar ég horfði á evrópsku MTV verðlaunahátíðina í kvöld. SigurRós voru tilnefndir í flokkinum besta myndbandið, og ég var algjörlega viss um að þeir myndu ekki vinna. Ekki af því að þau (strákarnir og Floria Sigismondi) áttu það ekki skilið (því það áttu þau sko), heldur af því að svona hátíð snýst yfirleitt ekki um svona tónlist.

Það spilaði eflaust mikið inní að þessi verðlaun voru ekki kosin á netinu eins og nær öll hin, heldur var greinilega einhver dómnefnd sem sá um það. Orri og Georg voru rosalega hissa á að hafa unnið og það var ekkert smá fyndið að sjá Orra skríkja eins og krakka. Guð veit að ég hefði gert það sama í hans sporum! Floria stóð sig með prýði og tileinkaði verðlaunin stríðshráðum börnum um allan heim. Vá hvað maður verður alltaf stoltur að vera Íslendingur þegar eitthvað svona gerist, sérstaklega þegar goðin mín lenda í því!

Strax á eftir að þessi verðlaun voru veitt þá kom Kylie Minogue á sviðið og flutti lagið 'Slow' sem er samið af Emiliönu Torrini fyrir þá sem ekki vita. Íslendingar áttu semsagt smá þátt í þessari hátíð og það var mjög gaman að því. Annars var bara mjög gaman að henni, Christina gerði í því að reyna að sjokkera fólk með klæðnaði sínum, því hún var kynnir og kom í nýju 'dressi' í nær hverri kynningu. Það var gaman að sjá. :)

En það er fríhelgi framundan og auðvitað reynir maður að gera sitt til þess að hún fari ekki til spillis! Ekki er búið að ákveða dagskrána, en eins og fyrri daginn er eitthvað sem kitlar meira en annað. Best að gefa sem minnst upp um það bara, gæti breyst á örskotstundu, og það er öllum drullu sama hvort eð er! :) C'ya!
..:: m(agchen)tv ::..

mánudagur, nóvember 03, 2003

Tíu þúsund heimsóknir og ammæli


Já, gaman frá því að segja. Á nákvæmlega ári hefur síðan mín fengið tíuþúsund heimsóknir! Síðan átti nefnilega afmæli sl. laugardag. Það fattaði það auðvitað enginn, ekki einu sinni ég. Ef þið viljið lesa eitthvað um hvað kom fyrir mig á þessu ári, þá lesiði bara bloggið uppá nýtt! Allir sem nenna því mega koma í kökur og djús heima næsta sunnudag kl. 3.

Lítið að gerast í mínu lífi þessa dagana. Kíkti í ammæli á laugardaginn og það var bara aldeilis fínt. Við strákarnir hittumst áður heima hjá Atla og þetta var bara mjög fínt kvöld. Ég er líka búinn að vera að stunda það áhugamál mitt að sjá góðar bíómyndir. Horfði loksins á City Of God og hún er alveg frábær. Ég mæli með henni fyrir alla kvikmyndaáhugamenn, þótt ég viti ekki hvernig sé best að nálgast hana nema á netinu. Þetta er Brasilísk mynd og gef ég henni hiklaust fullt hús stiga. Hún er í sæti #58 yfir bestu myndir allra tíma á IMDb.com.

Ég er búinn að vera í ýkt góðu skapi síðan kuldakastið byrjaði. Skrítið því ég er að vinna úti (að hluta til amk) og er oft að deyja úr kulda, en samt er ég bara þvílíkt jollý og happý! Ekki er ég að kvarta, en mér þótti þetta bara skrítið. Ekki býst ég við því að einhver hafi sömu sögu að segja...? Jæja, en afsakið þetta ófyrirséða blogghlé hjá mér. Veit ekki alveg hvað er í gangi. :)
..:: magchen ::..

miðvikudagur, október 29, 2003

Pétur


Það fer að styttast í tíunda þúsundið. Þá á ég við heimsóknir á síðuna. Það eru nú ágæt tíðindi í sjálfu sér en það er svolítið síðan að mér varð bara alveg sama hverjir (og hvort einhverjir yfir höfuð) væru að kíkja á síðuna mína. Í byrjun snerist nottla allt um það, trekkja inn einhverjar heimsóknir og svona. Auðvitað er það skiljanlegt að maður sé ekki að blogga á hverjum degi eins og maður gerði, neistinn er að hverfa, og spurning hvort maður nenni að halda þessu áfram mikið lengur. Ekki missskilja mig, ég er ekkert að fara að hætta í bráð, en ég geri þetta fyrir mig og ef mér sýnist svo þá hætti ég bara. En ég hef ennþá gaman að þessu þannig að það er um að gera að halda áfram. En, nú er nóg búið að skrifa um ekki neitt. Tími kominn á að koma sér í rúmið.

Eða nei, ég ætla að segja ykkur eitt enn. Það gerðist alveg óvart að ég fékk skiptivinnu fyrir sunnudaginn, ég þarf að vinna núna á fimmtudaginn í staðinn. Fínt að detta niðrá svona. Það er nú ekkert planað ennþá, en það er alltaf gott að hafa möguleika á að taka sig til og kíkja á lífið ef fólkið í kringum mann er þannig stemmt. Annars er bara svaðalega fínt að hafa frí á sunnudögum, slappa af og gera sem minnst. Ég biðst afsökunnar á þessari innihaldslausu færslu, ég er mjög þreyttur. Góðar stundir.
..:: magz ::..

mánudagur, október 27, 2003

Ég nenni ekki í vinnuna.

Þetta verður mjög stutt færsla.

..:: magchen ::..

laugardagur, október 25, 2003

Ritzkex með Felix


Vá, ég vissi ekki að Felix væri svona cheesy staður. Tók ekkert smá eftir því í gær og reyndi hvað ég gat að losna þaðan. Það gekk illa því vinir mínir vildu vera hjá fallega kvenfólkinu. Það vildi ég líka en var ekki að meika þessa tónlist. Ég skaust aðeins (við þriðja mann) á Kapital og það var ágætt. Svona house tónlist, heldur hæg, hefði mátt vera hraðari hærri og helst í kjallaranum. En það var lokað í kjallaranum þannig að við dönsuðum bara uppi í soldinn tíma og fórum svo aftur til gauranna á Felix. Með stuttu stoppi á hundahótelinu Nellys. Voff. Ákaflega slappt þar enda kunna hundar ekki að dansa.

Þetta var svosem ágætt kvöld, ekkert brill samt, enda eru þau kvöld orðin afar sjaldgæf undanfarið. Spurning hvort þetta djamm dæmi sé svoldið óld eitthvað. Eða þá að ég sé bara óld, eða bara dán. Ég veit það ekki. Erfitt að segja. Ég held ég taki því nú bara rólega í kvöld og horfi jafnvel á Spirited Away. Hún er víst besta teiknimynd sem gerð hefur verið. Svo á ég líka Finding Nemo og á eftir að horfa á hana. Gamanaðessu.
..:: magchen ::..

föstudagur, október 24, 2003

Fæð


Einn maður...Ég vill ekki nefna þau blótsyrði sem streyma stanslaust gegnum huga minn núna því þau eru of hræðileg lesningar. Ég þurfti að búa til nýtt safn hrikalegra blótsyrða á íslensku til að geta lýst þeim tilfinningum sem ég ber í brjósti mér þetta fimmtudagskvöld í október. Einn maður ber ábyrgð á þessu. Einn maður.

Einn maður...Þessi maður benti mér á forrit nokkurt til að spila tónlist. Ég ætla ekki að segja ykkur strax hvaða forrit þetta er, heldur segja ykkur hversvegna ég legg fæð á það, algjörlega og innilega. Forritið spurði mig þegar ég hlóð því inní tölvuna mína hvort það ætti að leita að tónlistarskrám fyrir mig til að setja í svokallað 'Library'. Ég sagði 'nei', því ég vissi ekki hvað það hefði í för með sér. Þegar ég komst svo inn í forritið sá ég að ekki væri hægt að spila neitt í því nema tónlistin væri í þessu safni. Fyrst þessi fyrrnefndi maður hrósaði þessu forriti í hástert ákvað ég ekki að gefast upp áður en ég sæi hvað væri svona gott við það.

Einn maður...Því fór ég í 'Properties' og valdi þar möppuna með tónlistinni minni sem inniheldur rúmlega 1800 lög af ýmsu tagi. Ég valdi ekki þann kost að öll lögin yrðu vistuð í annari spes undirmöppu í þessu forriti því þá hefði ég tapað sjö gígabætum af harða diskinum mínum. Þessi lög birtust svo í forritinu og ég skoðaði fídusana í forritinu og allt í góðu lagi með það. Ekkert sérstakt svosem, bara venjulegt 'jukebox' forrit. Eða svo taldi ég í fyrstu.

Einn maður...Þegar ég svo fór að skoða þessa möppu mína blasti við mér skelfileg sjón. Þetta forrit, sem djöfullin sjálfur hefur eflaust klakið út í eigin persónu í hreiðri sínu í helvíti, hafði tekið allar tónlistarskrárnar og skipað þeim í möppur merktum viðkomandi listamanni!!! Það bjó til þrettán hundruð og sextíu möppur og sami listamaðurinn fékk fleiri fleiri möppur undir lög sem voru jafnvel af sömu geislaplötu!! Ekki nóg með þetta, heldur endurskýrði forritið allar skrárnar sem ég átti þannig að þær hétu einungis nafni lagsins en ekki nafni listamannsins eða númeri lagsins á plötunni sem það birtist á! Þvílíkar hörmunar hef ég ekki litið augum áður. Ef þetta hefði ekki fyllt mig morðóðum blóðþyrstum hatursfullum limlestingartilfinningum í garð skapanda forritsins og mannverunnar sem benti mér á það, þá væri ég eflaust gráti næst.

Einn maður...Ímyndaðu þér að einhver hefði tekið eitthvað sem þér þykir mjög vænt um, t.d. allar myndir sem þú hefur tekið í gegnum árin eða fjölskyldu þína og nánustu ættingja, og skellt þeim í risastóran þreskjara þannig að þau spíttust út hinumegin í tætlum, nær óþekkjanleg og vægast sagt viðbjóðsleg. Jújú, allir myndahlutarnir og líkamspartarnir væru enn til staðar, en ekki í þeirri mynd sem þú hefðir helst kosið. Svona líður mér, akkúrat eins og þér hefði liðið ef eitthvað í líkingu við það sem ég var að lýsa hefði komið fyrir þig. Ekki góð tilfinning, er það?

Ís...Ég held ég geti ekki komið fram hefndum á djöflinum, eða afkvæmum hans hjá Apple fyrirtækinu sem urðu valdir að þessari hörmung, en maðurinn sem sagði mér að bíta í eplið er í seilingarfjarlægð. Ég veit hvar hann á heima. Ef hann getur útvegað tíu bretti af bjór, 10 flutningabíla fulla af snakkpokum og nammi og 10 litla ísa í brauðformi á skemmri tíma en ég get útvegað mér haglabyssu, hlaðið hana og beint henni í átt til hans, þá er möguleiki að honum verði fyrirgefið um það leiti sem ég klára kræsingarnar.
..:: revenge ::..

þriðjudagur, október 21, 2003

Hotaru no haka


Ég sá áhugaverða mynd um daginn. Það var mynd sem ég sótti á netinu af því að hún fékk góða dóma á IMDb.com og hún heitir Grave Of The Fireflies (eða Hotaru no haka á frummálinu). Hún er japönsk frá árinu 1988 og er anime-mynd. Undanfarið hefur áhugi minn á slíkum myndum aukist mikið og er ég búinn að sækja nokkrar slíkar myndir og horfa á eitthvað af þeim. Þessi er virkilega góð og mæli ég með henni fyrir alla sem hafa áhuga á góðum bíómyndum. Þetta er ekki feel-good-movie, er er þó ekki jafn niðurdrepandi og sumir vilja meina á spjallinu á IMDb.com.

Hún fjallar um japönsk systkini og áhrif loftárása í seinni heimsstyrjöldinni á þau. Svolítið undarlegt í fyrstu að horfa á teiknimynd um svona viðfangsefni, en eftirá fór ég að velta fyrir mér ástæðunum. Auðvitað er dýrara að gera leikna mynd, amk þegar verið er að gera svona mynd því teikningarnar eru ekki ýkja flóknar. Þá meina ég miðað við gífurlega flóknar þrívíddar-teiknimyndir, en þó eru teikningarnar mjög fallegar. En önnur ástæða er aldur aðalleikarana. Það er að segja strákur sem er kringum fjórtán ára og stelpa sem er líklegast fjögurra ára. Ef gera á leikna mynd með svo ungum leikurum þá verður hún ekki sannfærandi. Teikningarnar aftur á móti gera þeim mjög góð skil og maður lifir sig algjörlga inní dramantíkina þrátt fyrir að myndin sé teiknuð. Litla stelpan er alveg æðisleg og myndin fjallar mest um samband þeirra systkina og erfiðleika þeirra.

Myndin er sem stendur í sæti #216 yfir bestu myndir allra tíma á síðunni, en í fimmta sæti yfir bestu teiknimyndirnar. Gaman að segja frá því að Kill Bill er í sæti 88, og færist sífellt ofar. Að mínu mati mætti hún fara enn ofar, amk í topp 20. Ég skrifa eflaust eitthvað um aðrar teiknimyndir sem ég sé því ég er búinn að ná í fleiri og þarf núna bara að finna mér tíma til að horfa á þær! Miklu skemmtilegra að tala um góðar myndir sem fáir hafa séð heldur en nýlegar slappar myndir sem allir eru búnir að mynda sér skoðun á, ekki satt? Ekki dæma þessa þótt hún hljómi kannski ekki spennandi því ég hafði mínar efasemdir líka, og því kom hún virkilega skemmtilega á óvart. Ef þú vilt vita meira þá hefur Roger Ebert fjallað um hana hér og svo er umfjöllun og nokkrar skemmtilegar myndir úr henni hér. Ef þig langar að sjá þessa mynd en getur ekki sótt hana á netinu eða fundið á leigu (ég hef ekki hugmynd um hvort hún sé til einhverstaðar) þá er lítið mál að tala bara við mig og ég lána hana fúslega. Maður er svo góðhjartaður þú skilur. :)
..:: good machen ::..

sunnudagur, október 19, 2003

Who am I?

I'm having trouble with my identity. Who am I? Ég og vinir mínir vorum að tala saman í partýi hjá einum okkar áðan og þetta voru óvenju einlægar samræður miðað við strákasamræður yrfirleitt. Við erum víst líkari en við gerum okkur grein fyrir. Við eigum allir erfitt og við erum ekki bara að þykjast. Hvað við munum verða, kröfur sem eru gerðar til okkar og kröfur sem við gerum til sjálfra okkar. Þetta er ekkert grín. Okkur líður oft illa, og við erum alllt of oft einir að kljást við okkar erfiðleika. Vinkonur (að ég held) taka oftar höndum saman um að leysa vandamál hverrrar og einnar vinkonu og hjálpast að, en við strákarnir erum aldir upp til að trúa því að við séum bara eins og við erum, engar flækjur, það eina sem við hugsum um eru stelpur og kynlíf og við förum að trúa því. Sannleikurinn er sá að við erum alveg jafn miklar tilfinningaverur eins og stelpurnar. Munurinn er sá að við fáum ekki að tjá okkur jafn mikið því það er búið að ala upp í okkur flestum (leyfi ég mér að fullyrða) að byrgja inni okkar vandamál því þau séu okkar eigin og komi engum við.

Þetta er svo mikill misskilningur að það hálfa væri helmingi meira en hellingur. Við hugsum alveg jafn mikið og stelpurnar um ýmsa hluti sem tengjast ímynd okkar og persónuleika. Það er bara miklu meira áberandi hjá stelpum. Ég er ekki að kenna einum né neinum um hvenig orðið er. Þetta er samfélaginu að kenna, og hvernig það hefur þróast. Það er erfitt og nánast ómögulegt að snúa við því sem verða vill, karlmenn verða bældari og bældari og óhamingjusamari að sama skapi. Mikið er talað um vonda sjálfsímynd unglingsstúlkna, en aldrei hef ég heyrt nokkrun mann minnast á sjálfsímynd unglingsstráka. Af hverju ætti það að vera svona miklu meira tabú umræðuefni heldur en hitt? Ég veit ekki betur en að við séum öll manneskjur og í allri umræðunni um "jafnrétti kynjanna" þá er nær undantekningalaust bara rætt um konur. Merkilegt en satt.

Hvort sem þeir viðurkenna það eða ekki þá munu allir strákar samsvara sér í þessari mynd af stráknum sem er að reyna að finna sjálfan sig í þessum frumskógi tilfinninga sem unglingsárin eru. Ekkert síður en stelpur. Tilfinningar er eitthvað sem stelpur og konur hafa og kemur okkur karlkyninu ekkert við. Þetta er ranghugmynd sem bæði karlar og konur hafa, og þótt það sé erfitt að breyta þessum gildum í okkar samfélagi þá skaðar það vonandi ekki að láta skoðun sína í ljós.

Við verðum að hafa opinn huga í því sem við hugsum um, ekki einbeita okkur bara að öðru kyninu eða einhverjum einstökum hópum sem um er rætt á hvejrum tíma. Þegar rætt er um kynþáttahatur þá er nánast án undantekninga rætt um hatur hvíta mannsins á þeim svarta. Hvað um það gífurlega hatur sem margir svartir menn leggja á þá hvítu og fara hvergi leynt með það? Er það eitthvað skárra í nútíma samfélagi heldur en hitt?

Þegar við ræðum um hluti sem koma okkur öllum við þá verðum við að muna að líta á allar hliðar málsins, ekki bara þá augljósustu. Vonandi hefur þú getað samsvarað þér með eða amk skilið eitthvað af því sem ég var að reyna að koma til skila með þessari færslu. Ég er nefnilega mjööög þreyttur og klukkan er að verða fimm á sunnudagsmorgni þannig að það er kannski ekkert skrítið. Endilega láttu skoðun þína í ljós um þetta málefni sem ég er búinn að vera að velta vöngum yfir þetta laugardagskvöld. Kannski segi ég ykkur eitthvað meira um þetta kvöld, en ég held að sú saga væri ekki þess virði. Frekar slappt verð ég nú að segja því miður. En nú segi ég góða nótt, eða góðan dag eftir því sem á best við hverju sinni þegar einhver les þessi orð í framtíðinni.
..:: magchen ::..

föstudagur, október 17, 2003

Kill Bill


Kill Bill er algjör snilld. Ég fór semsagt á hana í bíó í kvöld og allir sem fíluðu Pulp Fiction verða að gera slíkt hið sama. Hún er ótúlega flott og fyndin og algjör splatter. Uma Thurman er bara allt of kúl og er eins og fædd í þetta hlutverk. Enda er myndin skrifuð í kringum hana. Ég er frekar svekktur að þurfa að bíða þar til í febrúar til að sjá seinni hlutann en það verður bara að hafa það. S.s. fyrir þá sem ekki vita var myndin næstum fjórir tímar þegar hún var tilbúin svo þeir gerðu bara tvær myndir úr einni. Ég er algjörlega sáttur við þá ákvörðun því þetta var fínn skammtur í einu, maður varð ekkert leiður heldur hlakkar bara til að sjá hvernig þetta ævintýri endar. Tarantino er algjör snillingur og nú get ég með sanni sagt að hann sé minn uppáhalds leikstjóri. Djöfull var líka fyndið að sjá hann útúrdrukkinn í Jay Leno um daginn. Lét eins og fíbbl. Hann hefur eflaust ekkert skammast sín neitt lítið eftirá. En allavega, allir að fara að sjá Kill Bill. Mig langar líka að sjá fullt af fleiri myndum í bíó, t.d. Hero og Elephant og ætla að reyna að sjá þær um helgina því Eddu kvikmyndahátíðin er búin á sunnudag. Allir í bíó!
..:: max ::..

fimmtudagur, október 16, 2003

277 dagar í ammælið mitt!


Ég las grein í tímariti (sem þú færð þegar þú ferð í flugvélinni á leiðinni út) um daginn. Hún var um New York og var með fullt af flottum myndum og skemmtilegum texta um hin mismunandi hverfi í borginni. Allan daginn hugsaði ég varla um annað, mig langaði svo út. Ég var alveg að deyja sko. Mig langar þvílíkt að fara bara út strax á morgun, en ég verð víst að bíða. Ég var eiginlega bara ánægður með þetta því þetta kveikti í útþránni minni alveg uppá nýtt. Út vil ek.

Sem betur fer er Airwaves mjög slöpp í ár, því það er vinnuhelgi hjá mér þessa helgina. Ég var næstum búinn að kíkja á Kastró til að sjá einhverja dídjeija en svo gerði ég það ekki. Góð saga?

Lag dagsins: Maybe Tomorrow með Stereophonics.

Kona dagsins: Gamla konan sem ég sá þegar ég keyrði Hafnargötuna í kvöld, hún hélt á málverki.

Maður dagsins: Læknirinn sem tók á móti mér í heiminn.

Málsháttur dagsins: Sjaldan fellur óbarinn biskup langt frá eikinni.

Brandari dagsins: Kvað þaf marrga lessblindan til að skipa um ljósberu?

Friends quote dagsins: Pheobe: "Good bye Ross... forever!"

Simpsons quote dagsins: Bart: "I can't promise I'll try, but I'll try to try."

South-Park quote dagsins: Cartman: "Come on you guys you know the words! I hate you guys! ... You guys are assholes! ... Especially Kenny! ... (lalala)

Spurning dagsins: Hvað er langt í ammælið þitt?

Staðreynd dagsins: Women = Evil. Þetta er vísindalega sannað.

Orð dagsins: Cellar door.

Bíómynd dagsins: Hero með Jet Li.

Vefur dagsins: IMDb.com

Búddatrúarmaður dagsins: Jin Wo Hun.

Tíbet-búi dagsins: Hrafnkell Ómarsson Nef.

Hamborgari dagsins: MacDonalds hamborgarinn sem Davíð Oddson borðaði, fyrstur á Íslandi.

Dagsetning dagsins: 2. maí 1928.

Álfur dagsins: Bibbi úr steinvölu fyrir utan Ljótustaði í Suður-Múlasýslu.

Tilgangsleysi dagsins: Þessi listi.

Bloggari dagsins:
..:: mad magchen ::..

þriðjudagur, október 14, 2003

Framtíðin


Ótrúlegt hvað ég sé stutt fram í tímann núna í augnablikinu. Vinnan sem ég er í er bara örugg til áramóta, og ég held ég endist ekki til áramóta án þess að hengja mig í heyrnartólunum uppfrá í frílagernum. Ég er ekki að meika þessa heiladauðu þrælavinnu. Eina ástæðan fyrir því að ég lifi dagana af er að ég er alltaf að hlusta á tónlist, tónlist sem ég er búinn að elska lengi og nýja tónlist sem ég er búinn að sækja af netinu og fíla. En ég hef ekki enn komið mér í það að leita að annarri vinnu, og veit því ekkert hvernig það myndi ganga.

Ég segist ætla í skóla næsta haust, og meina það í hvert skipti sem ég segi það, en ég veit samt ennþá ekkert hvað mig langar að verða eða læra. Fyrir utan það á ég ekki bíl til að keyra í skóla í bænum og er viss um að ég yrði snargeðveikur á því að búa einn. Ég fullyrði það að ég geti það ekki, og ég ætti nú að þekkja sjálfan mig betur en flestir aðrir.

Heimsreisan er ennþá á teikniborðinu en ég er ekki búinn að ákveða neitt með hana. Nú hefur komið í ljós að það er stórviðburður í familíunni minni í apríl sem ég má helst ekki missa af, og það gengur ekki alveg eins og í sögu að safna peningum. Nema kannski ef sagan væri Oliver Twist eða Vesalingarnir eða eitthvað. Peningarnir virðast hverfa úr mínum höndum jafnharðan og hefur upphæðin staðnað á reikningnum. Ég eyði jafn mikið og ég græði. Og það sem ég á er minna en helmingur þess sem ég áætlaði að ferðin myndi kosta.

Þannig að það eru spennandi mánuðir framundan í mínu lífi þar sem flettist ofan af hverri ráðgátunni af annari! Vonum bara að ég verði duglegur að skrifa hérna um þær flækjur sem kunna að myndast, og þær sem vonandi leysast að lokum að sama skapi. Þetta var Magchen sem skrifaði og þú sem last. Takk fyrir. (ný könnun)
..:: magchen ::..

föstudagur, október 10, 2003

Hundrað í hættunni


Mig langar að skrifa svona hundrað lista eins og nokkrir bloggarar hafa verið að gera. Ég skrifa hann örugglega en ég efast um að ég þori að birta hann því mér finnst oft óþægilegt að viðurkenna of mikið fyrir fólki sem maður þekkir án þess að fá eitthvað á móti. Mér er alveg sama hvort fólkið sem ég þekki ekki lesi eitthvað svona um mig. Jæja, það verður víst bara að koma í ljós hvort listinn endi hér eða ekki. Þetta er samt mjög sniðugt, maður kemst að svo miklu um viðkomandi á svo stuttum tíma. Þessir hafa t.d. gert svona lista nýlega: Einar Örn, Beta, Þórir, Katrín.is og þessi. Þið verðið bara að tjékka aftur hérna fjótlega! :)
..:: max ::..

miðvikudagur, október 08, 2003

One of those days...


Ef ég myndi blogga núna þá myndi það eflaust enda í reiðilestri yfir alheiminum og sjálfum mér. Þannig að ég ætla bara að hlífa ykkur við því. Sumir dagar eru bara svona.
..:: shell ::..

mánudagur, október 06, 2003

Mista mista


Lítið af frétta af vinnuvígstöðvunum núna. Enginn vill bakka með neitt þannig að það er allt í hers höndum ennþá. Það verður gaman að sjá hvernig þetta fer, en ég held að ég þurfi að fara að leita mér að annari vinnu. Ég ætla ekki að láta bjóða mér þetta þannig að ef þetta tekst ekki hjá okkur þá fer ég eitthvað annað. Það var meira að segja inní myndinni að ég reyndi að redda mér vinnu á Akureyris, og myndi þá búa hjá pabba nottla bara. Það væri örugglega gaman. Ég er ekki búinn að prófa það í... vá, tólf ár. Það er svoldið mikið. Það væri nottla fínt að fá tilbreytingu, en ég er ekkert að búast við að ég fengi einhverja svaka vinnu þarna uppfrá (miðað við íslandskort). Never say never.

Annars held ég bara áfram að sækja bíómyndir í tölvuna mína. Það er líka svona helvíti gaman. Ekki það að ég hafi tíma til að horfa á þetta allt. Sportið er bara að sækja myndirnar. Þetta er svona eins og að hnýta flugur. Það er gaman að hnýta flugu eftir flugu þótt þú ætlir ekkert að veiða fist með hverri einustu... Vá, þetta var örugglega ein versta samlíking í sögunni. Hey, common, ég er svoldið þreyttur. Samt er ég ekki að fara að sofa því það er ekki vinna á morgun. Þegar ég er í fríi vill ég ekkert eyða kvöldunum (eða nóttunum) í það að sofa því ég get sofið út daginn eftir. En ef það er vinna daginn eftir þá vill ég heldur ekki fara snemma að sofa því þegar ég vakna þá þarf ég að fara að vinna, og ég vakna hvort sem er alltaf þreyttur sama hversu lengi ég sef. Um að gera að nýta því bara tímann og sofa sem minnst. Nýta tímann segi ég. Eyða honum í vitleysu væri nærri lagi. En það er allt í lagi því undanfarið hef ég verið að lifa eftir mottóinu "Life is what happens while you're busy making other plans." Þannig að ég ætla að plana sem minnst. Þetta er lífið sama hver stefnan er. Og núna ert þú að eyða lífi þínu í að lesa bloggið mitt. Þú myndir hvort eð er ekkert gera neitt merkilegt í dag. Af hverju ekki að rifja upp kynni þín af þessari síðu og lesa allar færslurnar uppá nýtt!? :) Já, það er góð hugmynd.

Þetta var vinnuhelgi þannig að ég gerði ekkert merkilegt. Fyrir utan eitt. Ég hitti vinkonu mína sem ég hef ekki hitt í rúmlega eitt ár, en ég hitti hana að vísu bara í þetta eina skipti fyrir rúmu ári. Við höfum semsagt verið í símasambandi (aðallega sms sambandi) í þetta ár án þess að hittast. En núna erum við orðnir beztu vinir og ætlum að hittast oftar. Hún er frábær.

Mig langar í kisu.
..:: mista mista ::..

föstudagur, október 03, 2003

(það er komin ný könnun)


Gaman að vera í verkfalli. Samt erum við ekkert í verkfalli, það er meira að segja bannað að segja það. Við mætum bara ekkert í yfirvinnu þar til að þessir fáránlegu stjórnendur þessa fyrirtækis (sem vita ekkert skemmtilegra en að níðast á fólkinu sem þeir eru með í vinnu til að halda öllum hundóánægðum og til að græða nokkrar krónur í viðbót) viðurkenna að það sem þeir eru að bjóða okkur er fyrir neðan allar hellur og taka það til baka. Þeir eru að reyna að gera allt til að vélarnar komist út á tíma. Allir verkstjórarnir á öllum vöktunum eru alltaf í vinnunni alveg á milljón að reyna að láta þetta ganga. Ég held að þeir geti bara ekki haldið þessu svona áfram. Það er vonandi að allir haldi þessari frábæru samstöðu áfram og mæti ekki á aukavaktir svo þeir skilji hversu öflug við getum verið ef við stöndum öll saman. Vonandi að fleiri deildir í fyrirtækinu taki okkur til fyrirmyndar og hætti að láta níðast á sér. Það er voða gaman í vinnunni núna, svaka baráttuhugur í öllum og fátt talað um annað en hvernig þetta gengur og hversu mikið er búið að fjalla um þetta í fjölmiðlum. Gaman að hafa eitthvað til að berjast gegn. :)

Fyrir þá sem langar til að vita um hvað deilan snýst, þá er stjórnin að byrja á nýju ráðningakerfi. Allir sem koma nýjir inn í fyrirtækið eiga að fara á tvöfaldar vaktir, sem þýðir að á milli traffíka, semsagt frá átta á morgnana til þrjú á daginn, fara þeir og sinna öðrum störfum hjá fyrirtækinu. Vefja heyrnartól eða hjálpa í fraktinni eða verkstæðinu. Þetta er miklu meiri vinna og ekkert borgað aukalega. Tíminn þarna á milli er heldur alls ekki alveg dauður tími því það eru oft vélar á morgnanna eftir átta, alltaf ein,tvær eða þrjár vélar í hádeginu og traffíkin er farin að byrja klukkan tvö en ekki þrjú. Svo þarf að setja olíu á tækin, setja tækin á stæðin og gera allt klárt fyrir traffíkina. Allt þetta leggst núna á miklu færri manneskjur því það eru svo margir sem fara í eitthvað annað milli traffíka. Semsagt, aukning á vinnu hjá öllum, og enginn fær meira borgað.

Einhverjir segja auðvitað, isss þið getið nú bara unnið þann tíma sem þið fáið borgað og þurfið ekkert að fá einhvern svaka hvíldartíma á milli. Málið er að í fyrsta lagi erum við að vinna við ömurlegar aðstæður. Við erum á hnjánum allan tímann að hlaða á fullu, oft erfiðri frakt og þungum töskum (sem mega vera eins þungar og fólkið vill á leið til ameríku, töskurnar eru oft þrjátíu uppí fjörtíu og stundum fimmtíu kíló hver). Því er mikið álag á bak og axlir og mikið um meiðsli þess vegna. Þetta er skorpuvinna og því vinnum við á fullu, oft án þess að fá kaffipásu, alla traffíkina. Auðvitað þarf maður hvíld á milli traffíka því þetta þarf maður að gera tvisvar á dag. Þetta er illa launað og stjórnin gerir allt til að halda fríðindum okkar í lágmarki. Þegar á því að skella miklu meiri vinnu á allan mannskapinn án þess að fólkið fái meira borgað þá er skiljanlegt að við látum í okkur heyra. Ég réð mig í það starf að vera hlaðmaður, ekki að vefja heyrnartól (sem er b.t.w. alveg hrikalega leiðinlegt og fer illa með bakið). Vonandi taka þeir bara sönsum sem fyrst. Ég læt ykkur vita hvernig gengur. Baráttukveðjur vel þegnar! ;)
..:: mags ::..

miðvikudagur, október 01, 2003

Koma so!!


Það er ekkert smá. Ég er alveg hlessa á þessum viðbrögðum. Við ákváðum í vinnunni að standa saman og mótmæla þessum fáránlegu aðgerðum sem stjórn IGS er að taka í þessum nýjustu ráðningum. Við ákváðum að frá og með morgundeginum munum við ekki mæta á aukavaktir þar til þeir hlusti á okkur og viðurkenni vald okkar ef svo má að orði komast. Það má ekki koma fram við okkur eins og skít endalaust. Við héldum fund í dag sem var virkilega vel sóttur og þar mætti verkalýðsforingi og fór yfir málin með okkur. Svo fór ég bara á fótboltaæfingu og svona með vinnuköllunum og skellti mér svo í bíó með strákunum. Og núna þegar ég er kominn heim þá er þetta bara forsíðufrétt á textavarpinu og líka efst á mbl.is og þar var sagt að þetta hefði líka verið í tíufréttum í sjónvarpinu! Ef þetta er ekki spark í rassgatið fyrir stjórnendur þessa fyrirtækis þá veit ég ekki hvað. Svo eru allar deildir innan fyrirtækisins að fara að tala saman og vonandi hætta þeir að koma svona illa fram við alla, ekki bara okkur hlaðmenn. En ef allt gengur að óskum og við fáum fram það sem við viljum þá þarf ég ekki að fara í þessi guðsvoluðu heyrnartól! Og það eru svo sannarlega gleðifréttir. Joy to the world! ;)
..:: magchen ::..

mánudagur, september 29, 2003

24


Þetta var nú ekki svo erfitt. Ég er núna heima hjá mér og var að koma úr vinnunni núna rétt áðan. Það er svosem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að ég fór í vinnuna seinnipartinn í gær. Ég vann semsagt í 24 tíma straight og það var bara alls ekki svo slæmt. Ég náði nú alveg að leggja mig svolítið í nótt, einu sinni í klukkutíma og einu sinni í tvo. Það verður samt afskaplega fínt að fá að halla sér á eftir.

Laugardagurinn var frekar misheppnaður verð ég nú að segja. Ég fór á Gaukinn og trallaði þar með verðandi vinsælustu hljómsveit Íslands, Underwater. Ég held ég kalli þá alltaf þetta þegar ég minnist á þá héðan af. Það var að vísu hörkufjör þegar þeir voru að spila en gleðin fór dvínandi eftir því sem leið á. Ég og Johnny erum eiginlega orðnar fyrstu grúppíur þessarar sveitar og erum bara stoltir af því! Þeir voru að hita upp fyrir Skímó. Við vorum nú voða stutt eftir að Skímó byrjuðu enda komum við gagngert til að sjá upphitunarsveitina sem stóð sig með prýði. Ég fékk meira að segja að hjálpa til að stilla upp trommusettinu þeirra áður en þeir byrjuðu, svaka gaman. En já, við fórum til að leita að meiri stemmningu en sú leit bar því miður ekki árangur. Hún fannst barasta hvergi og því fór restin af kvöldinu í að reyna að koma okkur heim sem tókst auðvitað á endanum.

Fréttir úr vinnunni. Ég er búinn að fá framlengdan samning fram að áramótum, en ég er ekkert viss um að ég kæri mig nokkuð um að vinna þarna áfram. Þeir eru búnir að setja á tvöfalt kerfi fyrir alla sem koma nýjir inn sem þýðir að á milli traffíka á ég að vera að vefja saman gömul heyrnatól! Það er nottla ekki mönnum bjóðandi þannig að ég fer eflaust að leita mér að nýrri vinnu. Að vísu er smá uppreisnarhugur í liðinu þarna uppfrá þannig að það gæti verið að eitthvað fari að breytast til batnaðar á þessum vinnustað. Kemur allt í ljós. But enough about me, how have you been?
..:: max ::..

föstudagur, september 26, 2003

Nothing man


Fríhelgi framundan. Og hvað gera óheitbundnir, ríkir ungir menn á fríhelgum? Ég er amk ekki að fara að spila Lúdó get ég sagt ykkur. Mig langar að kíkja í bæinn á morgun eftir pílusessjónið mitt (ég ætla að valta yfir þessa dúdda) og finna mér eitthvað techno. Ég er þannig (og hef eflaust minnst nokkrum sinnum á það hérna á blogginu) að öðru hverju, með nokkurra mánaða (helst vikna) millibili, þá verð ég að finna mér þvílíkt techno djamm og taka út uppsafnaða dans-flipp þörf mína fyrir þetta tímabil. Og núna er allt of langt síðan ég djammaði með almennilegri hardcore techno tónlist. Verð að bæta úr því. Verst hvað það eru fáir sem ég þekki sem fíla svoleiðis djamm. Hmmm... anyone? Svo er nottla ball í Stapa á laugardaginn, spurning hvort maður kíki ekki bara þangað líka. Þetta kemur bara allt í ljós. Held það sé amk fín stemmning fyrir þessu balli.

Í sambandi við þessa fyrirsögn og þessa mynd með þessari færslu. Núna frekar nýlega hefur tvisvar verið minnst á við mig að ég sé óflokkanlegur. Að allir hafi eitthvað sérstakt einkenni... eða hvernig ætti ég að orða þetta. Allavega, enginn virtist geta flokkað mig og því komst þetta fólk að þeirri niðurstöðu að ég væri bara normal. Ég hata það. Ég er ekkert normal! Það er frekar ömurlegt finnst mér bara. Ef við erum að tala um flokkun eins og rokkari/hnakki/arty-farty eða eitthvað annað, þá er ekki hægt að setja mig í neina katagoríu. Ekki það að það sé eitthvað hræðilegt, en ég þvertek fyrir að vera bara einhver melló gaur sem dýrkar ekkert og hatar ekkert. Einhver sem er bara. Lætur sér lynda við alla og enginn hefur sérstakt álit á. Bara svona nothing man. Ég held að Pearl Jam hafi verið að syngja um mig ef þetta er satt. Er þetta satt? Ef ekki, hvað er ég? Er ömurlegt að vera óflokkanlegur? Eða er það bara kúl? Endilega látið mig vita, ég er ekki sáttur við þetta.
..:: noone special ::..

þriðjudagur, september 23, 2003

Cookie dough


Það var rosalegt veður um helgina. Æðislegt að vera að vinna úti uppá heiði í svona roki. Ég reyndi að tala við einn vinnufélaga minn en það var ekkert hægt, orðin fuku bara burtu og lentu einhverstaðar annarstaðar. Stundum heyrði ég óvart eitthvað sem einhver sagði 200 metrum frá mér því orðin fuku burt frá honum og hittu ekki þann sem hann var að reyna að tala við. Það var svona hvasst.

Ég er næstum orðinn alveg lost aftur. Ég stefni enn á heimsreisu á næsta ári, en fyrirkomulag hennar verður ekki eins og ég er búinn að vera að plana það síðustu mánuði. Heimskspekingurinn (linka ekki á hann því hann er letibloggari, og nei ég er ekki letibloggari líka, i'm just going through a dry spell) er beiler, hann er hættur við að fara í mars eða apríl. Hann ætlar í ágúst eða eitthvað. Held að það sé bara til að losna við að fara með mér. Það er ekki sjens að ég fari einn. Ég hef bara enga löngun til þess. Ef maður ætlar að upplifa eitthvað svona (og þetta á við um flestar aðrar upplifanir) þá á maður að gera það með einhverjum öðrum. Ef þú sérð eða heyrir eitthvað æðislega flott þá langar þig að hafa einhvern til að deila því með og tala við. Þetta á amk við um mig.

En ekki er öll von úti enn. Fleiri vinir mínir hafa talað um að fara í heimsreisu og amk einn er nú þegar farinn að setja pening til hliðar. Þannig að út verður farið, þótt óráðið sé hvernig, hvenær og hvert. Þetta fer allt einhvernvegin.

Mér finnst að allir ættu að elska Scrubs jafn mikið og ég. Þessir þættir eru æðislegir! Endalaust fyndnir og enginn hlátur í dós. Þeir geta líka verið nokkuð djúpir og meika það alveg, en það er þessi kaldhæðnis/farsa húmor sem ég elska við þá. Allir karakterarnir eru frábærir, húsvörðurinn er snillingur og Dr. Cox er ekkert smá fyndinn. Ég er búinn að niðurhala báðum þáttaröðunum sem hafa verið gerðar. Núna í kvöld voru að hefjast sýningar á þeirri seinni í ríkissjónvarpinu. Allir að horfa á Scrubs á mánudagskvöldum! Nú eða niðurhala bara þáttunum af netinu. :)
..:: just me ::..

laugardagur, september 20, 2003

Óstöðvandi


Já ég er formlega búinn að henda frá mér öllum fyrri yfirlýsingum um að ég sé að spara peningana mína. Mér fannst ég ekki geta verið að misbjóða þessari internet-tengingu af aðalsættum með minni arfaslöku eldgömlu tölvu, þannig að ég sópaði útúr henni innvolsinu og keypti mér nýtt. Ég er semsagt kominn með nýja tölvu. Eða svo gott sem, ég keypti allt nýtt sem skiptir máli, nema skjáinn sem er hinn ágætasti. Í þetta eyddi ég þó ekki gríðarlega miklum peningum og þótti ég fá nokkuð mikið fyrir peningana sem er auðvitað hið besta mál. Núna er ég semsagt með mjög góða nettengingu (kominn með 1500 strax) og feykinóg af diskplássi (eigum við að veðja hvað ég verð fljótur að fylla 120 GB?). Ekki veit ég hvert þetta stefnir en það barasta hlýtur að vera ólöglegt því það er svo skemmtilegt. Elísabet spurði mig í gær hvort ég væri kominn með ALSD, og það finnst mér ákaflega góður punktur, þetta er ávanabindandi, örugglega meira heldur en LSD. En ég er ákaflega þreyttur og framundan er vinnuhelgi þannig að ég held að það sé ráðlagt að koma sér í bólið.

Og já, ég verð nú að monta mig smá. Ég fór í pílumót, eða svona pílu'get-2-gether' með einhverjum gaurum sem ég hélt að væru miklu betri en ég. Búnir að stunda þetta nokkuð lengi. Ég hélt ég myndi skít-tapa þessu, en annað kom á daginn. Ég var bara ekkert síðri en þeir og þegar upp var staðið var ég búinn að vinna flesta leikina! Djöfull er maður nú seigur. Ég verð örugglega í þessu núna öll föstudagskvöld þannig að þið fáið að vita hvernig þetta gengur. Ég verð að reyna að halda þessu áfram fyrst þetta byrjaði svona vel.
..:: mags ::..

sunnudagur, september 14, 2003

ADSL


Já, ég hefði nú getað sagt mér þetta sjálfur. Ég er orðinn algjör netfíkill, alveg uppá nýtt. Þetta gerðist bara á föstudagskvöldið þegar ég loksins settist niður til þess að prófa nýju tenginguna mína. Hún er nú svosem ekkert merkileg, bara venjuleg 256 kbit tenging (verður fljótlega 1500 kbit) en það er pínulítill munur frá gömlu 33.6 tengingunni minni. Og þegar ég segi pínulítill þá meina ég risastór! There is no turning back. Á föstudagsnóttina náði ég í 200 MB af dóti og það er ennþá slatti eftir á netinu sem ég get náð í. :)

Ég var nú samt helvíti duglegur í á föstudaginn. Ég og Johnny tókum okkur til og fórum tvær ferðir á haugana með drasl úr bílskúrnum og röðuðum öllu uppá nýtt. Þannig að nú er því ekkert til fyrirstöðu að skella þar inn svosem eins og einu borðtennisborði! Já, það er rétt, við erum loksins búnir að redda okkur borði og fáum það líklegast á morgun. Þá verður nú kátt í bílskúrnum.

Ég kíkti á djammið í bænum í gær. Byrjaði á að kíkja í partý til verðandi vinsælustu hljómsveitar Íslands, Underwater. Það er nýbúið að stofna hana og á hún eflaust eftir að gera góða hluti. Númi sundkall er í henni og spilaði hann á bassa þótt hann sé nú gítarleikari aðallega held ég. Svo röltum við með þeim á giggið þeirra. Þeir voru að spila á Vídalín... þeir segi ég. Það er nú ein stelpa í hljómsveitinni, söngkona úr Hafnarfirði held ég, syngur líka bara þrusuvel. Þau stóðu sig bara mjög vel og ég og Johnny vorum í því að draga fólk (þegar ég segi fólk þá meina ég stelpur) frá borðunum sínum og útá dansgólf og það var kominn slatti af liði, bara mjög gaman segi ég. Svo fórum við á röltið, ég fann eitthvað meira af vinunum og við héldum áfram að djamma. Fínasta djamm bara. Djambara.

En núna ætla ég að halda áfram að blasta tenginguna mína hér í þynnkunni. Ég fann góða leið með hjálp góðra vina til að svindla á kerfinu. Tjah, svindla og ekki svindla. Nebbla ef ég tengist hjá Háskólanum þá má ég downloda eins og vitleysingur frá útlöndum og enginn segir neitt! Það eru engar hömlur á því, þannig að þessi 100 mb sem ég er að borga fyrir eru engin hindrun núna! :) Enda duga þau ótrúlega stutt. Held ég hafi klárað þau á föstudagskvöldið! Well, c'est la vie.
..:: madsl ::..

þriðjudagur, september 09, 2003

Tíðindi úr mannheimum


Ljósanótt kom og fór, ágætis djamm það. Nennti ekkert að vera niðrí bæ um daginn, eða réttara sagt nennti enginn að hanga með mér niðrí bæ þannig að ég fór bara um kvöldið. Það var fínt, flugeldasýningin ekkert smá flott. Svo var bara allt of kalt þannig að ég fór bara í Stapann og var þar. Helvíti gott ball. Svo mörg voru nú þau orð.

Og hér eru fleiri. Ég er búinn að vera á leiðinni að kaupa mér DVD spilara í um það bil þrjú ár uppá dag. Undur og stórmerki gerðust í gær, ég fór og keypti mér spilara. Ég er líka búinn að vera á leiðinni að kaupa mér ADSL tengingu í tvö ár. Enn meiri undur og þeim mun meiri stórmerki gerðust í gær, ég fékk mér ADSL líka!! Alveg hreint magnað. Ég sem er að spara peninga. Enda keypti ég ódýrustu tenginuna (og það á tilboði) og ódýrasta spilarann (sem spilar öll kerfi) þannig að ég á nú alveg nokkrar krónur eftir. Nú er bara tvennt eftir á listanum yfir það sem ég ætla að leyfa mér að kaupa áður en ég fer í peningasvelti (eins og ég geti það eitthvað!). Það er pínulítil uppfærsla á tölvunni minni, og stafræn myndavél.

Johnny (a.k.a. Cookie) var svo góður að lána mér sjónvarp svo ég gæti nú sloppið við að deila nýju græjunni (DVD) með fjölskyldunni, því ég hef aldrei verið þeirra forréttinda aðnjótandi að vera með sjónvarp í herberginu mínu. Aðallega sökum þess að við höfum yfirleitt verið með afar fáar sjónvarpsstöðvar og því hef ég talið enga þörf á sjónvarpi bara fyrir mig. Núna erum við með tuttugu og eitthvað stöðvar og ég er að vinna í því að fá kapalinn inn í herbergið til að tengja við glænýja eldgamla 14'' sjónvarpið "mitt". Þannig að í herbergið mitt er komið sjónvarp með 20+ stöðvum, tölva með ADSL tengingu og DVD spilari. Ég mun semsagt vera þar þar til annað kemur í ljós, eflaust á árinu 2009 þegar mig fer að svengja. Þið megið því búast við afar einsleitum færslum næstu sex árin.

Nei nei, það er nú ýmislegt annað í gangi hjá mér. Ég er enn að reyna að redda mér borðtennisborði til að hafa útí bílskúr, þar sem ég er nýbúinn að koma fyrir píluspjaldi, skorborði, sófa og græjum. Spurning um að redda líka ísskáp og bretti af bjór og þá gæti maður flakkað milli herbergisins og bílskúrsins næstu sex árin. Þvílík afþreyingarárátta hjá mér þessa dagana. Kannski af því að ég vinn bara 15 daga í mánuði og er ekki búinn að mæta í sund í fleiri mánuði (stendur til að bæta úr því, jafnvel í dag) og er alveg laus við skóla og heimavinnu og slíkt vesen. Þetta verður örugglega ágætur vetur. Vill einhver kíkja í heimsókn? :)
..:: magchen ::..

fimmtudagur, september 04, 2003

Hindber


Ég er barasta alveg hættur að vera með samviskubit yfir því að fá einhvern til að vinna fyrir mig á laugardaginn. Ég fékk annan mann til þess sem ætlar að vinna fyrir minni pening, bara það sama og ég hefði fengið fyrir vaktina ef ég hefði unnið sjálfur, þannig að ég tek mér bara launalaust frí einn dag. Svo er ég búinn að vera svaka duglegur þessa dagana að vinna aukavinnu þannig að ég er löngu búinn að vinna upp þessa upphæð. Nú er bara að vona að veðrið verði sæmilegt og þá held ég að þetta kvöld geti orðið þrususkemmtilegt. Spurning hvort maður mætir á ballið eða verði bara niðrí bæ, það er ennþá allt inní myndinni.
..:: magchen ::..
:)


Ég fer á ljósanótt! Jay! Það hlaut að enda svona. En ég fer ekki á uppistandið, maður getur nottla ekki gert ALLT (akkuru getur maður ekki bara gert ALLT???) Ég er bara að vinna aukavaktir á fullu þangað til því ég þarf nottla að borga þetta. Að vísu var ég á deiti í kvöld sem gekk bara vel. Mjög casual og fínt eitthvað. Hmmm... ólíkt mér að gefa upp eitthvað svona hér á blogginu. Tjæja, aldrei að vita nema þig fáið að vita meira! ;)
..:: mags ::..

mánudagur, september 01, 2003

Fátt er svo með öllu illt...


...að ekki boði Ljósanótt. Það er ennþá vonarglæta fyrir niðurbrotinn mann. Ef ég er til í að punga út 10 þúsund kalli þá fæ ég örugglega einhvern til að vinna fyrir mig. Er með fégráðugan Pólverja í huga, spurning hvort maður tími þessu. Ef ég þekki mig rétt, sem ég tel mig gera, þá endar það með því að ég láti reyna á þetta. Fylgist spennt með hér á blogginu mínu.
..:: max ::..
Næsta helgi


Næstu helgi er rosalega mikið að gerast. Á föstudaginn er uppistand með Pablo Fransesco og það verða örugglega einhverjir íslenskir snillingar að hita upp, eflaust bara snilld. Fyrir þá sem ekki fara á það eru stórtónleikar í Keflavík þar sem Maus er aðal númerið. Á laugardeginum er ljósanótt, allir sem maður þekkir í heiminum niðrí bæ og frábær stemmning. Hafnargötufyllerí og ball í Stapa. Næsta helgi verður helgi sem maður mun eflaust minnast á næstu árin. Næstu helgi...

Næstu helgi verð ég að vinna. Næstu helgi er næturvakt hjá D-vaktinni. Næstu helgi verður það eina sem ég geri að vinna og sofa, jú og gráta. Ef ég hef tíma þá kíki ég kannski og hoppa niður af Berginu. Næstu helgi langar mig aldrei að minnast á aftur, sem er frekar erfitt því hún er ekki einu sinni liðin. Hún er að læðast aftan að mér smám saman, og ég hata hana. Ég er svekktasti maður í heiminum. Ekkert uppistand, engir tónleikar, engin ljósanótt, engin flugeldasýning, ekkert ball, ekkert fólk. Bara ömurleg vinna. Svekktari mann er erfitt að finna. Ef þið finnið hann, gerið honum þá greiða og bindið þá enda á þjáningar hans.

Ég á eflaust eftir að velta mér uppúr þessu alla vikuna, og ef ég skildi gleyma því í augnasekúntu, þá á ég góða vini sem eru alltaf til staðar og munu minna mig á það um leið. Ég er ekki að fara að gera neitt skemmtilegt næstu helgi. Alltaf gott að geta treyst á vini sína. Samúðarkveðjur eru þáðar með þökkum. Kaldhæðinn húmor er það ekki.

Mig langar að segja allir að taka þátt í nýrri könnun, en það ætla ég ekki að gera. Bara stelpur að taka þátt í nýrri könnun. Þetta ætti að verða áhugavert. Bannað að skrökva. Og ef einhver vill útskýra svarið sitt eitthvað nánar þá má nota komment kerfið í það.
..:: svekkti maðurinn ::..

sunnudagur, ágúst 31, 2003

Dansiball


Það var bara þrusuhelvítigaman á ballinu í gær. Alveg stappað af fólki, örugglega svona 600-700 manns, ég sem hélt að þeir ætluðu bara að selja 500 miða, þá er amk líft í Stapanum. En það var þá nottla bara meira af fólki til að hitta, og ég hitti alla örugglega átta sinnum. Var á fleygiferð til að hitta fólk, því það finnst mér skemmtilegast. Að vísu dansaði ég líka helling því það er gaman líka. Ég endurtók sem betur fer ekki leikinn á menningarnótt, því ég var bara rólegur í strumpameðalinu og er ekki einu sinni þunnur í dag. Ég er búinn að fá að vita hvað gerðist á mennningarnótt og sem betur fer þá man ég bara ekkert eftir því. En ég á góða vini sem björguðu lífi mínu, bókstaflega liggur mér við að segja því ég var kominn út af skemmtistað í miður góðu ástandi og hefði eflaust bara drepist þar hefðu þau ekki fundið mig. Úff, maður verður að passa sig á svona. Sem betur fer gerist þetta bara örsjaldan. Vonandi skemmtir þú þér vel í gær hver sem þú ert og hvað sem þú gerðir. Ég held ég skelli mér í sturtu núna, ekki veitir af.
..:: magchen in action ::..

fimmtudagur, ágúst 28, 2003

Flýgur fiskisagan...


Híhí, þetta finnst mér fyndið. Nóttina eftir Foo Fighters kíkti ég á bloggið hjá henni Betu og sá að hún var að skrifa eitthvað um hann Jónsa í Í svörtum fötum. Þar sem ég hafði séð hann fyrr um kvöldið þá skrifaði ég í komment kerfið hjá henni að ég hafði séð hann stela bland í poka úr sjoppu í Hafnarfirði, sem mér sýndist einmitt hafa gerst fyrr um kvöldið. Ég hafði alls ekkert ætlað að tala um þetta sérstaklega en fyrst þetta hitti svona vel á þá ákvað ég að segja Betu hvað ég sá. Hún tók þetta auðvitað nærri sér enda er maðurinn í guðatölu hjá henni.

En kraftur kjaftasögunnar er greinilega meiri en ég gerði mér grein fyrir hér á þessu skeri okkar. Núna er Jónsi greinilega búinn að frétta þetta og skrifa svaka yfirlýsingu um hvað gerðist (sem fjallaði að vísu líka um að hann sé ekki hommi, ég held að hann þurfi að kaupa sér barnalæsingar á skápinn sinn því fólk er alltaf að rífa hann út úr skápnum án þess að hann fái neitt við ráðið, en þess má geta að ég hef enga trú á að hann sé hommi og talaði ekkert um það í umræddu kommenti). Yfirlýsinguna frá Jónsa má lesa í komment kerfinu mínu undir síðustu færslu, eða á síðunni hjá Betu. Jónsi skilaði greinilega blandinu aftur í hilluna áður en hann labbaði út, og biðst ég hér með formlega afsökunnar á að hafa þjófkennt hann. Hehe, ég er mest hissa á þessu sjálfur, að þetta hafi náð svona langt. Enn ein sönnun þess hvað Ísland er pínu-pínu-lítið.

Annars er næst á dagskránni hjá mér Sálarball í Stapa um helgina! Djöfull hefði það verið fyndið og toppað allt saman ef það hefði verið Jónsi með sveitina sína að spila um helgina. Ég hefði eflaust pikkað í hann og sagt honum að það hefði verið ég sem var að slúðra um hann á netinu. Kannski hefði hann orðið rosalega svekktur, það er erfitt að vera frægur á Íslandi.
..:: max in black ::..

miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Bloody fucking brilliant!


Það gátu nú allir sagt sér það sjálfir hvað það yrði gaman að sjá Foo Fighters í Höllinni, en samt trúir maður því varla eftirá hvað þetta var mikil snilld. Alveg frábærir tónleikar, og ef Dave Grohl stendur við orð sín og mætir hér árlega héðan í frá, þá læt ég mig sko ekki vanta.

Við vorum mættir snemma þannig að við þurftum að bíða svolítið til að fá að heyra fyrstu tóna kvöldsins sem voru frá Vínil. Allt í lagi svosem, en ég er ekkert að fíla þá alveg í botn. My Morning Jacket voru næstir og voru bara virkilega góðir. Ég bjóst svosem ekki við neinu enda aldrei heyrt neitt frá þeim, en nokkur laganna sem þeir tóku fannst mér bara mjög góð og á ég eflaust eftir að downloda einhverju með þeim áður en langt um líður. Fyndið að sjá söngvarann því hann var með rosalega mikið krullað hár og það hékk fyrir andlitinu á honum næstum allan tímann. Svolítið eins og að horfa á Chubaka (eða hvernig sem það er skrifað) syngja og spila á gítar.

Eftir dúk og disk var svo komið að aðalatriðinu, eða klukkan tíu (húsið opnaði sjö). Það er nú bara normið þannig að ég var ekkert hissa eða leiður á að bíða, það jók bara á spennuna. Dave Grohl steig á sviðið og ef hann hefði ekki þaggað niður í fagnaðarlátunum með því að byrja að tala þá held ég að lætin hefðu bara aldrei hætt. Hann sagði okkur hvað hann og hljómsveitin hans hefði verið að gera þessa tvo daga hér á Íslandi og lýsti yfir ánægju sinni með land og þjóð eins og flestir gera. Þeir höfðu étið á Stokkseyri og rambað þar í fylleríi sínu inná æfingarhúsnæðið hjá Nilfisk, ungri hljómsveit þaðan. Þeir fóru víst bara að djamma með þeim, Grohl á trommurnar og læti, og þeir urðu allir svo góðir vinir að Nilfisk spilaði eitt lag áður en Foo Fighters byrjuðu. Þvílíkur draumur örugglega fyrir þessa stráka maður. Maður gat ekki annað en öfundað þá því þetta er nottla algjör draumur. Fá að spila í troðfullri höllinni með eins dags fyrirvara og á undan ekki ómerkari sveit en Foo Fighters!

En svo byrjuðu þeir og tóku hvern hittarann á fætur öðrum þar til að maður var orðinn alveg mökk sveittur, reyndar var ekki þurr þráður á manni eftir svona tvö lög. Samt hoppaði maður eins og vitleysingur og öskraði með lögnum allan tímann eins og lög gera ráð fyrir. Engin smá stemmning allan tímann maður. Þetta voru alveg snilldar tónleikar. Áður en þeir hættu hélt Dave aðra ræðu sem fjallaði um að þeir hefðu fundið nýja uppáhalds landið sitt í heiminum og hann lagði líf sitt að veði um að þessi orð væru sönn, þannig að maður gat nú ekki annað en trúað honum. Hann lofaði líka að koma hingað árlega héðan í frá þannig að það verður ekki langt að bíða eftir álíka stemmningu í höllinni.

Og fyrir þá sem voru í stúkunni, þetta var ekki jafn slæmt og þetta leit út fyrir að vera. Svona á þetta að vera! Troðningur og hiti og læti allann tímann! Að vísu voru hrindingar í þessum rosalega troðning byrjaðar frekar snemma, löngu áður en Foo Fighters byrjuðu. Það var ástæðan fyrir því að ég nennti ekki að vera alveg fremst, en ég var á mjög fínum stað þar sem maður hafði passlega mikið pláss til þess að slamma og láta eins og fífl, en sá samt sviðið allan tímann. Ég sá hvað eftir annað að fólk var dregið upp úr þvögunni fremst og heyrði að það hefði liðið yfir einhverja. En vonandi beið enginn alvarlegan skaða af. Á tímabili var alveg manndrápshiti hjá okkur líka, en það var bara stemmning. Maður var farinn að festast við fólkið í kringum sig og svona. Skemmtileg aðferð til að skiptast á líkamsvessum við ókunnuga. Enda var það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim að hoppa í sturtu.

Þetta kvöld sýnir það og sannar að ef það eru rokktónleikar í Höllinni þá er bara bannað að missa af því. Það er alltaf svo ótrúlega gaman og fólk talar alltaf um svona hluti heillengi eftirá þannig að maður verður bara svekktari eftir því sem á líður að hafa misst af einhverju svona. Ég þekki amk einn mann sem getur sagt ykkur allt um það, nefni engin nöfn. En núna er ég farinn að sofa langþráðum svefni, lappirnar á mér eru komnar í verkfall. Sem betur fer er ég að fara á næturvakt og fer því ekki að vinna fyrr en seinni partinn á morgun. Góða nótt.
..:: magchen ::..

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

Borðtennis


Mig langar í borðtennisborð. Ef þig langar að gefa mér svoleiðis eða veist um einhvern sem langar að losna við svoleiðis fyrir lítinn pening þá máttu alveg láta mig vita. Væri vel þegið. Ég fæ svona bakteríu í mig og bara verð að framkvæma! Er að spá í að hreinsa út úr bílskúrnum og spila þar borðtennis eins og brjálaður maður þar til ég losna við bakteríuna. Held að það taki samt nokkur ár. Um að gera að byrja strax! :)
..:: mag pong ::..
Draumfarir, fávitar og Fú fæters


Ég hef látið vita hérna á blogginu ef eitthvað mikið gengur á í draumaheimi mínum, og baráttu mína við að ná stjórn á draumum mínum. Um daginn var kjörið tækifæri fyrir mig til að taka í taumana og ráða atburðarásinni en ég var of heimskur til að sjá í gegnum þetta. Ég var á þjóðhátíð í eyjum og það var dagur. Ég man ekki með hverjum ég var en við vorum í sjoppu. Ég átti tíkall og fór í spilakassa. Mér tókst að vinna mig upp og endaði í þrjátíu og fimm þúsund kalli! Ég tók það út og var ekkert smá ánægður með alla þessa peninga. Ég sagði við fullt af fólki að mig væri búið að dreyma þetta svo oft (sem er satt) og loksins væri þetta að rætast! Þetta hlyti bara að vera í alvörunni, þetta var ekki fáránlega há summa, og það var allt svo raunverulegt.

Þarna hefði ég nottla átt að fatta að ég var ekki að vinna neinn pening í alvörunni og vaknaði stuttu seinna. Mætti halda að ég væri spilafíkill því mig dreymir stundum svona "stóri vinningurinn" drauma og það er alltaf spilakassi, aldrei lottó eða neitt svoleiðis. Þetta var í fyrsta skipti sem það var ekki einhver risa summa sem ég vann þannig að ég trúði þessu. Jæja, ég fatta þetta bara næst og læt eitthvað magnað gerast.

Beta er eitthvað að velta sér uppúr gagnrýni frá öðru fólki. Sem betur fer er ég ekki frægur því ég myndi ekki höndla of mikla gagnrýni á það sem ég er að gera. Fólk er nefnilega fáránlega cruel stundum. Fólk hefur verið að segja við mig að fara í djúpu laugina bara uppá flippið því maður er síngúl og vitlaus. Ég myndi svosem alveg meika að gera mig að fífli fyrir framan alþjóð ef ég vissi það ekki að það væru þúsundir manna að gagnrýna mig heima í stofu. Maður gerir þetta sjálfur, dæmir fólk alveg á stundinni, en maður myndi aldrei vilja vera dæmdur svona sjálfur nema maður sé eitthvað fullkominn, sem enginn er (en sumir virðast halda).

Þegar maður dæmir heima í stofu þá er það svo auðvelt því maður þarf ekki að hitta fólkið, og það er eins með netið. Málið er bara að á netinu þótt þú sért í hæfilegri fjarlægð þá heyrir fólkið samt gagnrýnina og tekur hana örugglega inná sig ef maður segir eitthvað slæmt. Auðvitað er það nottla tilgangurinn hjá sumum, að særa annað fólk, en það er eins og ég hef áður sagt, algjörlega tilgangslaust. Með því að drulla yfir aðra þá ertu ekki að upphefja sjálfa/n þig eins og svo margir halda heldur að nudda sjálfum þér uppúr skítnum í leiðinni. En það er eins með þetta og annað, þótt ég myndi prédika þetta í hundrað ár myndi enginn breytast. Þess vegna eru þetta næstum tilgangslausar vangaveltur. Það er sem ég segi, Botnleðja sagði það best, fólk er fífl.

En á morgun er það Foo Fighters! Það verður gaman. Hversu gaman kemur í ljós hér á blogginu annað kvöld. Þá sem eiga ekki miða hvet ég til að hringja í Skífuna á morgun og tjékka hvort þeir selji ekki ósóttar pantanir á morgun. Gæti hafa verið í dag eða bara ekkert yfir höfuð, en það sakar ekki að reyna. Þannig komst ég á Rammstein, og fólk er ennþá að tala um Rammstein tónleikana. Maður má bara ekki missa af svona viðburðum. Sjáumst í höllinni á morgun! :)
..:: foo maggi ::..

mánudagur, ágúst 25, 2003

Rut fann illa kallinn aftur!


Þeir baggalúts menn eru alltaf góðir. Mér þykja samhverfurnar bestar. Prófaðu að lesa fyrirsögnina afturábak. Hvernig dettur þessum mönnum þetta í hug? Það er ég ekki alveg að fatta. Nema að setningar eins og Arafat sarð rök skörð Rastafara komi reglulega fyrir hjá þeim og þeir hafi bara allt í einu fattað að hún er alveg eins afturábak og áfram. Brilliant.
..:: max ::..

sunnudagur, ágúst 24, 2003

Anna K...


Maður þarf greinilega að heimsækja vef amazon.com oftar. Úff maður. Ég veit ekki hvað það er við þessa manneskju, en það er greinilega eitthvað. U guys know what I'm talkin' about. Ég er bara heima núna hálf veikur. Fór ekki í vinnuna, ætla ekki að gera sömu mistök og síðast. Þá varð ég smá veikur en "harkaði það bara af mér" og mætti til vinnu en varð bara veikar og veikari og var svo heillengi að ná þessu úr mér. Svona er þetta. Maður verður að reyna að læra af mistökum sínum þótt það gangi stundum frekar illa. En núna, píla!
..:: magchen ::..

laugardagur, ágúst 23, 2003

Sumarfrí á enda...


Jæja krakkar mínir, núna er sumarfríið á enda og allir byrja í skólanum. Allir nema ég. Ég held áfram að vinna og vinna eins og hestur og skattarnir sem ég borga fara í að halda kennurunum ykkar við efnið og vonandi ykkur líka. Einhverjir hafa kvartað yfir bloggleysi undanfarinna vikna, jújú, fólkið vill fá bloggið sitt. Ég ákvað viljandi og óviljandi að taka mér smá frí, en til allrar hamingju er það búið. Ein af ástæðunum fyrir að ég tók mér pásu var að það vantaði einhvern ferskleika, og til þess að rífa hann upp þá hef ég breytt útliti síðunnar nokkuð. Gamla uppsetningin heldur sér að mestu en nýjir litir, nýtt nafn og nýr haus á síðuna setur vonandi örlítið nýjan brag á hana fyrir veturinn. Endilega segið mér hvað ykkur finnst um þetta í könnuninni hér til hægri. Þess má geta að metþáttaka var í síðustu könnun (líklega vegna þess að hún var uppi svo lengi) og í henni þóttust níu af fjörtíuogníu heita Jón. Af því dreg ég þá ályktun að 52.000 Íslendingar beri nafnið Jón. Þar sem helmingurinn er kvenkyns hlýtur því 36,5% íslenskra karlmanna að heita Jón. Það er nokkuð hátt hlutfall. Ég er að spá í að birta þessar niðurstöður í fjölmiðlum og sækja svo um vinnu hjá Gallup. Þeir myndu eflaust taka mér með opnum örmum.

Annars er ekkert mikið að frétta af mér. Ég fór eins og flest mannsbörn á Íslandi á menningarnótt og það var gaman. Ég týndi þó símanum mínum sem var ekkert gaman, hann var bara tveggja vikna gamall og getur því ekkert spjarað sig einn. Tvöhundruðogfimmtíu símanúmer missti ég þar líka og á eflaust ekki eftir að fá nema brot af þeim aftur. Tilgangslaust að svekkja sig á svona hlutum. Enda var þetta eflaust mér að kenna. Ég man nefnilega ekkert eftir miðnætti þessa nótt, og þá meina ég ekki neitt. Þeir sem geta veitt upplýsingar um hvað ég gerði þessa nótt mega hafa samband við lögregluna í Keflavík, eða bara skrifa hérna í shout-outið.

Ég ætla að reyna að vera duglegur að skrifa hérna hér eftir og um ókomna tíð, enda er fólk farið að byrja í skólanum og svona og þá fer netnotkun uppúr öllu valdi. Einhver verður að sefa múginn á þessum síðustu og verstu tímum. Góðar stundir.
..:: max ::..

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Tvöfaldur vodki í Húsavíkurjógúrt...!


Hehe, já það var sko gaman í Eyjum. Fór á fimmtudagskvöld og kom heim á mánudagskvöldi. Bara gaman, fjögur fyllerí og hvert öðru betra. Sunnudagurinn toppaði allt og það var þá sem þessi undraverði drykkur var fundinn upp. Ekki undraverður að því leiti að hann hafi verið góður, en hann var drykkjarhæfur og það kom mikið á óvart. Ég drakk hann að minnsta kosti með bestu lyst og enginn ældi sem smakkaði. Þetta var bara snilld. Ég nenni ekki að koma með díteilaða ferðasögu því ég nenni ekki að skrifa hana í fyrsta lagi og það nennir enginn (eða teljandi á einum fingri hægri handar) nennir að lesa svo langa færslu. Kem kannski samt með einhverjar djúsí sögur inná milli í komandi færslum. Er styttra og oftar annars ekki að virka vel í ykkur lesendur mínir báðir? Ég held það bara. :)
..:: max ::..

fimmtudagur, júlí 31, 2003

Eyjar eyjar eyjar eyjar eyjar EYJAR!!!!!


Ég er að fara til Eyja! Jibbí! Þið fáið eflaust einhverjar sögur úr Eyjum, en veit ekki hversu ítarlegan pistil ég nenni að skrifa. Þetta verður ekkert nema gaman held ég, spáð fínu veðri og svona. Vonandi kemst rellan þarna á milli, mér er sagt að það taki 6 mínútur að fljúga frá Bakka. Kannski 7 ef maður reiknar með öllum bjórnum. Vonandi verður flugstjórinn ekki kominn í Eyjafílinginn, það gæti endað illa. Skemmtið ykkur vel um helgina hvað sem þið eruð að fara að gera! Við heyrumst eftir helgi! :D
..:: magchen ::..

þriðjudagur, júlí 29, 2003

Zup?


Ég held að það hafi aldrei liðið jafn langur tími milli færsla (færslna!?) hjá mér nema ég hafi farið útúr bænum. Ég er búinn að vera að vinna og sofa. Lítið meira. Jæja, ég lýg því nú alveg, en það sem ég hef gert þar á milli er nú ekki frásögu færandi. Og því hef ég ekki fært ykkur frásögur af því. En nú styttist í eyjar og ég er farinn að hlakka verulega til. Held að þessi helgi verði ekkert nema snilld! Sama hvernig veðrið verður, þetta verður geggjað gaman. Ég er að fara með svo mikið af skemmtilegu fólki að þetta bara getur ekki klikkað! Og við ætlum að reyna að slá upp heljarinnar tjaldbúðum saman þannig að maður missi nú ekki af fólkinu, því ef allir eru á víð og dreif, þá er allt eins víst að maður hitti suma bara ekkert alla helgina. Það eru rosalega margir sem ég þekki að fara til eyja, en hvað ert þú að fara að gera? Allir sem lesa þetta verða að skrifa og segja hvað þeir ætla að gera um helgina! Algjört möst! :)
..:: magchen ::..

miðvikudagur, júlí 23, 2003

Learn to fly


Ég á miða á Fú Fæters. Við fórum fjórir saman á föstudagsmorguninn og biðum í ca tvo klukkutíma eftir miðum. Hugsunin var svona, æi ég hef ekkert betra að gera þannig að just in case... Og það var líka staðreyndin að það var uppselt á fjórum tímum. Helvíti vorum við sáttir við að hafa farið þegar við féttum það, en ekki jafn sáttir við að hafa ekki keypt fleiri miða. Ekki bara til að selja á okurverði þeim sem misstu af miðasöluni, heldur fyrir vini okkar sem voru ekki svo heppnir að ná að redda sér miða. Jæja, það skiptir nú ekki máli héðan af, kannski verða haldnir aukatónleikar, hver veit?

Ég sá flottasta bíl í heimi í gær. McLaren Benzinn (SLR McLaren) sem var verið að nota í að taka upp auglýsingu uppá jökli var að fara aftur út í gær með flugi. Ég var að vinna og við fengum að taka af honum silki ábreiðuna og opna bílinn og skoða hann hátt og lágt. Og vá hvað þessi bíll er fallegur! Maður slefaði alveg yfir þessu, ótrúlegt að bíll geti látið manni líða svona. Það bættist nottla við að það má enginn sjá hann og einhverjir ljósmyndarar voru búnir að liggja í leyni til að ná myndum af honum. Við fengum að sjá inní hann og skoða hann allan og snerta. Úff... mig langar í þennan bíl. Það komu tveir bílar til landsins, svartur og silfurgrár, og þetta var sá svarti sem ég sá. Það er smá munur á þeim fyrir utan litinn, og þessi svarti verður ekki einu sinni framleiddur. Það er bara svona concept car, sá einni í heiminum, handsmíðaður frá grunni. Hinn mun kosta svona 30 milljónir í Þýskalandi, sem væri svona 50 milljónir hingað til lands. Hann á að koma út einhverntíman í haust. Þessi silfurgrái fer út á föstudaginn. Sjúklega flottur bíll. Ég gat ekki hætt að snerta hann, hann var meira að segja ýkt flottur þegar ábreiðan var yfir honum! Það munaði litlu að afturendinn rækist í flugvélina þegar við vorum að setja hann inn, og ég stökk til og ýtti honum frá. Hann hefði eflaust ekki farið alla leið og rekist í, en samt, ég hefði verið til í að fórna mér bara fyrir þennan bíl. Pæliðíðí! Og ég er ekki einu sinni bíladellukall. Núna langar mig bara í þennan bíl. Það er slatti af fólki sem á eftir að gefa mér ammælisgjöf... ætli þau geti ekki bara slegið saman?
..:: max ::..

mánudagur, júlí 21, 2003

Bús-í-tað


Það hefur vart farið framhjá glöggum lesendum þessa forláta bloggs að oft er eftirvænting mikil á þessum bænum þegar styttist í skemmtilegan atburð. Slíkt ku minnka ánægjuna af téðum atburð sé mark tekið á nokkrum fjölda fólks sem heldur þessu statt og stöðugt fram og yppir því öxlum og vill ekki viðurkenna að litlu fiðrildin í maganum stafi af neinu nema vondum hægðum þegar tilhlökkun segir til sín. Þessar Gróusögur afsannaði ég endanlega, þó ekki væri nema fyrir undirrituðum, um þessa helgi.

Ég var búinn að hlakka mikið til þessarar bústaðarferðar enda er gaman að halda uppá afmælið sitt með bestu vinum sínum og bústaðarferðir hafa hingað til ekki verið neitt annað en mjög skemmtilegar. Ferðin stóð líka algjörlega undir þessum væntingum og vel það. Þetta var alveg æðislega gaman. Hreinasta snilld jafnvel. Ég, Kristinn og Biggi (nenni ekki að nota dulnefni í þessari færslu, veit ekki af hverju) lögðum af stað um miðjan föstudaginn og stöldruðum við nokkra stund í Reykjavík þar sem við löbbuðum Laugarveginn í æðislegu veðri og skoðuðum ljósmyndasýninguna niðrí bæ, sem er ekkert smá flott. Við náðum að vísu bara að skoða tæplega helminginn þannig að maður á eflaust eftir að kíkja þarna aftur. Síðan komum við okkur uppí bústað eftir að hafa þrætt hverja einustu búllu á Selfossi í leit að ísmolum, því þótt ég hafi lagt mér til munns ólgandi heitan Tuborg (og það tvo) í algjöru hallæri á Hróarskeldu, þá komst ég ekki upp á bragðið með það. Það hefði verið auðveldara að finna Íslending á Laugarveginum heldur en að finna svo mikið sem einn falan ísmola á Selfossi í þessu über góða veðri sem var á föstudaginn. Þannig að við létum okkur nægja ískalt kranavatn til að kæla bjórinn og tókst það ágætlega. Fólkið fór fljótlega að mæta á svæðið og við chilluðum í sólinni, sötrandi, maulandi og spjallandi. Dormandi.

Seinna á föstudagskvöldinu rölti sirka helmingurinn af gestunum (fimm eða sex strákar) niður að vatni til að busla smá. Vatnið var nottla skítkalt, en það var svo grunnt að við komumst útí mitt vatn (og það er ekkert lítið) og þó náði vatnið bara uppað hnjám! Auðvitað lentum við svo í slag og menn duttu í ískalt vatnið hvað eftir annað. Skemmtilegast var þó á leiðinni uppúr því ef maður hljóp eins hratt og maður gat uppúr var alveg eins og maður væri að hlaupa ofan á vatninu, bæði fyrir þann sem á horfði og þann sem hljóp! Það var ekkert smá gaman og fyndið og mikið var blótað að Pamela væri ekki með í för (Pamela er myndbandsupptökuvél fyrir þá sem ekki þekkja til). Svo var farið í pottinn í bústaðnum og bara djammað fram eftir nóttu. Mjög gaman allt saman.

Þegar við vöknuðum á laugardeginum var veðrið lítið síðra þótt ekki sæist til sólar alveg strax. Þrír sváfu uppi á þaki í góða veðrinu og lofuðu mjög þá reynslu því veðrið var svo rosalega gott. Ég sé eftir því að hafa ekki prófað það. Við fórum aftur niður á strönd, í þetta skiptið á annan og mun flottari stað hjá vatninu og við lékum okkur heillengi útí vatninu við það að kasta á milli okkar bolta og ærlsast bara. Það var miklu skemmtilegra en það hljómar, veðrið var geggjað og allt eitthvað svo skemmtilegt bara. Einn inniskór ákvað að leggja sjó undir skó (ekki land undir fót semsagt) og týndist útí vatni. Ég mæli ekki með því að ganga langar vegalengdir, berfættur á einum eða fleiri fótum á rauðamöl. Það er ekki gott, og sérstaklega af því að ég var kominn meira en hálfa leið þegar ég fattaði að láta einhvern lána mér sokk. Dagurinn var alveg frábær, mikið legið í sólbaði, aðallega uppá þaki, og segir eldrauður líkami minn allt sem segja þarf um gæði veðursins og heimsku eiganda líkamans, því sólaráburður var með í för en ekki nýttur sem skildi. Alltaf gott að vera gáfaður eftirá, og líka fyrirfram í þetta skiptið, en bara ekki meðan leikurinn stendur sem hæst.

Smá umskipti voru þetta kvöld. Gestir fóru og aðrir bættust við, en sumra var saknað sem ekki komust. Auðvitað var kíkt aftur í pottinn, mikið spjallað og hlustað á tónlist og spilað á gítar og sungið. Hráefni hafði verið keypti um daginn á Selfossi til að útbúa bongu sem var og gert, hlaut hún hið virðulega nafn Drullusokkur. Drullusokkur verður eflaust vel nýttur á komandi Þjóðhátið, en ekki var hann mikið notaður þarna, og í helming þeirra skipta sem hann fékk að spreyta sig fékk pallurinn bróðurpartinn af bjórnum en ekki eigandi hans sem horfði á eftir áfenginu renna niður um glufurnar. Ég er ekki frá því að potturinn (sem ekki hefur enn hlotið nafn að mér vitandi) hafi líka fengið einn bjór. Var það ekki gæðum Drullusokksins að kenna, því þau voru fín, heldur vankunnáttu þeirra sem léku um hann höndum. Úr þessu kunnáttuleysi verður bætt á komandi Þjóðhátið, því það er mjög skemmtilegt að verða kenndur án þess að þurfa að drekka, bara láta áfengið renna ljúflega niður í maga á örfáum sekúntum í hvert skipti. Þó bera að varast ofnotkun eins og heitan eldinn, bitur reynsla kennir manni það (vonandi).

Tónlist skipaði stóran sess í þessari ferð, bæði læv og úr hinu snilldar hljóðkerfi sem sett var upp á staðnum. Þar var efst á öllum vinsældarlistum lag úr þeirri frábæru mynd Donnie Darko (sem ef þú ert ekki búin/n að sjá ættir að gera það hið snarasta) og heitir lagið Mad World. Frábært lag og þú ættir að downloda því ólöglega af netinu um leið og þú ert búin/n að lesa þessa færslu (sem fera að styttast í annan endann).

Sunnudagurinn fór svo í afslöppun, pott, og mikla og langdregna tiltekt og þrif, sem stafaði af þreytu ferðalanganna. Það fylgir þó alltaf og þegar allir taka til hendinni er það ekki svo mikið verk. Helst að skilja allt eftir hreinna en það var þegar maður kom, bara svona til að þakka fyrir sig. American Style var svo heimsóttur af okkur þremur bílfélugunum sem ég minntist á í upphafi. Arnaldur Svakanaggi var svo skoðaður í Terminator III, og er sú mynd bara mjög góð. Betri en ég bjóst við og þó hafði ég miklar væntingar. Best að lýsa því þannig að hún er betri en Matrix 2 að mörgu leyti, en þó ekki öllu. Og hvað stelpan sem leikur vélmennið er flott! Úff, og hún er bara tuttugu og þriggja ára. Ætli maður eigi sjéns? Ég myndi líklegast vera of hræddur við hana, því að í tvo tíma í kvöld þá trúði litla hjartað mitt því að hún væri vélmenni. Ölluheldur vélkvendi. En nú tekur við vinna, en það er einungis ein og hálf vika í Eyjar 2003. Það verður gaman. Þetta sumar verður bara betra og betra. Vonandi höfðuð þið það gott í blíðunni. Góðar stundir.
..:: magchen, 21, and still going strong ::..

fimmtudagur, júlí 17, 2003

Old


Jæja, þá er maður formlega orðinn hundgamall. Tuttugu og eins árs gamall ef við viljum fara útí smáatriði. Þetta er svosem ekkert merkilegt afmæli, það gerist ekkert nema maður getur ekki lengur sagt að maður sé tvítugur sem var frekar hentugt. Fínt að vera tvítugur. En Tuttugu OG EINS árs, þá er maður nú bara kominn með aðra löppina í gröfina sko. Nei ég segi svona, ég er nú ekki alveg svona svartsýnn. Ég fékk bara eina afmælisgjöf, og hún var frá frænda mínum. Hinir sem samkvæmt lögum er skylda að gefa mér gjöf segjast allir ætla að gera það seinna. Isss segi ég nú bara. En ég var ánægður með einu gjöfina sem ég fékk. Það var tjald! Lítið tveggja manna kúlutjald, fínt fyrir þjóðhátíð. Svolítið skot á mig að vísu, ég hef ekki verið heppinn með tjöld á þessu ári en það er önnur saga. Sú saga tengist bústaðnum sem ég er að fara í um helgina. Það er sko alvöru afmælisveislan mín, fullt af vinum mínum útí sveit í bústað á frábærum stað með heitum pott, heila helgi. Bara djammað og djúsað og slappað af þess á milli í góða veðrinu sem er búið að lofa mér að verði um helgina. Úff hvað það verður gaman.

Spurning hvort maður fari ekki á föstudaginn fyrir bústað og kaupi sér miða á Fú Fæters. Ég er nú ekkert mikill fan, en lögin þeirra sem hafa komist í einhverja spilun eru amk skemmtileg þannig að ég held maður verði ekkert svikinn af þessu. Vonandi þarf maður bara ekki að bíða allt of lengi í biðröð því það gæti orðið svolítið leiðigjarnt. Kemur allt í ljós. Ég ætla ekkert að lofa uppí ermina á mér hvenær ég pósta næst, ég veit að það hefur minnkað verulega hjá mér að blogga og kenni ég sumrinu um. Þá eru líka færri á netinu og þar af leiðandi minni umferð um síðuna mína. Þó eru alltaf einhverjir sem nenna að skoða og er það besta mál. Ég skrifa meir þegar eitthvað skemmtilegt gerist, í síðasta lagi eftir bústaðarhelgina. Og að lokum vill ég óska djammara.is krúinu til hamingju með nýju síðuna. Endilega tjékkið á því. Ég átti hugmyndina af því að það sé hægt að skrifa sjálfur texta undir hverja mynd og neita ég að nokkur annar hafi átt þar hlut að máli. Gaman að það sé tekið mark á manni endrum og eins. Meira síðar.
..:: max ::..

laugardagur, júlí 12, 2003

Ammæli


Ég er kominn á næturvaktir í vinnunni. Það þýðir að ég byrja að vinna klukkan hálf sex á daginn og vinn til hálf sex á morgnanna aðra hverja vinnutörn. Þetta er orðið svolítið flókið þannig að það er eiginlega ómögulegt fyrir aðra að vita hvort ég er í vinnunni eða ekki. Ég er samt búinn að redda öllu í sambandi við verslunarmannahelgi, það er allt klappað og klárt. Við fljúgum sex saman á fimmtudagskvöldinu til Eyja frá Bakka. Eina vandamálið er að koma sér á Bakka. Hmmm... jæja, það er seinni tíma vandamál.

Núna er vinnuhelgi hjá mér og það er næturvakt í ofanálag. En næsta helgi verður svakaleg. Ég á nebbla ammæli á miðvikudaginn (blóm vinsamlegast afþökkuð en stórir pakkar þáðir með þökkum) og næstu helgi verður haldið uppá það með pompi og prakt! Ég mun þó ekki halda partý þannig að það þýðir ekkert að mæta heim til mín og ætla að snýkja af mér bollu eða bjór. Nei nei nei, það virkar ekki svoleiðis í ár. Í ár verða bara örfáir sem fá að njóta góðmennsku minnar og gjafmildi. Hvað ætti ég að gefa mikið upp á þessari stundu... mmm... áfengi... sveit... heitur pottur... ég held að þetta sé nóg að sinni. Djöfull verður gaman. :)
..:: magchen, it's your birthday ::..

miðvikudagur, júlí 09, 2003

Love is in the air...


En ekki fyrir mig samt. Mér finnst ég samt alltaf verða var við ást útum allt og það getur verið svolítið pirrandi. En samt ekki. Gott að vita að það eru ekki allir jafn óheppnir og ég. Vá hvað ég hljóma eins og gamall bitur piparsveinn, en það er ekki tilgangur þessarar færslu. Mig langaði að tala um fólk sem ég sá á Hróarskeldu. Ekki bara fólk almennt, heldur tvær manneskjur sem ég sá þegar ég var að horfa á Massive Attack spila lög sín í Arena tjaldinu. Mér fannst þeir ekkert sérstakir og horfði því mikið á fólkið í kringum mig, og bara rétt fyrir framan mig var par. Hann var hvítur, með skegg, í stuttbuxum, kannski svona þrítugur. Hún var aðeins dekkri á hörund, leit út fyrir að vera frönsk eða eitthvað, aðeins eldri en hann en ekki mikið. Hún var voða lítil og hann virkaði stór miðað við hana þótt hann hafi bara verið svona meðalmaður.

Það skiptir svosem ekki máli hvernig þau litu út, ég var bara að segja frá því til að benda á hversu ólík þau voru. Þau litu út fyrir að vera frá sitthvoru landinu og sitthvorri menningunni. Þau gætu þess vegna bæði hafa verið dönsk, ég minnist ekki að hafa heyrt í þeim tala þannig að ég veit það ekki. Mest allan tímann stóð hún þétt uppað honum og snéri að honum og horfði upp á andlit hans og brosti. Ég hef aldrei séð jafn mikla ást skína úr augum og andliti einnar manneskju áður. Augun hennar tindruðu og hún brosti og var svo hamingjusöm í faðmi hans að ég bara gat ekki hætt að horfa á þau. Þau voru alein í heiminum, horfðu bara á hvort annað og kysstust stundum. Þau voru svo ástfangin að það var æðislegt.

Ég veit ekki hvort þau kynntust þarna um daginn eða höfðu þekkst allt sitt líf. Ég giska á eitthvað þar á milli, frekar nýlegt par sem fór saman á Hróarskeldu, en hefðu getað verið hvar sem er, bara ef þau væru saman þá væru þau jafn hamingjusöm. Myndin af andliti hennar er alveg gróin í huga mér. Kannski náði ég ekki að lýsa þessu alveg nógu vel, en mér fannst alveg frábært að sjá þau saman og langaði að reyna að deila því með ykkur. Mig langar í svona.

Þið getið alveg búist við fleiri sögum af Hróarskeldu fljótlega, so stay tuned! Og á morgun fæ ég myndirnar sem ég tók (og sem ég eyddi morð fjár í að framkalla) og það er aldrei að vita nema ég nenni að skanna eitthvað af þeim og setja á netið ef þær eru flottar, en þetta voru einnota myndavélar svo það gæti brugðið til beggja vona. Vonum það bezta.
..:: max ::..

þriðjudagur, júlí 08, 2003

Stelpumál á Hróarskeldu


Í fyrrinótt dreymdi mig að ég væri á Hróarskeldu 2004, semsagt það var liðið ár og ég var mættur aftur á svæðið. Það var eitthvað búið að breyta svæðinu og ég held ég hafi verið að leita að strákunum. En svo fór ég að hugsa, bíddu það er ekkert svo langt síðan ég var úti, það er ekki sjens að það sé liðið heilt ár! Mig bara hlýtur að vera að dreyma. En í stað þess að vakna þá ákvað ég að nýta tímann og læra inná nýja skipulagið fyrst ég var nú einu sinni mættur þarna og ætla að fara að ári. Svona getur maður verið skrítinn. Ég vissi að mig væri að dreyma en fattaði samt ekki að mig gat ekki mögulega verið að dreyma svæðið eins og það verður á næsta ári! Eða hvað...

Ég fékk símhringingu í dag. Það var æstur aðdáandi bloggsins míns sem heimtaði framhald af Hróarskeldusögunni (ok ég ýki smá, en símtalið átti sér stað). Ætli ég tali ekki bara um stelpumálin núna. Ef þú þekkir mig eitthvað þá býstu eflaust við því að þau hafi verið algjörlega misheppnuð. Og það er alveg laukrétt. Ég er farinn að halda að það vaki yfir mér illur andi sem lokar algjörlega á alla sigra í þeim málunum. Allavega. Áður en hátíðin sjálf byrjaði, ég held það hafi verið á miðvikudeginum, þá kynntumst ég og Stony nokkrum dönskum stelpum. Við röltum með þeim um svæðið og spjölluðum við þær og kíktum með þeim í eitthvað tjaldbúðapartý hjá dönsku fólki sem þær þekktu. Ég varð soldið skotinn í einni þeirra, köllum hana bara Louise, því hún heitir það. Louise var voða sæt og saklaus stelpa eitthvað en mjög skemmtileg og var alveg að fíla mig líka. Ég held amk að það hafi ekki verið bara í hausnum á mér (þótt ég hafi verið búinn með nokkra bjóra). En auðvitað um leið og ég var farinn að fíla hana þá segir hún (eða vinkona hennar) mér að hún eigi kærasta! Go figure! Auðvitað, hlaut að vera. Hann var ekki á svæðinu, og þrátt fyrir tilraunir mínar til að sannfæra hana um að hann væri ekki nógu góður fyrir hana (ekki mjög göfugmannslegt kannski, en bjórarnir áðurnefndu voru farnir að segja til sín) þá fékkst hún ekki einu sinni til að kyssa mig. Og ég hitti hina dönsku Louise ekki aftur.

Á laugardagskvöldinu þegar ég og Stony vorum búnir að hitta slatta af nýjum vinum frá Keflavík og sátum fyrir utan eitthvað tónleikatjald, þá sá ég þessa líka sætu stelpu sem hljóp um og safnaði glösum. Ég ætti kannski að minnast á að maður fékk 1 kr. danska fyrir hvert plastbjórglas sem maður skilaði inn (12 kr. ísl) þannig að maður var ekki lengi að komast upp í ágætis summu. Ég gerði þetta tildæmis eitt kvöldið og drakk frítt það kvöld en nennti þessu svo ekki lengur. En það voru margir sem gerðu þetta að ganni sínu og hún var ein af þeim. Við vorum með nokkur bjórglös þarna þannig að ég safnaði þeim saman og hljóp til hennar til að gefa henni. Rómantískt finnst ykkur ekki? Ég fór svo auðvitað að tala við hana og þá kom í ljós að hún var jafnaldri minn, lítil sæt norsk stelpa sem heitir Kamilla. Ég bauðst auðvitað til að hjálpa henni að safna fleiri glösum og við röltum saman um stórt svæði og spjölluðum saman þangað til að hún fann vini sína. Þau ætluðu svo að fara að sjá Blur og buðu mér að koma með sem ég þáði auðvitað. Ég hékk með þeim í svolítinn tíma, örugglega tæpa tvo klukkutíma og það var bara gaman. Ekki sáum við mikið af Blur en það var allt í lagi. Laugardagurinn var hvort sem er slakasti dagurinn tónleikalega séð. En þegar Kamilla var orðin of full (hún keypti sér líka bjór fyrir peningin af glösunum eins og ég hafði gert) fór hún og ældi. Þá var maður ekki alveg jafn spenntur en hélt að hún myndi kannski jafna sig og verða ekki jafn full eftir það. En þegar hún kom til baka varð allt eins og þegar konan stakk lyklinum í litla boxið í Mulholland Drive. Það varð allt stórfurðulegt og meikaði ekkert sens! Hún misskildi eitthvað sem ég sagði og vinkona hennar var ekkert að fíla mig og þær fóru bara að bulla eitthvað og ég var að reyna að útskýra sjálfan mig en hún henti húfunni minni burtu og var bara fúl! Og þegar ég fór að leita að húfunni dró vinkona hennar hana í burtu! Hún kallaði á mig að koma líka (sem ég skil ekki heldur) en ég ákvað að mig langaði meira að finna húfuna mína aftur því þetta var hvort eð er dauðadæmt eftir þetta kjaftæði. Og ég sá þau aldrei aftur. En húfuna fann ég eftir dúk og disk. Úff hvað ég er alltaf heppinn. Eeeeeða þannig.

Síðasta kvöldið var svo stelpa sem ég var alveg að fíla. Hún var líka frá Noregi og talaði ensku með breskum hreim. Með geggjað hár, eldrauða dreadlocks og var mjög skemmtileg og gáfuð stelpa. En það var einhver gaur að dandalast í kringum hana þannig að ég kom mér í burtu. Hún var samt alveg að fíla mig og ég veit það, en ég vissi að þetta yrði hvort sem er alveg jafn dauðadæmt og allt hitt. Djöfullinn að vera svona óheppinn alltaf. Og í hvert einasta skipti sem eitthvað svona kemur fyrir mig (og það er ekki sjaldan) þá fer ég að efast um sjálfan mig og það er verst af öllu. Maybe it's me. Maybe it's me...
..:: just me ::..